Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 19

Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 19
Nýtt S. O. S. 19 varalaust er hægt að beina henni í lrvaða átt sem vera skal. Stórskotaliðinn Isaac Loges húkir bak við sigtið og aðstoðar- maðurinn við hlið lians. Tilbúnir að skjóta er foringinn skipar. Sami viðbúnaður er við báðar sexpunda fallbyssurnar. Joe Lane er vígbúinn, hver maður á sínum stað. Sjóliðarnir bera allir bláa einkennisbúninginn. Þeir eru gyrtir breiðu, svörtu leðurbelti og við það hangir þung skammbyssa. Og fallbyssurnar hlaðn- ar á sínum stað. Sá sjóræningi rnundi blekkja sjálfan sig illa, ef hann dæmdi baráttustyrk skonn- ortunnar eftir stærðinni einni. Þá væri ekki mikil von um sigur fyrir piltana í bláu treyjunum. Jacky Coogan stendur nú aftur við stýrið. Hann er slyngasti maðurinn við stýrið, sem fyrirfinnst á skipinu öllu. Upp á fokkusiglupallinum er Joe Kingston, maðurinn með Indíánaaugun. Hann ber byssuna sína undir handleggnum og er líkari veiðimanni en sjómanni. A stórsiglupallinum eru stýrimennirnir til skiptis. Þeir eru næstum alltaf með kíkinn fyrir augunum. Þegar Texasbúinn á framsiglunni sér það glottir hann háðs- lega. Hans vegna mega þeir glápa í tíu sjónauka. Hann skal samt verða fyrstur til að koma auga á helvítis þrælasalana. Auðvitað með berum augum. Það ætti að vera óþarft að taka það fram. Bátsmaður- inn stendur frammá og kastar út línu öðru hvoru og dregur hana jafnóðum inn aft- ur. Joe Lane siglir svo nálægt ströndinni, að allur er varinn góður. Og hann sigl- ir raunar allt of nærri ströndinni, og allt of hratt. Hægari ferð væri hættuminni, en þá liði of langur tími. Leitinni að þrjót- unum og hugsanlegum landgöngustað mundi þá miða allt of hægt. Það gæti fært þrælasalanum kærkomið tækifæri til að landa varning sínum. Sem sagt, sigla fyrir fullum seglum, og og gættu vel að bátsmaður, Ióðaðu hverja skipslengd og blástu í herlúðurinn þinn, ef sjórinn breytir um lit, því þá er of mikið grunnsævi framundan. En bátsmaðurinn hefur áhyggjur af fleiru en of grunnu vatni. Hann þekkir stórskotaliðann og þá staðreynd, að hann er Texasbúi. Hvar hafa þeir hann, ef til átaka kemur? „Láttu mig vita, áður en þú byrjar að skjóta“, hafði bátsmaðurinn sagt við liann áðan. „Hausinn á mér er nefnilega beint fyrir frarnan byssuhlaupið, og ég þarf að nota hann!“ Isaack Loges glotti eins og landi hans uppi á varðpallinum, þegar hann sá Ben Cliff með sjónaukann. Hver klukkustundin líður af annarri. Joe Lane siglir með tíu mílna hraða fyrir hverja vík og tanga meðfram strönd, Loui- sinanafylkis, en hver er árangurinn? Stýri- mennirnir hafa staðið vörð til skiptis á aftari siglupalli, Jacky Googan fékk sér í pípu öðru hvoru og fól öðrum stjórnina á meðan. En Ray Rosen, skipstjóri, fer aldrei af verðinum. Hann stendur út við borð- stokkinn kulborðsmegin og horfir stöð- ugt til lands. Ef hugboð hans um það, að þrælaskip- ið leiti lands að degi til, reynist ekki rétt, þá hljóta einhvers staðar að vera menn á verði, sem senda skipinu merki að nóttu til, þegar það á að leggja að landi. Og Jrá hlyti sá staður að liggja nokkuð hátt, svo merkið mætti sjást langt að. Nú er siglt mjög nærri Old-man-river við mynni Missisippis. Þar vaxa há tré á ströndinni, en að baki er flatlendi all-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.