Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 32

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 32
Jaust upp í brú aftur! Ef AVarms lætur ekki senda SOS nú, erurn við búnir að vera!“ „Allt í lagi. Eg skal fara. Vonandi kemst ég alla leið.“ Veggur af kolsvörtum reyk var milli bátaþilfarsins og loftskeytaklefans. Alagna ruddist gegnum reykinn og upp á stjórnpallinn. „Hafið þér nýjar fyrirskipanir, Sir?“ kallaði hann inn, þar sem Warms stóð við vélsímann. „Eru loftskeytatækin í lagi?“ kallaði Warms á móti. „Getum við sent S O S ?“ „Já, þess vegna kom ég.“ Warms virtist eiga í harðri barátttu við sjálfan sig. Loks svaraði hann: „Gott, sendið út SOS!“ „Hver er staðan nú?“ „Tíu sjómílur norðvestur af Barnegat-flóa.“ Alagna flýtti sér til baka, en þéttur reykurinn hindraði för hans. Hann hljóp aftur upp á stjórnpallinn til þess að senda boð þaðan, en allur straumur var rofinn. Aftur fór hann af stað, en komst ekki gegnum reykmökkinn. Hvarvetnar voru hásetar og þjónar að festa sundvestin á ofsahrædda farþegana og hjálpa konum og börnum til bátanna. Aðrir drógu á eftir sér slöngur og tóku að bægja eldinum frá bátaþilfarinu. „Dugmiklir karlar," hugsaði Alagna. „Þeir eru úr öðrum efniviði en þessir skemmtanasjúku farþegar! Þeir hugsa ekki um sjálfa sig. Hvernig skyldi þetta enda?“ Þegar hann átti um þriðjung leiðarinnar eftir, komst hann ekki lengra. Hóstandi og hálfblindur komst hann aftur á stjórnpallinn. Þaðan lá stigi niður á B-þilfar. Alagna flýtti sér niður stigann. Nú stóð hann frammi fyrir eldhafi, sem var milli loftskeytaklefans og fremra reykháfs. Alagna hafði hlaupið fram hjá loftskeytaklefanum í öllum reykjarmekkinum. Þegar hann snéri við, sá hann bjarmann af vasaljósi Rogers fyrir framan loftskeytatækin. „Rogers, sendu út SOS!" kallaði hann. „Staða okkar?“ „Tíu mílur norðaustur af Barnegat-flóa . . Neyðarkallið var sent samstundis. „SOS . . . SOS . . . SOS . . . K G O B (kallmerki Morro Castle). Erum tíu sjómílur norðaustur af Barnegat-flóa . . .“ .32 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.