Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Page 29
Þeir sem lifandi sluppu úr þessu, fannst marga daga á eftir, að þeir
heyrðu hið marrandi öskur stálsins, sem beit sig saman.
Ef hvirfilvindurinn hafði áður verið helvíti, þá var árekstur skipanna
neðsta þrep vítis, að minnsta kosti þar, sem yfirfjandinn ríkti.
Nú hjálpaði ekkert að reyna að ríghalda sér lengur. Höggið var svc
gífurlegt, að allir þeyttust til í skipinu hingað og þangað, og margir voru
ekki það heppnir að geta hreyft sig aftur þaðan, sem þeir lentu. Bezt
höfðu þeir sloppið, sem voru á þilfari eða í brúnum. Þeir höfðu séð
á síðustu sekúndu, hvað var að ske, og voru því örlítið viðbúnir. En
hinir, sem voru undir þiljum, í vélarrúmi, í matsölunum eða káetum,.
voru alveg óviðbúnir. Á báðurn skipunum fór rafmagnið svo til sam-
stundis, og myrkrið jók ringulreiðina enn meir. Úfið hafið gerði líka sitt
til þess að auka glundroðann.
„Þetta urðu endalokn," hugsaði Willbrook skipherra í brúnni, þegar
Nýtt S O S
29