Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 24

Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 24
24 Nýtt S. O. S. til uppgöngu á þrælaskipið franska og inn- an stundar er skipstjóri og áhöfn hans hlekkjuð samskonar festum og tollverðirn- ir leystu þrælana úr, er voru miður sín af ótta. Rösklega 150 þrælar voru J)á urn borð. Þeir voru skjálfandi af ótta, banhungraðir og útlimir þeirra og fótleggir flakandi sár eftir hlekkina. Og Iiafi nokkur likind enn- þá leynzt með Ben Cliff, þá hefur þessi sjón losað hann við hana að fullu og öllu. Nokkrum vikurn síðar er mál þrælasal- ans og manna hans tekið til dóms í New Orleans. Dómararnir eru norðurríkjamenn pg varðmennirnir einnig. Þegar málflutningi er lokið, siglir lítil skonnorta úr höfn. Fáninn blaktir við hún f rauð rönd á hvítum grunni og hvítur örn á bláum grunni. Hann heldur á borða í klónum og á hann er letrað stórurn stöfum: SEMPER PARATUS. Nokkru neðar er skráð með smáu letri: U S Rev- .enue Service (Tollgæzla Bandaríkjanna). Nú hafa gálgarnir verið smíðaðir handa hinum illræmda Jnælakaiipmanni og glæpahyski lians. Dauðarefsing liggur við þrælasölu hjá öllum siglingajajóðum heims, Jdví hvarvetna er litið á slíkt athæfi sem hinn versta glæp, sem hægt er að fremja. Joe Lane tók þátt í borgarstyrjöldinni, sem norðurríkin háðu gegn suðurríkjun- um tveim árum eftir að þessi atburður gerðist. Sú styrjöld var háð vegna þræla- haldsins í suðurríkjunum eins og kunnugt er. Og nú var hlutskipti áhafnarinnar á Joe Lane stórum erfiðara en við strand- gæzluna. Ef ekki var barizt gegn Jrræla- sölunni, Jj:í gegn vopnasmygli. Menn voru til, sem höfðu fullan hug á, að græða á bræðravígum. Er friðurinn hafði verið saminn í Gettisborough var Joe Lane skipað til starfa við Kyrrahafsströndina. Þar var skipið að störfum í tíu ár og enn var heimahöfn þess San Franzisko. Þá var Joe Lane seldur og lauk viðburðarríkri ævi sem selveiðiskip í Alaska. Nú hefur tollgæzlan ameríska hrað- skreið skip í þjónustu sinni. Þessir hrað-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.