Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 9

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 9
Eg vona, að sama megi segja um yður og yðar menn. Og nú, sjáumst aftur, Wilmott skipstjóri. Eg óska yður og Morro Castle góðrar ferðar!" SKIPIÐ SIGLIR SINN SJÓ. Morro Castle lá enn við hafnarbakkann. Þetta glæsilega skip var einna h'kast kastala, þar sem það lá fyrir framan lágreistar vöruskemmurnar. Sex raðir uppljómaðra skipsljóra og stórir gluggar yfirbyggingarinnar gáfu ótvírætt til kynna innri glæsileika, danssali, bari, lúksusíbúðir með silkiveggfóðri, tennisvöll og sundlaug lagða marmaraflísum. Enn var nokkur tími þar til skipið skyldi láta úr höfn. Ljósavélarnar einar voru í gangi. Einhversstaðar heyrðist í hvellri bjöllu. „Er bíllinn hans Mr. Banbury kominn um borð?“ spurði maður sá, sem átti að sjá um bílaflutningana. „Nei, Mr. Banbury er nýkominn. Við verðum að bíða ofurlítið. Það er enginn rafstraumur á vindu nr. IV". Einn hásetanna dró upp dagblað úr pússi sínu. „Mr. Banbury? Það er víst miljónamæringurinn, sem myndin er af hérna?“ Hásetinn benti á mynd af ungum manni, skegglausum, glæsi- legum manni. Eimflautan gall nú við í fyrsta sinn. Smám saman féll þetta iðandi líf um borð i fastar skorður. Á framþilfarinu stóðu enn geysimiklir staflar af ferðakistum, sem voru bornar undir þiljur smám saman. Tösk- ur, með álímdum miðum gistihúsa hvarvetna í heiminum. Töskur heims- hornaflakkara og fylgdarliðs þeirra. Hver taska sagði sína sögu um mik- ið ferðalag. Hótelmiðar frá Florida, Colombo, Kissingen og Gastein, Neapel og Baden-Baden. Hansen, annar stýrimaður á Morro Castle, stóð afturá og sá um út- skipun farþegafarangursins. Kraninn stundi og glumdi, stálarmur hans flutti netið tómt í land, en kom með feng sinn í því til baka. Á hafnar- bakkanum var þétt röð bíla, sem ferðalangar stigu út úr. Dömur í hvít- um kápum, með stóran blómvönd í höndunum, og karlmenn í léttum sumarfötum, en sumir þó í veizluklæðum, hafa sýnilega komið beint úr klúbbnum til þess að fylgja einhverjum. Hansen leit á upplýstu klukkuna á afturþiljunum, óþolinmóður á svip. Eftir klukkustund átti Morro Castle að láta úr höfn. Dráttarskipið var komið upp að síðunni og blés reyknum yfir nýþvegin þilförin. Fólkið streymdi enn inn á þilförin í stórhópum. Nýtt S O S 9

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.