Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 11

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 11
það, sem hver og einn hafði upplifað áður um borð. En 16. des. leið — og ekkert skeði. Skipaflotanum hafði miðað vel og hafði í rökkurbyrjun náð tilskipaðri staðarákvörðun. Fyrst snéru flugvéla- skipin stefni í vindinn. Enginn lét sér detta í hug, að nærvera ffotans væri Japönum ókunn, þess vegna áttu þeir þegar í stað að fá fulla kvöfdbfessun. Vélarnar fóru á loft liver af annarri af öllurn skipunum, sem voru ellefu. Það var ekki sérlega löng flugleið til Luzon, og sprengjuhleðsla véfana var einnig í samræmi við það. Fjarlægur dynur heyrðist til amerísku skipanna, þegar þær vörpuðu hinum banvænu eggjurn sínum. Þegar síðasta dag- skíman var að hverfa lentu flugvélarnar aftur á þifförum móðurskipanna, en það var samtímis merkið um það, að nú skyldu beitisnekkjurnar taka til máls. Eins mikið og fallbyssurnar gátu gleypt var í þær troðið. Breið- síða eftir breiðsíðu livarf út í nóttina, og stundum lýsti öldur hafsins upp í eldinum. i Sti Þið getið nú líklega ímyndað ykkur, að Japanir þökkuðu ekki fyrir slík- ar kveðjur. Þeir konni með allt, sem þeir gátn náð saman í flýti, til að gera árás á hinn hættulega ameríska flota. En hann var var um sig. Á sama hátt og varðhundar umkringja kindur, umkringdu beitisnekkjurnar skipa- flotann. Sjórinn hvítfreyddi undan stöfnum þeirra, og öðru hverju skáru keilur leitarkastljósanna nóttina. Herbrögð Japananna komu nú fljótt í ljós. Ef þeir fundu, að um lífið var að tefla, gripu þeir til allra varnarmeð- ala, jafnvef hinna vitfirrtustu. Það leið ekki á löngu, þar til fyrstu japönsku flugvélarnar voru gripnar af leitartækjunum og miðaðar. Að þessu leyti að minnsta kosti var nóttin hagstæð flota okkar. Japönsku flugvélarnar urðu fyrst að leita sér marks, og þar til að þær höfðu fundið það og bjuggu sig undir steyiffugið, höfðu varnarljóskastararnir venjulega fundið þær, og þá kom skothríðin. Öll skipin skutu úr loftvarnabyssunum, eins og hlaupin þoldu. Guð má vita hvernig Japanarnir gátu sent flugvélarnar í þetta þessa nótt. Þeir höfðu frá upphafi engin tækifæri. Þær, sem ekki voru skotnar niður gerðu lítið sem ekkert tjón. Til þess var stórskotalið flugvéla þeirra aíft of skipu- lagslaust. Hættulegri voru kafbátar þeirra. Sennilega höfðu þeir þegar fyrir löngu lagzt í leyni og beðið komu amerísku skipanna. En 1944 var ekki lengur 1942. Hver skipsfiðsforingi, hver skipstjóri þekkti nú hina japönsku bardagaaðferð, og varðbergsmennirnir fylgdust með eins og 11 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.