Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 34

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 34
baka hélt hann á fuglabúri í hendinni, seni hann hafði bundið um blautt handklæði. „Þetta er saklaust dýr,“ sagði hann hátt, „það á ekki að brennal" Þegar Rogers kom afturá brann stjómborðshliðin svo að segja stafna á milli. Bátarnir voru sjósettir bakborðsmegin. „Hvar er bátur nr. 14?“ hrópaði einhver. „Allir sjúklingar og börn eiga að fara í bát númer 14!“ „Það er hinumegin!" svaraði annar. „Hér kemst enginn gegnum eld- hafið." Rogers fann krafta sína endurnýjast eftir að hafa andað að sér fersku lofti. Skammt frá honum stóð gamall maður og reyndi að binda á sig sundvesti. En það var brunnið og datt í sundur. Sá gamli fleygði korkinu með ófögru orðbragði. Tvær konur reyndu að festa á sig sundvesti með aðstoð háseta. „Af hverju megum við ekki fara í bátana?" kölluðu nokkrir. „Allt verður að fara eftir settum reglum,“ svaraði viðkomandi yfir- maður. „Konurnar fyrst. Ef þið æðið um eins og brjálaðir menn, verður það til þess, að enginn kemst í bátana." Rogers hjálpaði til að koma á ró og reglu. Einn yfirmanna átti að sjá um að manna þrjá báta farþegum. En þótt þeir væru allir af vilja gerðir, gátu þeir ekki komið í veg fyrir, að þeir sem voru á neðri þiljum, börð- ust um að kornast upp stigann. Rogers sá konu liggja á þilfarinu. Kjóll- inn var rifinn, andlitið svart af reyk, á öð'rum fæti var skór, sem virtist hafa verið rauður á litinn. Mabel Davis? Rogers brá illa. Var þetta virkilega milljóneradóttirin, sem lá hérna á þilfarinu og horfði striðnuðiun augum á logatungurnar, sem höfðu næstum læst sig í hana. Hjá henni stóð gömul kona af þriðja farrými. Rogers þreif konurnar og dró þær að síðasta bátnum bakborðsmegin. ..Takið þessar tvær konur með!“ kallaði hann til fjórða stýrimanns, sem stjórnaði tveim síðustu bátunum. Þjónninn hjálpaði Rogers. „Komið þér til mín í bátinn!“ kallaði stýrimaðurinn. „Þér eruð slas- aður." „Kem seinna!" kallaði Rogers til baka. Á neðri þiljum virðist vera mikil æsing, heyrðust þaðan mikil óp og öskur. Einn yfirmannanna reyndi að koma á reglu. Stúlkuhöfuð sást í 34 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.