Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Qupperneq 23

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Qupperneq 23
máls á því, sem frá var horfið. „Warms hafði talið honum trú um, að Alagna hefði í hyggju að vinna skemmdarverk á skipinu og nota til þess brennisteinssýru „Bölvað slúður er þetta! Reyndar er mér ekki um manninn gefið, en ég held, að hann sé ekki illa innrættur. Hann hefur auðvitað þurft að nota brennisteinssýruna vegna íafgeymanna. En hversvegna gengur sá gamli ekki á hann sjálfan?“ „Þú veizt nú, að sá gamli reynir að forðast árekstra í lengstu lög. Hann tekur Warms ekki mjög alvarlega. Hvað er nú á seiði?“ Báðir stýrimennirnir snéru sér að stiganum. Frá bátaþilfarinu lieyrð- ist glymjandi blístur. „Kallið á skipslækninn tafarlaust!" kallaði fyrsti stýrimaður af báta- þilfarinu upp í brúna. „Já, Mr. Warms," svaraði Hansen stýrimaður. „Hann á að koma í káetu skipstjórans tafarlaust!“ ,Já.“ Fáeinum mínútum síðar var skipslæknirinn kominn til íbúðar skip- stjóra, þar sem fyrsti stýrimaður beið fyrir framan dyrnar. „Þér hafið óskað þess að ég kæmi hingað, Mr. Wanns?“ Fyrsti stýrimaður benti á dyrnar þegjandi. Wilmott skipstjóri lá í hvílu sinni, liann var náfölur og varirnar bláar. „Eg fann skipstjórann í baðklefanum hans. Hann lá meðvitundarlaus á gólfinu." Skipslæknirinn beygði sig yfir skipstjórann, hlustaði hann og hóf svo nákvæma rannsókn. Eftir stundarkorn rétti læknirinn úr sér alvarlegur á svip: „Hann er látinn! Þér segið, að Wilmott skipstjóri hafi legið á gólf- inu?“ „Milli þvottaborðsins og baðkersins. Hann hefur sennilega ætlað að þvo sér um hendurnar, en hefur allt í einu hnigið niður.1' Læknirinn hristi höfuðið og benti á vínglas, sem stóð á borðinu. „Skipstjórinn virðist hafa tekið inn töflu, kannski við magaveikinni, sem hefur þjáð hann.“ „Haldið þér, að hann hafi fengið hjartaslag?" Fyrsti stýrimaður var óvenju fölur í andliti og hann virtist vera þreyttur og miður sín. Skipslæknirinn opnaði augnalok hins látna. Svo leit hann alvarlega á stýrimanninn. Nýtt S O S 23

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.