Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Qupperneq 22

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Qupperneq 22
við hrópandi og syngjandi farþegar. Fólkið þreif til prófessorsins og dró hann með sér um skemmtigönguþilfarið. „Kannski er þessi maður alls ekki vitlausi prófessorinn," sagði Ban- bury. „Það geur vel verið, að einhver hafi bara dulbúið sig sem Mahony prófessor." LÁT skipstjórans. í brúnni vöktu stýrimennirnir yfir sofandi skipinu. Hansen, þriðji stýrimaður á Morro Castle starði út í myrkrið, því liann sá rautt ljós í allmikilli fjarlægð. „Eg lield, að rauða ljósið færist fjær,“ sagði Hackney, annar stýrimað- ur eftir stundarkorn. „Hvað er eiginlega að gerast í vélinni?“ „Abott hefur skipað vélamanni, sem átti frívakt, að fara að vinna að raflögn fyrir nýjan ljósalaufboga.” Hackney stýrimaður gekk nú til hásetans við stýrið og leit eftir stefn- unni. Það var dimmt á stjórnpallinum, bjarminn af kompásljósinu spegl- aðist dauflega á stjórntækjunum. •. „Hvar er Warms?“ spurði Hansen. „Veit það ekki. Kannski hefur hann farið að tala við skipstjórann.“ „Var skipstjórinn í brúnni?“ „Já, fyrir hálftíma. Hann skammaðist rnjög yfir óskaplegum hávaða á þilfarinu. Nokkrar stelpur vildu endilega fara hingað upp í brú til þess að kyssa yfirmennina, eins og þær sjálfar sögðu, svo við nytum líka góðs af lokahátíðahöldunum! Jæja, þær fengu aðrar viðtökur en þær bjuggust við. Sá gamli rak þær öfugar ofanúr brúnni eins og fjandinn sjálfur væri á ferðinni." „Eftir tíu klukkustundir eigum við að vera í New York.“ „Eitt strik á stjórnborða!" skipaði Hackney. „Við verðum að víkja. Maðurinn þarna hinúmegin hlýtur að vera sofandi!“ „Eitt strik á stjórnborða,“ endurtók maðurinn við stýrið. Hansen horfði á skipið, sem kom á móti þeim, og hélt sömu stefnu sem fyrr. „Þeir virðast ekki taka siglingareglurnar alvarlega þessir, því sam- kvæmt þeim eiga þeir að víkja!“ Hann horfði á Ijós þessa ókunna skips í sjónaukanum. „Stefna aftur 5 gráður!" „Stefna 5 gráður!“ endurtók hásetinn við stýrið. „Sá gamli var í mjög æstu skapi út af Alagna," hóf Hackney aftur 22 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.