Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Page 20
ar stafnlestar, og gengið var frá liverju kílói kjölfestu svo tryggilega sem
unnt var. Allt, sem ekki var fast, var rígbundið. Nú liafði enginn skips-
manna tíma, til að líta eftir hinum veika stýrimanni. Þó enginn segði
neitt, vissu allir: Að nú var um meira en eitt lífa að tefla!
Er nóttin var skollin yfir, sást ekkert. Aðeins blettirnir á radarskerm-
inum sögðu skipherranum, að það voru fleiri en skipið hans, sem urðu
að standast þetta helvíti.
Nú var öllum ljóst, að þetta var aðeins byrjunin, að ógnirnar myndu
verða enn ægilegri. Loftvogin féll stöðugt, öruggt merki þess, að enn
var ekki hámarkinu náð.
„Monaghan" var gott skip. Það var af nýjustu gerð, hraðskreytt og
öruggt skip. En allar skipasmíðalistir eru bara mannaverk, og máttu sín
hér ekkert á móti hamförum náttúruaflanna. Stálplöturnar voru sem
pappír í samanburði við afl höfuðskepnanna.
Sjúki stýrimaðurinn var nú hættur að hrópa. Kvalirnir höfðu stöðugt
aukist við þennan ægilega sjógang og nú var hann orðinn meðvitundar-
laus. Reimarnar, sem spenntar voru yfir hann, héldu honum föstum í
kojunni. Meðvitundarleysið var miskunnarverk gagnvart honum. Lækn-
irinn, sem vék ekki frá hlið hans, var nú sannfærðari en nokkru sinni
fyrr um það, að það var ekki á mannanna valdi, að halda lífi í sjúklingnum.
Það væri guðs gjöf, ef hann gæti skilið við þennan heim í meðvitundarleysi
sínu.
Allur flotinn, ásamt birgðaskipum, hafði orðið leiksoppur hafsins. Skip-
herrar minni skipanna öfunduðu nú liina á þeim stærri. Stóru beitisnekkj-
urnar, flugvélaskip og stór flutningaskip voru traustari, og þau voru það
löng, að þau náðu oft á milli tveggja öldufjalla, og geistust því ekki í sí-
fellu upp og niður eftir öldunum.
Hins vegar komu aðrar tilfinning'ar á móti. Hve litlu skipin tóku öldu-
fjöllin fallega! Fljót klifruðu þau upp, og glæsileg geistust þau niður hin-
um megin.
En brátt kom að því, að skipherrarnir á þessari eða hinni gerðinni
gátu hætt að brjóta heilann um það, hver skipsgerðin verðist bezt hvirfil-
vindunum. Þeir hættu bókstaflega alveg að sjá hver til annars. Meira að
segja radarmyndunum varð ekki lengur treyst, því hvað gat skermurinn
sýnt, þegar faldar brotsjóanna voru hærri en spegilloftnetin? í mörgum til-
fellum varð radarinn fórn hafsins. Þeir voru ekki byggðir fyrir þá brot-
20
Nýtt S O S