Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Page 26

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Page 26
valdi að bjarga skipinu úr þessum hildarleik, niyndi Monaghan liafa það. Guði sé lof! Blikkskápurinn, sem geymdi neyðarapótekið hafði stað- ist áreynsluna. Hvernig var neyðarlokan opnuð? Það vissi skipslæknir- inn, og svo fljótt senr hægt var, tróð. hann vasa sína fulla. Hver vlssi, hve langan tíma hann lrafði til þess að reyna að gera við það nauðsyn- legasta? Strax og skipið tæki aftur að fá yfir sig brotsjóina og leggjast á liliðina, gat hann heldur ekki annað aðhafst en halda sér, svo hann bryti ekki í sér beinin. Læknirinn klifraði aftur niður, en þ;L kallaði Willbrook skipherra á eft- ir honum: „Lifir fyrsti stýrimaður minn eiginlega ennþá?“ Það var ekki fyrr en seinna, að skipherrann .áttaði sig á, að hann hafði gleymt að spyrja: „Hvernig líður honum?“ Svo ómögulegt virtist honum það, að liðsforing- inn, sem þegar í stað hefði þurft að komast í sjúkrahús, hefði það af. „Þegar ég kom upp, andaði hann enn,“ svaraði læknirinn. „Hann er sannkallaður stálskrokkur. Hamingjunni sé lof fyrir, að hann er stöðugt meðvitundarlaus. Eg hefði engin tök haft á því að sprauta nægu morfíni í hann til að draga úr, þjáningunum." Þung þreyta lagðist yfir Willbrook. Hve langt var síðan hann hafði síðast sofið? Fyrst var það orrustuundirbúningurinn, sem hafði krafist stjórnar hans, þar næst bardaginn, síðan leitin að birgðaskipunum á úfnu hafi, og nú þetta. En hversvegna, var hann eiginlega að hugsa um það? Hefði nokkur um borð getað sýnt meiri stillingu? Nú jæja. Og staður skipherrans á hættustund var,á stjórnpalli skips síns. En hve lengi? Hafði hann það samt ekki miklu betra en menn hans? Hann var þó að minnsta kosti ósærður, þó að,augu hans logsviði af saltinu, eins og í þeim væru glóandi kolamolar. Með gleði hefði skipherrann á þessu augnabliki viljað gefa nokkur ár ævi sinnar, ef hann hefði.með því getað hlíft mönnunum neðan þilfars við komandi stundum. Kannske var það svo í raun og veru, að hvirfilvindurinn hafði þegar færst of mikið í fang, þegar hann féll yfir Monaghan og slengdi skipinu til eins og brimöldurnar væru að leika sér með smáskip barnanna búin til úr pappír. Veðrið var að vísu nú ekki alveg eins vont og í fyrstu „lotu“, en þó rnjög slæmt, og beitiskipið var ekki lengur sama skipið og fyrir nokkrum klukkustundum. Þó að skrokkurinn liéngi enn saman, mátti segja að skipinu blæddi eins^og áhöfninni úr mörgum sárum. Hér og þar höfðu sjóir brotið lúkuhlera, og þegar brotsjóirnir riðu yfir steyptust þar 26 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.