Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Qupperneq 25

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Qupperneq 25
hafði lyft Morro Castle. Skipið rétti sig aftur, en sjólöðrið skvettist yfir neðri þilförin. Nokkrir hásetar undu bráðan bug að því, að binda allt lauslegt á þilfari. Andlit þeirra voru rennvot. Sjávargnýrinn blandaðist hávaðan- um af því, er borð þau, sem enn vöru efdr á skemmtigönguþilfarinu, duttu og runnu til og frá. Það söng og hvein í rá og reiða. Dúkarnir, sem höfðu verið settir kringum dansþilfarið, rifnuðu í tætlur og hurfu út í dimma nóttina. Farþegarnir litu upp undrandi og óánægðir yfir því, að danshljóm- sveitin hætti allt í einu að leika. Tilkynning fyrsta stýrimanns hafði engin áhrif á syngjandi og dansandi fólkið, sem margt var undir áhrif- um áfengis. Skipstjórinn látinn? — H\að keittur okkur það við? mátti lesa í svip þessa fólks. Það eru nógu margir stýrimenn, sem geta stjórnað skipinu. Hvað vill þessi fyrsti stýrimaður vera að trufla gleði okkar! „Músik!“ hrópuðu nokkrir farþeganna. „Hvar er hljómsveitin? Við viljum halda áfram að dansa!" Einhver úr hópi unga fólksins kom með töskugTammófón. „Förum inn í reyksalinn!“ kallaði maður nokkur, sem vildi njóta síð- ustu næturinnar um borð. Fyrsta platan var spiluð. Ungu stúlkurnar stauluðust á eftir glymskrattamanninum eftir hálu- þilfarinu, sem hallaðist nú sitt á hvað. Warms strauk blautt hárið frá svitastorknu enninu og yppti öxlum. „Klukkan tvö verða ljósin slökkt og barnum lokað!“ skipaði hann yfirþjóninum. Svo ruddi hann sér braut gegnum mannfjöldann. „Fjandinn hafi ykkur öll!“ muldraði hann í hálfum hljóðum um leið og hann fór. Allt í einu kom liann auga á lágvaxinn mann svartklæddan með regn- hlífhlíf í hendinni. Það var Mahony prófessor, sem enn var á gangi á þilfarinu. „Hann mundi bara verða veikur í maganum!" tautaði maðurinn glott- andi. Hann hafði heyrt til fyrsta stýrimanns. „ELDUR í SKIPINU!“ Það var eftir klukkan eitt um nóttina. „Laugardaginn 8. september,“ skrifaði annar stýrimaður í skipsdag- 2f) Nýtt. S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.