Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Qupperneq 7

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Qupperneq 7
ur skref þegar hjörð æpandi götustráka kom á eftir lionum. En hann varð þó að draga að sér björg, meðal Jimmy litli sonur hans var í skól- anum. Hér hjálpaði þeim enginn. Aleinir, eins og tveir einsetumenn höfðust þeir við í litlu, gömlu húsi utan við borgina. Jimmy litli, sem var á skólalóðinni nokkur skref frá föður sínum, beit nú og klóraði eins og villtur köttur, en því miður þýddi það ekki neitt. Því meir sem hann barðist um og reyndi að verja sig, því verr lét hópurinn, og öskur þeirra hljómuðu eins og sírenuöskur. Frank Kelloki stóð fyrst andartak óviss, hvar hann ætti fyrst að grípa til hendinni. En þá sá hann tvær konur koma fyrir götuhornið. Þær stönsuðu og lyftu fallna manninum upp. Þegar Kelloki sá það, hugsaði hann sig ekki tvisvar um. Hann studdi höndunum á girðinguna, stökk yfir í einu stökk og var í næstu andrá kominn inn í hinn öskrandi krakkahóp. Á svipstundu hafði hann losað Jimmy litla, og nú hrópaði hann til kvalara hans, sem voru agndofa vegna skyndilegrar komu þessa ókunna manns: „Hverskonar illmenni eruð þið yfirleittP Eruð þið amerískir borgarar eða hreinir villimenn? Tuttugu á móti einum, að þið skuluð ekki skammast ykkar!“ Sá óskammfeilnasti í hópnum virtist nú hafa náð sér aftur eftir undrunina og sagði frekjulega: „Það er nú bara negri,“ eins og það væri ekki nema sjálfsagt að fara svo með Jimmy, þar sem hann var svertingi. „Hann er langtum betri maður en þið,“ sagði Frank í skammartón, „og ég skal flengja ykkur, þar til þið eruð mjúkir sem svampur, ef þið ekki látið hann í friði! “ „Faðir hans er þjófur,“ hrópaði einn strákanna. „Þið vitið vel, að það er ósatt,“ sagði Jimmy litli reiðilega, og tárin, sem höfðu þornað við komu björgunarmanns hans, runnu nú að nýju úr augum hans. „Það hefur meira að segja staðið í blöðunum, að sak- leysi hans er algerlega sannað. Strákarnir byrjuðu nú aftur að æpa, og hver veit, hvernig málalok hefðu orðið, ef koma rektors hefði ekki bundið enda á deiluna. „Hvað er hér á seiði?“ spurði hann þungt og það var ógnandi undir- tónn í röddinni. Frank Kelloki þurrkaði með vasaklút rykið af buxunum sínum, og gaf rektor skýringu á því, hvers vegna hann væri þangað kominn. Nýtt S O S 7

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.