Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Síða 35
anna. Þegai liann gerði þa ðnú til að glöggva sig, brá honum svo mikið
við, að honum lá við köfnun. Hvílík hræðileg sjón! Hvernig allt leit út
hér! Stáltætur, brotið gler, bognir stólpar, uppvafðar plötur, tætt járn!
Það var engu líkara en byrjað hefði verið að rífa skipið sundur úti á
opnu hafinu.
Hvað var þetta? Var þetta ekki lágt vein? Maðurinn bíður andspennt-
ur og gleymdi eigin sársauka. Þarna var veinið aftur. Bölvað, að hann
skyldi ekki hafa ljós.
„Er þarna einhver?" kallaði hann hátt. „Ef þarna er einhver, þá svaraðu,
félagi, svo að ég geti hjálpað þér!“ Ekkert svar, en hann heyrði á ný
stunu, og í þetta skipti dálítið gxeinilegra.
Drottinn minn, liljóðið virtist koma beint úr brakinu. Maðurinn lagðist
á fjóra fætur, þó að liann héldi að sársaukinn ætlaði að gera út af
við hann. Hann reyndi að hjálpa augunum með því að þreifa fyrir sér,
en dofnar hendur hans höfðu ekki lengur neina skynjun. Fínu tauga-
endarnir undir húðinni á, gómunum gáfu ekki lengur frá sér neinar
upplýsingar til heilans, hann fann aðeins hvað hann greip um eftir lögun
þess.
„Svaraðu mér, félagi! “ kallaði maðurinn. „Annars get ég ekki fundið
þig-“
Maðurinn ætlaði einmitt að fara að rétta sig aftur upp, þegar hendur
hans fundu eitthvað, sem við nánari athugun handanna leiddi til vissu,
að þarna var um mannsfót að ræða. Hann fann með munninum, að fót-
urinn var heitur, en það var engin sönnun fyrir því að eigandi hans væri
enn lifandi. En þegar katlavörðurinn æsingu tók í fótinn, fann hann að
tærnar hreyfðust.
Nú var hann ekkert að hugsa sig um lengur. Þar sem líf var, þar var
líka alltaf eitthvað hægt að gera til björgunar, það var félagsleg sjómanns
skylda. Ef bara hnn sjálfur hefði ekki kvalist svo og verið1. svona illa
kominn, eða ef hann hefði getað kallað aðra til hjálpar. Maðurinn gat.
ekki vitað, að niðri, þaðan sem hann hafði komið, leit miklu ægilegar
út en þar sem hann var nú. Hér var að vísu allt brotið og brenglað, en
niðri var allt í einni óskiljanlegri bendu, hreint helvíti. Þar stritaði
hver hönd, sem yfirleitt gat sig enn hrært.
Ljós — ljós! Katlavörðurinn vildi gefa nokkur ár af lífi sínu, bara
ef hann gæti fengið svolítið ljós augnablik. Já, einmitt — hann hlaut að
Nýtt S O S
35-