Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Qupperneq 12

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Qupperneq 12
„Eruð þér viss um, að það hafi verið Alagna, sem talaði?“ „Það var Alagna. Það er ég ekki í nokkrum vafa um. Mér fannst ég ekki komast hjá því, að segja yður frá þessu —“ „Það var rétt, Morris. Þér megið fara.“ Wilmott varð áhyggjufullur á svip. Augun drógust saman í mjótt strik. „En eitt, Morris. Ef eitthvað skyldi koma fyrir Morro Castle — auð- vitað marka ég ekkert þetta blaður — en samt sem áður, ef eitthvað kemur fyrir, þá varðveitið þér Rosy-gimsteininn. Þér berið ábyrgð á honum. Þér skiljið hann ekki við yður. Hafið þér skilið mig?“ „Já, skipstjóri! Þér megið treysta mér.“ Nú heyrðist drynjandi hljóð úr eimpípu Morro Castle. Það var þriðja brottfararmerkið. Vélsíminn í brúnni sendi tilkynningar niður í vélarúmið. Wilmont skipstjóri stóð í brúnni, sem gnæfði tuttugu metra yfir hafn- arbakkann og skipaði fyrir: „Losið að aftan!" „Losið að aftan!“ endurtók Hansen þriðji stýrimaður og stillti lyfti- stöng vélsímans, sem sendi boð bæði í skut og stafn skipsins. „Stýri hart bakborð! Stjórnborðsvél hæga ferð áfram! — Bakborðsvél hálfa ferð afturábak!" var næsta skipun. „Báðar vélar stopp! Losið að framan! Báðar vélar hæga ferð afturábak!" Smám saman mjakaðist þetta stóra skip frá hafnarbakkanum. „Béðar vélar stopp! Draga inn festar!“ Hljómsveitin hóf að leika fjörugan marz. Dráttarbáturinn dró nú inn trossurnar, skrúfublöðin hrærðu upp í óhreinum sjónum í höfninni. Og nú var ekkert að vanbúnaði, skipið gat siglt sinn sjó. Dráttarbáturinn kastaði lausri dráttartauginni, en á Morro Castle voru skipanir sendar með vélsímanum jafnt og þétt. Og svo hélt Morro Castle út í náttmyrkur úthafsins. Hávaðalaust og tignarlega klauf út- hafsrisinn bylgjur hafsins. Það heyrðist aðeins þungur niður vélanna. Farþegarnir voru áhyggjulausir og léku við hvern sinn fingur. Áfegið flaut í stríðum straumum. Farþegarnir, hlaðnir dollurum, lifðu hátt og algerlega áhyggjulaust, og nutu í ríkum mæli alls þess, er lúksus- skipið hafði að bjóða. „Skál! Drekkum velfarnaðarminni ungfrú Mabel!“ hrópaði Doherty, lögfræðingur frá Chicago. 12 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.