Sagnir - 01.04.1988, Page 20

Sagnir - 01.04.1988, Page 20
Hrafnistuundrið Sjómaður í Grindauík i byrjun aldarinnar. halda í fornar framleiðsluaðferðir, þó nýjar og betri aðferðir bjóðist. Það má telja fullvíst að íslenska bændasamfélagið hafi verið komið af stigi áhættuhræðslunnar á seinni hluta síðustu aldar, til þessa bendir sauðasalan, hákarlaútgerðin við Eyja- fjörð og verslunarfélögin. Áhættu- hræðslan skýrir því ekki hvers vegna bændur lögðust gegn aukinni útgerð. Skýringin liggur í hug- myndafræði bændasamfélagsins þar sem efnahagskerfið er kerfi fé- lagslegra tengsla frekar en hag- rænna. í raun má líta á andstöðu bænda gegn sjávarútvegi sem and- stöðu gegn innleiðingu markaðs- kerfisins. Þrátt fyrir það voru þeir komnir með annan fótinn í kerfið. Vaxandi ásókn markaðskerfisins leiddi til þess að bændur, þ.m.t. út- vegsbændur, stofnuðu kaupfélög. Þannig ætluðu þeir sér að skipu- leggja sína framleiðslu og sölu sjálfir. Gott dæmi um kaupfélag út- vegsbænda var Kaupfélag ísfirð- inga, sem Skúli Thoroddsen var í forsvari fyrir. Kaupfélögin voru svar bænda. Þeim var ætlað að viðhalda því kerfi sem fyrir var en samt að taka þátt í markaðskerfinu að nokkru leyti. Kaupfélögunum tókst ekki að vernda bændur gegn kapítal- ismanum þegar til lengdar lét, en vafalaust hafa þau verið hemill á kapítalískri þróun í þeim þorpum, þar sem þau voru ráðandi í atvinnu- lífinu. Það fólk sem flutti á mölina um miðja síðustu öld sagði ekki skilið við sveitina þegar í stað. í raun var bara um aðsetursskipti að ræða í fyrstu, þ.e. í stað þess að búa í sveit- inni og fara á vertíð, var búið í ver- stöðinni eða verslunarstaðnum og róið milli þess sem farið var í sveit- ina á háannatímanum þar." Útgerð jókst eftir því sem árin liðu, fleiri fluttu á mölina, smábátum fjölgaði og skútuútgerð efldist. Aukin útgerð og saltfiskverkun kallaði á aukna verslun og þannig leiddi eitt af öðru, sbr. kenninguna um margfeldiáhrif útflutnings. „Sem mestur gróði á sem skemmstum tíma með sem minnst- um tilkostnaði", var mottóið sem menn lifðu eftir. Sem dæmi um breytt viðhorf sjómanna til vinnu sinnar má nefna, að eftir því sem fleiri tæknibreytingar komu til og hraðinn jókst styttust sjóferðabæn- irnar og er vélbátarnir komu til sögunnar voru þær endanlega af- lagðar. Hugmyndafræði bændasam- félagsins var að líða undir lok við sjávarsíðuna um aldamótin og markaðssamfélag kapítalismans að taka við. Skorið hafði verið á nafla- strenginn við sveitirnar, jafnt hug- myndafræðilega sem atvinnulega, og sjávarútvegurinn varð að lúta þeim Iögmálum sem markaðurinn setti honum. Tæknibreytingar Þeir róðrarbátar sem íslendingar notuðu voru misjafnir að stærð og gerð og fór það allt eftir aðstæðum í hverri verstöð. Litlar sem engar breytingar urðu á smíði þeirra og til- raunir stjórnvalda til að betrumbæta bátasmíðar íslendinga báru ekki árangur. Auðvitað þróaðist báta- smíðin og menn lærðu af mistök- um, en í aðalatriðum breyttust bát- arnir ekkert fyrr en seint á síðustu öld og var það vegna áhrifa frá Norð- mönnum og Færeyingum. Upp- úr aldamótunum 1800 urðu all- nokkrar breytingar á seglabúnaði en þá kom til sögunnar nýr búnaður, sem íslendingar höfðu ekki þekkt áður. Auk þess mætti nefna að til- raunir voru gerðar með smíði róðr- arvéla í báta, en þær virkuðu ekki sem skyldi. 16 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.