Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Qupperneq 16

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Qupperneq 16
„Þann 8. september, um klukkan sjö að morgni, leggjum \ið að bryggju í New York. Edith veit um komu mína og allt verður eins og venjulega. Því miður get ég ekki gert 5. september að 8. september.“ „Við vitum ekki einu sinni hvort við verðum í tölu lifenda 8. septem- ber, minn kæri Rogers!“ Maki hló með öllu andlitinu, senr líktist næst- um meira andliti barns en fulltíða manns. Hann gat varla hafa náð tví- tugsaldir, og löngun fyrsta loftskeytamanns til þess að sjá aftur konu og börn vakti hjá honum góðlátlegt bros. „Hver fjandinn hefur orðið af honum Alagna. Hann á að leysa mig af eftir stundarfjórðitng.“ „Sennilega er Iiann fram í einhverri skipverjaíbúðinni,“ sagði Rogers. „Hann er alltaf mikið á meðal hásetanna og kyndaranna.'* „Hann hefði átt að vera stjórnmálamaður en ekki loftskeytamaður. Maki hristi höfuðið. „í gær var hann líka, að reyna að æsa mig upp. Ef Abott kærir hann, verður hann rekinn. Það er ég viss um. Og hvar er hann þá á vegi staddur?“ „Alagna er góður félagi,“ svaraði Rogers. „Reyndar er hann angur- gapi og gálaus eins og allir Suðurlandabúar. En ég lteld, að hanit vilji öllúm vel. Ekki þarf hann að berjast fyrir bættiun hag sjálfs sín. Hann er piparsveinn og í sæmilegri stöðu. Hann getur verið áhyggjulaus um eigin hag. Sennilega hefur lát vinar hans ruglað hann eitthvað í ríminu.“ „Hvað er hann að skipta sér af málum, sem honum koma ekkert við?“ „Það skilur. þú ekki,“ svaraði Rogers og þreifaði á nokkrum tökkum, eins og til þess að ganga úr skugga um, að tækin væru í lagi. „Það eru til menn, sem berjast alla ævi fyrir aðra. Hann er eini maðurinn á Morro Castle, sem stendur á rétti skipshafnarinnar. — Wilmott skip- stjóri? Hann situr bara og stendur eins og útgerðarstjórnin vill. Hinu er ekki að neita, að Wilmott er framúrskarandi sjómaður og heiðarleg- ur maður, en orðinn gamall í hettunni. Hann er orðinn þreyttur, skal ég segja þér.“ „Warms sagði yfir borðum í gær, að Alagna tæki málstað hafnarverka- mannanna, sem gerðu verkfall á Kúbu. Þegar við vorum í Havanna reyndi hann að fá vélamennina til þess að rjúfa rafstrauminn, svo ekki væri hægt að flytja bílana um borð. Þið ráðist aftan að verkfallsmönnun- um, sagði hann við hásetana.'1 „Kannski hefur faðir hans verið hafnarverkamaður,“ sagði Rogers í- hugull á svip. „Eg heyrði einu sinni orðræður í þessa átt í matsalnum. .\lagna hefur sína galla eins og við allir, en það er allt í lagi með hann. tfi Nýtt. S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.