Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 19

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 19
Fellibylurinn œddi yfir hafið. nú, mundi vera barnaleikur hjá því, sem við munum upplifa eftir nokkrar klukkustundir!" „Þá get ég ekkert gert, skipstjóri, og ég verð að hugga yður með því, að ég hef gert skyldu mína. Sem læknir get ég ekki ábyrgzt að flytja fyrsta stýrimann yðar frá skipi nú!“ Willbrook skipherra hafði ekki spáð of rniklu, heldur of litlu. Eitur- eldhús fjandans var mjög saklaust nafn á því, sem þeir virkilega áttu eftir að upplifa. Mennirnir á Halseys flotanum voru engir nýgræðingar á sjó. Þeir höfðu þegar gengið í gegnum margar stormhrinurnar á skipum sínum. En það, sem kom yfir flotann um kvöldið þann 17. desember, var meira, en jafnvel hinn elzti sjógarpur hafði nokkru sinni upplifað. Læknirinn hafði áður neitað að láta flytja fyrsta stýrimann frá borði vegna þess, hve sjógangurinn var mikill, en segja mátti nú, að hafið slengdi öldufjöllum að skipinu. Enn grunaði engan, hve slæmt raunverulega það átti eftir að verða. Alstaðar um borð ríkti nú kappsamt annríki. Á þilförunum voru bundn- Nýtt S O S 19

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.