Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 38

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 38
í Ijós, hafði hann strax við fyrsta áfallið, brotið hrygginn, sem .varð enn verra þegar hann kastaðist á borðstokkinn. Hannleggir hans voru þess- vegna orðnir máttlausir. En hann hélt fast í sundbelti stýrimanns með tönnunum. Langan tíma, í hafi, sem hamaðist í brjálæðislegu æði. — Var það ein eða tvær klukkustundir, sem liðu þar til þeir voru dregnir upp á fleka? Eg veit það ekki. Hvirfilvindsnóttin kostaði um átta hundruð ameríska sjómenn. lífið, og af Monaghan og Spence varð ekki 50 af hverjum hundrað bjargað. Hvað á ég enn að segja ykkur?“ sagði Kelloki. „Þeir, sem lifandi voru í gúmmíbátunum og á flekunum björguðust í flugvélaskipið „Mon- terry"! Fyrsti stýrimaður Monaghan var seinna skorinn upp og það tókst að lækna hann nokkurn veginn. En það var ekki alveg eins einfalt með bjargvætt hans. Brotinn hrygg.er nú einu sinni ekki hægt að gera aftur sem nýjan.“ „Hvernig vitið.þér það, Sir?“ stamaði litli svertingjadrengurinn Jimmy. „Einmitt þessa sömu sögu hefur faðir minn svo oft sagt mér.“ Óp heyrðist nú í litla hópnum: „Svindlaðu ekki, Jimmy!" hrópaði fram- hleypinn hnokki. „Þinn gamli negrapabbi er útsmoginn!“ Kelloki varð eldrauður í framan, og hann sagði ef til vill svolítið harneskjulegar en hann ætlaði: „Hafið þið ekki veitt því athygli, að ég hef, fyrir utan skipsnöfnin og nafn Willbrooks skipherra, varla nefnt nöfn? Nú, það er hægt að bæta úr því. Fyrsti stýrimaðurinn á Monaghan, sem á katlaeftirlitsmann- inum líf sitt að launa, heitir Kelloki, og stendur nú hér fyrir framan ykkur. — En hetjan, sem bjargaði honum, þrátt fyrir eigin kvalir og lim- lestingar, heitir Sam Woorker. Þú getur verið mjög stoltur af þínum kæra góða föður, Jinnny, og þið hinir vitið vonandi í framtíðinni, áður en þið byrjið að henda dár að Mr. Woorker, af hvaða orsökum það er, að hann verður í dag að bera lífstykki og er orðinn krypplingur., Eg vissi ekki einu sinni, að ég myndi hér, í ættborg minni, Adalko, finna hann aftur. Eg fer nú til hans, og hver sá, sem vera vill mannsæmandi drengur, kemur með!“ — Og þar kom, að hinn mjög svo hlédrægi rnaður Sam Woorker, varð með tárin í augunum að taka á móti hyllingarhrópum þeirra sömu drengja, sem áður höfðu kallað á eftir honum smánarorð með ópum og óhljóðum. 38 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.