Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Page 21

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Page 21
Chepstew beygði sig niður að gólfinu og þreifaði á olíunni. Svo þef- aði hann af henni. „Það er ólykt af þessu. Keypt í Havanna. Það verður tafarlaust að skipta um olíu.“ SÍÐASTA VEIZLAN. „Föstudagur, 7. september 1934,“ stóð á matseðlinum sem þann dag var gefinn út um borð í Morro Castle og var nærri tvær prentaðar síður. „Eftir kvöldverðinn á að halda grímudansleik. Dansað verður í aðal- salnum, en auk þess í reyksal, á skemmtigönguþilfari og bátaþilfari." Síðast á matseðlinum var örstutt tilkynning frá skipstjóranum, sem hljóðaði svo: „Komum til New York klukkan 7 í fyrramálið. Farþegar ganga á land klukkan 8 við skipakví 204 í Hoboken. Engin vegabréfa- skoðun hjá ríkisborgurum Bandaríkjanna. Aðrir farþegar eiga að vera mættir í reyksal klukkan 6.“ Þennan dag iiafði hljómsveitin tekið sér sæti á aftanverðu skemmti- gönguþilfari. Farþegarnir voru klæddir margvíslegum búningum, svo sem sjóræningja, anachos, háseta, dansmeyja, mexikana með barðastórum höttum eins og farþegarnir höfðu fengið sér í Havanna. Þar gaf að h'ta fólk í þjóðbúningum dominikanska lýðveldisins og kúbanska búninga. Grannir og sveigjanlegir líkamir kvenna í marglitum klæðnaði svifu fram og aftur um sali og þilför og milli borða. Lamparnir á þilförunum voru vafðir marglitu þunnu efni, ljósaperur í þúsundum lita glitruðu eins og marglitar perlufestar. Farþegar hópuðust á skemmtigönguþilfarið með miklum söng og hlátri. Nokkrar ungar stúlkur voru klæddar litlu sefpilsi yfir sundbolnum. Þetta sefpils höfðu þær búið til úr hylkjum utan af tómum vínflöskum. Þóttust þær vera Suðureyjabúar og reyndu að gera ýmsar smábrellur til skemmtunar. Það upphófust miklir eltingaleikir, hlátrar og hróp. Þriðji stýrimaður veitti því athygli, að lítill maður, svartklæddur, gekk inn í salinn. „Hugsið um sálarheill yðar, herrar mínir og frúr!" hrópaði Mahony prófessor og sveiflaði regnhlífinni sinni yfir höfði sér. „Hverja mínútu verðum við að vera viðbúin því, að vera leidd fram fyrir hásæti Drott- ins!“ Prófessorinn var strax umkringdur fólki, sem gerði að honum hróp og sköll. Einhver hafði fundið kúst og bar hann eins og fána. Alltaf bættust 21 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.