Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Síða 16
sem hann var í yfirliði og gat ekki einu sinni sagt, livar hann hefði nrestar
þrautir, vissu þeir ekki hvað gera skyldi. Stórir blóðhlaupnir blettir neðan-
til á hægri síðu virtust benda til blæðngar innvortis. En hvað átti hjúkr-
unarmaður þá,að gera? Þegar særði maðurinn kom til sjálfs sín tók hann
að hljóða af kvölum og var honum þá gefin morfínsprauta. Annars varð
bara að bíða, hvort sem mönnum þótti það ljúft eða leitt.
Alla nóttina þrumuðu fallbyssurnar á skipunum, og með fyrstu morg-
unskímunni tóku flugvélarnar að leggja af stað frá flugvélaskipunum.
Japanir skyldu finna, að blaðið hafði snúist við frá því í Pearl Harbor —
og svo sannarlega — í þessari sjóorustu, úti fyrir Luzon, fundu þeir það
líka.
Hvað hafði að segja, innan allra þessara þúsunda, einn einstakur sjóliðs-
foringi, sem veinaði af kvölum í koju sinni, er hann fékk meðvitund ann-
að veifið? Hann fann að vísu umhyggju félaga sinna, sem alltaf litu til
hans, ef þeir höfðu augnabliks hlé. En kvalir hann minkuðu samt ekki.
Meira að segja skipherrann leit einu sinni inn til hans: „Getið þér
þolað þetta enn litla stund?“ spurði hann. Munnlegt svar vð spurningu
sinni fékk hann ekki, en hann hélt þó að hann hefði merkt sjúklinginn
kinka kolli til svars. „Á morgun um hádegi tekur læknir yður til með-
ferðar," héla Willbrook skipherra áfram, „þá getum við örugglega náð
í lækni.“ Hafði sjúklingurinn skilið þetta? Ekkert varð greint á andliti
hans, afskræmdu af sársauka.
16
Nýtt S O S