Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Qupperneq 37

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Qupperneq 37
Ward-línunnar í New York. Nú hugsuðu skipstjórar björgunarskipanna um það eitt að komast sem fyrst að hinu nauðstadda skipi. Eftirfarandi skeyti til „Paramouth" vakti feikna spenning: „Bjóðum tvær milljónir í björgunarlaun!" Og auðvitað hélt skipið áleiðis til Morro Castle með eins miklum hraða og vélarnar leyfðu. Sá, sem fyrstur festi dráttartrossurnar í Morro Castle mundi hljóta hin háu björgunarlaun. Þeir, sem kepptu um björgunarlaunin máttu ekki senda loftskeyti, því á þau mundi vera hlustað, og keppinautarnir mundu líka hafa hug á feitum bita. Á dráttarskipinu „Tampa" var þegar farið að undirbúa það, að skjóta kastlínu um borð í Morro Castle. Kaupskip stefnu líka með fullri ferð á Morro Castle. En vonin um ríkuleg björgunarlaun réði ekki ferð þeirra. Þeim mundi seinka um marga klukkutíma, kannski heila daga, aðeins af því að menn voru í nauðum staddir á hafinu. Þeirra takmark var það, að reyna að bjarga farþegum og áhöfn. Á stjórnpöllum skipanna stóðu yfirmenn og leituðu með sjónaukum sínum að hinu nauðstadda skipi. Hvenær skyldi eldhafið á Morro Castle koma í sjónmál? „Monarch of Bermuda", „Andrea Luckenback" og „City of Savannah" sigldu sem ákafast á þann stað, sem Rogers loftskeytamaður hafði til- kynnt í síðasta loftskeyti sínu. f framstafni Morro Castle stóð Warms fyrsti stýrimaður, sem nú var æðsti stjórnandi skipsins og einræðisherra. Vitlaus maður? „Við þiggjum enga aðstoð dráttarskipa!" sagði hann við annan stýri- mann og yfirvélstjórann. „Þá förumst við í eldinum!" sagði Abott yfirvélstjóri. „Þegið þér!“ öskraði Warms. „Voruð þér niðri meðan hinir vélstjór- arnir unnu í þessu brennandi helvíti? Eg hef vissu fyrir, að það voru ekki aðrir en vélstjóramir Buije og Trip að starfi. Hvar voruð þér, rag- geitin yðar?“ Abott starði á Warms, hann var fölur í framan, hárið límt við sót- ugt ennið. „Þér eruð innblásinn af djöflinum!" hrópaði hann. „Ætlið þér ekki enn að fyrirskipa að stöðva vélarnar? Það verður ekki hægt að setja út ■Nýtt S O S 37

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.