Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Page 10

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Page 10
Fred Banbury, miljónamæringurinn ungi, liorfði sém snöggvast á eftir grannvaxinni stúlku, sem smeygði sér gegnum mannfjöldann og hélt beina leið inn í stóra salinn, sem veitti miklu ljósaflóði yfir þilfarið. Þegar stúlkan var horfin stakk hann báðum höndum í vasana á ljósum yfirfrakkanum og rölti hægtun skrefum á afturþiljur, eins og honum kæmi ekki hið minnsta við allur þessi ys og liávaði. Nokkrar mínútur stóð hann á tröppunum, sent lágu frá biyggjunni að II. farrými. í þessum svifum bar að unga, ljóshærða stúlku, sem sýndi yfirþjóni farseðilinn. „Miss Lore Manz,“ las hann á kortinu. „Klefi nr. 272, til vinstri að neðan, gjörið svo vel.“ „Við erum með líkkistu um borð,‘ sagði svartklæddur, lítill ná- ungi við milljónamæringinn og leit rannsakandi á hann gegnum gler- augun. „Líkkista! Getið þér sagt mér, hvar muni vera venja að geyma líkkistur um borð í svona skipi?“ Banbury hristi höfuðið. „Hvað viljið þér með líkkistuna?“ spurði hann áhugalaust. „Spyrjið hleðslustjórann." „Það hef ég þegar gert,“ svaraði sá svartklæddi og kom nú méð munn- inn fast upp að eyra Banburys. „Haldið þér, að mér hafi verið svarað? Eg hef engan snuðrara hér á skipinu, svaraði hann mér. Líkkistan er tóm.“ „Nú, livað viljið þér þá meira?“ Banbury reyndi að losna við þennan litla karl. „Þetta er nefnilega lýgi, svívirðileg lýgi,“ tuldraði sá litli og veifaði regnhlífinni sinni í stórum boga. „Líkkistan liggur á ís. Hún er nefni- lega ekki tóm. Eg finn það á mér, ef einhver er dauður, jafnvel þótt hann sé langt frá mér.“ Banbury svaraði þessu engu, en yfirgaf manninn formálalaust og gekk til afturlyftingar. Enn voru farþegar að koma, svartir menn, sem báru farangur komu- manna, voru allháværir, vélar og kranar skröltu án afláts. Enn streymdu að frúr og ungfrúr í marglitum silkikjólum, sumar báru hvíta hreysi- kattarpelsa á handleggnum, sem ætlaðir voru til notkunar á kaldari breiddargráðum, gimsteinar og skínandi perlur glitruðu á höndum þeirra og hálsi. Það fór ekki rnilli mála, að um borð í Morro Castle var samansafnaður kjarninn úr auðborgarastétt Havanna og New York borgar, Kúbu og Kalifomfu. Yfir þessum hávaðasama og glaða mann- 10 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.