Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Side 30

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Side 30
„Það er gott. Farið þegar í stað upp í brú og fáið fyrirskipanir lijá Wilmott skipstjóra." „Wilmott er látinn. Það ganga sögur um, að hann Iiafi verið myrtur í gærkvöldi." Rogers horfði á Alagna steinhissa. Hann hafði gengið til hvílu að lokinni seinustu vakt og var ókunnugt um lát skipstjórans. „Spyrjið þá AVarms!*' sagði hann loks. Alagna hljóp yfir bátaþilfarið. Þar ríkti hin mesta ringulreið. Mitt i reyk og neistaflugi unnu menn að því að gera bátana klára. Við og við létu menn sprauta á sig úr sjóslöngu til þess að slökkva í fötunum. Eld- blossar komu upp miðskips. Morro Castle valt mikið, því enn var hauga- sjór. Enn var siglt með fullri ferð. Loks komst Alagna upp í brú. „Eigum við að senda CQ til þess að skip verði viðbúin, ef við þurf- um að senda S O S ?“ spurði hann fyrsta stýrimann. Warms leit á Alagna eins og hann hefði séð sjálfan djöfulinn. „Nei, ekkert CQ!“ „Þá sem sagt strax SoS?“ spurði Alagna. „Nei, ekki heldur SOS. Það mundi kosta útgerðarfélagið hundruð þús- unda dollara að draga skipið til hafnar. Við komumst í höfn af eigin ramleik. Eftir tvær klukkustundir erum við í New York.“ „Eftir tvo klukkutíma verður búið að steikja farþegana!" hrópaði Al- agna í reiði. „Og okkur líka!" „Komið yður niður úr brúnni og skiptið yður af loftskeytatækjunum en ekki öðru!“ öskraði Warms. Alagna reyndi að komast til baka gegnum reyk og eld. „í bátana!“ hrópaði æstur mannfjöldinn. „Stopp! Ekki lengra!“ Einn yfirmannanna stóð hjá bátnum og miðaði skammbyssu. „Stopp!“ Ægilegt óp yfirgnæfði skothvellinn. Farþegi hné niður og menn stumr- uðu yfir honum. Aftur skot. Maður riðaði við. Kúlan hæfði hann í hnéð. „Hvar eru sundvestin? Látið okkur fá sundvestin!" kölluðu nokkrir menn, sem ætluðu að hlaupa fyrir borð. „Þau eru í klefunum! Vitið þið það ekki? TJndir höfðalaginu!" ,,\Tið komumst ekki inn í klefana!“ „Leyfið okkur að komast áfram!“ Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.