Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Síða 38

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Síða 38
bátana, ef við höldum þessum hraða. Ætlið þér að láta farþegana farast í eldinum? Þér eruð erkiasni!“ „Bara áfram!“ sagði Warms með háðslegum svip. „Kannski hafa ein- hverjir áhuga fyrir því seinna, að vita hvernig á því stóð, að yfirvélstjór- inn er framá skipinu í stað þess að vera á sínum stað í vélarrómi og framleiða gufu fyrir slökkvidælurnar." Ekki varð úr frekari orðaskiptum milli yfirmannanna, því í þessari andrá kom Alagna og dró Rogers með sér, sem var hálfmeðvitundarlaus. „Eg verð ekki lengur með í þessum leik!“ hrópaði Abott. „Eg fer fyrir borð!“ „Farið þér til fjandans!“ öskraði Warms. Svo gaf hann merki upp í brúna: „Stöðva báðar vélar!“ Loksins! Rétt í sama bili kom strandgæzluskipið „Tampa“ á vettvang. „Kastlínu!" hrópaði skipstjórinn á Tampa. Warms fór alveg fram á stefni, beygði sig yfir skjólborðið og hrópaði: „Nemið staðar! Enga línu! Við látum ekki draga okkur til hafnar. Við borgum ekkert. Við setjum farþegana í bátana og förum til New York með eigin vélaafli.“ Hansen heyrði, hvað Warms ætlaðist fyrir. „Það væri réttast að neyða Warms með vopnavaldi til þess að láta stjórnina af hendi.“ Hann var mjög reiður. Warms stóð í sömu sporum, rólegur á svip, hann sveið í augun af reyk og liita, en skipanir hans voru skýrar og ákveðnar. Það virtist fastur á- setningur hans að koma farþegunum í bátana og halda svo áfram. Han- sen hafði gripið um skammbyssu sína, en svo féllust honum hendur. „Hverskonar erkifífl er þetta!“ kallaði skipstjórinn á Tampa í hátlara. „Við tilheyrum strandgæzlunni. Við drögum ykkur í höfn fyrir ekki neitt! Skjótið línunni!" En fyrsti stýTÍmaður hristi höfuðið og fór upp í brú. Hásetarnir, sem höfðu undirbúið allt til þess að koma dráttartaug milli skipanna, krossbölvuðu og tvístruðust í ýmsar áttir. Þeim var ó- skiljanlegt, að sá maður, sem bar ábyrgð á lífi þeirra og farþeganna, skyldi neita þverlega allri aðstoð. Þeir snéru til bátanna til þess að hjálpa farþegunum, sem þrengdu sér að til þess að komast í sfðustu björgunarbátana. Þeir voru sannir sjó- Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.