Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 4

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 4
ELDUR í SKIPhXU. Arið 1934 skeði sd ótrúlegi atburður, að tnikill eldur kom upþ i „Morro Castle“, hinu glœsilega skemmtiferðaskipi milljónanueringanna. Orsakir pessa mikla eldsvoða voru mjög d huldu. Því var pað, að pessu timariti þótti rétt að freista pess að segja frd pessum atburði samkvcemt gögnum sjóréttarins, er um þetta einstœða mál fjallaði. Skipstjórinn var myrtur, en enginn veit, hver framdi pann verkn- að. Skipið brennur, en enginn veit, hvað brunanum olli, né hver átti sökina. Eyrsti stýrimaður œtlar að reyna að koma skipinu til hafnar í New York án aðstoðar dráttarskipa. Hefur hann vafalaust orðið hálf ringlaður af öllum þeim ósköpum, sem d höfðu dunið. Hann bannar að láta setida út neyðarkall, sem honum bar pó skylda til sem yfir- manni skipsins. Þegar hann svo loks lcetur senda SOS er það of seint. Annað, sem vakti mikla furðu, var skemmtan og drykkjusvall farþeg- anna meðan skipverjar, undir forustu yngri yfirmanna skipsins, börð- ust gegn eldinum og reyndu allt, sem unnt var að gera, til þess að bjarga farþegunum. Margar undarlegar sögur voru d kreiki i sambandi við þessa ferð „Morro Castle“, til dœmis um prófessorinn, setn gekk um eins og vofa og sagði fdranlegar sögur, um likið af milljónamceringnum, sem var geymt i kcelirúmi skipsins og hina sögulegu Rosy-gimsteina. Raunar voru þetta ekki kviksögur, heldur staðreyndir. Þetta varpar svo leynd- ardómsfullum blce á atburðinn, að fremur mcetti jafna til ótrúlegustu skdldsögu en raunveruleika. Það, sem hér verður frá skýrt eru staðreynd- ir einar, samkvcemt frdsögnum s\ónaivotta fyir sjódómi i Bandarikjun- um. Það er samt óneitanlega cerið furðulegt, að slikur atburður skuli hafa gerzt d sjó fyrir fáum drum. Við getum ekki látið pessa frásögn fram hjd oss fara án þess að koma henni fyrir almenningssjónir, enda pótt þetta sé ein hinna hryllilegri sagna um örlög skipa og manna d höfunum. Nýtt S O S kemur út 10 sinnum d dri. Verð hvers heftis kr. 12,00, dr- gangurinn til áskrifenda kostar kr. 100,00, sem greiðist fyrirfram. Útgef- andi SOS-útgdfan, Véstmannaeyjum. Utandskrift ritsins er: Nýtt S O S, Pósthólf 193, Vestmannaeyjum. Ábyrgðarmaður: Gunnar Sigurmundsson. Afgreiðsla i Reykjavik: Óðinsgötu ijA, simi 14674. Prentsm. Eyrún h. f.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.