Sagnir - 01.04.1988, Síða 31

Sagnir - 01.04.1988, Síða 31
Innlifunarkenning Collingwoods Þessar ivcer myndir sem ég birti til gamans eru einstaklega skýrar og góðar. Lesendur geta reynt að setja sig í spor fólksins sem er á myndunum °g ímyndað sér, eða lifað sig inní líf þeirra, hvernig var að vera sjómaður eða verkamaður á íslandi fyrir stríð? Hvernig uar að taka þátt í lífs- fyarabyltingunni íslensku, þegar landinn flutti á mölina eftir um þúsund ára búsetu í sveitum landsins. Fyrsta atriðið sem þarf að átta sig á er tvískipting Collingwoods, ann- ars vegar er innhverfa atburða eða sögunnar og hins vegar úthverfa. Út- hverfan er eins konar lýsing á inn- hverfunni eins og kápan er bókinni, innhverfan er síðan allt það sem bókin segir: merkingin, hugsunin °g tilgangurinn svo eitthvað sé nefnt. Á sama hátt og lítið er á því græðandi að gaumgæfa kápu bókar, þá er fátt sem úthverfan getur sagt okkur um það hvaða þýðingu tiltek- inn atburður hefur í sögunni. Dæmi um úthverfu væri: „íslendingar ganga Noregskonungi á hönd árið 1262“, en innhverfan væri frásögn sagnfræðingsins af því hvaða merk- mgu atburðurinn hafði fyrir sögu þessa lands og í hvaða sögulegu samhengi hann átti sér stað. Innhverfan er þannig það sem gerir söguna skiljanlega og ekki hara söguna heldur allar mannlegar athafnir; við verðum að sjá einhverja merkingu, tilgang eða hugsun í at- höfninni eða atburðinum til þess hreinlega að geta rætt um hann með einhverjum hætti. Collingwood dregur þá ályktun að innhverfan sé meginviðfangsefni sagnfræðinnar Sagnfræðingurinn getur einungis komist að innhverfunni með því að lifa sig inní hana og því verður hann að lifa sig inní fortíðina. Hér verður Collingwood að setja markalínu milli sagnfræðinnar og skáldskapar. Hann gerir það með því að staðhæfa að eina viðfangs- efni sagnfræðinnar sé það sem ekki felur í sér tilfinningar eða upplifun augnabliksins. Þetta leiðir Colling- wood að þeirri niðurstöðu að sagan sé einungis saga hugsunar og í raun einungis hugsunar sem beitir ein- hverskonar íhugun eða skynsemi. Eða með öðrum orðum þá hugsun sem sagnfræðingur getur endur- hugsað eins og hann væri sjálfur orðinn sögupersónan.1’ Nú reynir Collingwood að útskýra hvernig fært er að hugsa hugsanir annars manns og vera jafnframt viss um að það séu raunverulega hugs- anir þess manns, en ekki það sem SAGNIR 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.