Sagnir - 01.04.1988, Side 40

Sagnir - 01.04.1988, Side 40
Lénsveldi eða bændasamfélag auðinn. Því miður vannst ekki tími til að taka þær tölur saman, en jarðafjöldinn gefur engu að síður allgóða hugmyd um stærð góss- anna. Auðmennirnir eru: Um miðja 19. öld: J. Sig.: Jón Sig- urðsson útvegsbóndi á Böggvisstöð- um. Hann átti m.a. 8 jarðir í hverjum þessara hreppa: Svarfaðardals, Arn- arness og Glæsibæjar, fjórar í Ólafs- firði auk slatta hér og þar. R. Th.: Ragnheiður Thorarensen, ekkja Stefáns amtmanns á Möðru- völlum. Hún átti tíu jarðir í Hrafna- gilshreppi, ellefu í Skriðuhreppi forna, átta í Arnarnesshreppi og fjór- ar í Glæsibæjarhreppi. Á síðasta fjórðungi aldarinnar: Þ. Dan.: Þorsteinn Daníelsson á Skipa- Ióni ávaxtaði jarðarauð eftir föður sinn Andrésson og átti nítján jarðir í Glæsibæjarhreppi auk annarra. Hann var Iíka umboðsmaður Möðru- vallaklausturs, sem átti um 60 jarðir í Eyjafjarðarsýslu. Þorsteinn ráðstaf- aði þannig um 90 jörðum í sýslunni af um 450. J. Sigf.: Jón Sigfússon á Espihóli átti 19 jarðir, en þar af aðeins ellefu og hálfa í Eyjafjarðarsýslu. í raun réttri ætti hann því að teljast í „smájarðeigendaflokknum", nema vegna þess að rétt norðan við sýslu- mörkin, í Svalbarðsstrandarhreppi átti hann fimm jarðir. Hann fær því að vera með í „stórmeistaraflokknum". J. Be.: Fyrrnefndur Jón Bergsson í Lönguhlíð átti m.a. ellefu jarðir í Skriðuhreppi og sex í Glæsibæjar- hreppi, einnig í Saurbæjarhreppi. Auk þessara miklu manna átti fjöldi jarðeigenda frá fjórum og upp í fimmtán jarðir. Þessi hópur meðal- stórra jarðeigenda var sterkastur í Saurbæjarhreppi, Svarfaðardal og Ólafsfirði. Hópur jarðeigenda með 2-3 jarðir var stærstur í sömu hreppum, en eigendur einnar jarðar, flest sjálfseignarbændur, dreifðust jafnt yfir alla sýsluna (sjá töflu 2 aft- ast í greininni). Samkvæmt þessu má geina tvö mismunandi jarðeignamynstur í Eyja- fjarðarsýslu (sjá kort 3). í Arnarnes- hreppi, Glæsibæjarhreppi, Hrafna- gilshreppi og Skriðuhreppi er nokk- urskonar kjarnasvæði stórjarðeig- enda, þar sem aftur og aftur safnast miklar eignir á fáar hendur. i Svarf- aðardal, Ólafsfirði og Saurbæjar- hreppi eru aftur á móti minni jarð- eigendur sé Jón á Böggvisstöðum undanskilinn. Öngulstaðahreppur er dálítið sér á báti vegna þess að meirihluti jarðeigna þar er undir Munkaþverárklaustri.18 Var dýrt að leigja jörð? Já, yfirleitt heimtuðu landeigendur 5% rentu af fasteigninni. Þetta tákn- aði að meðalbóndi, sem e.t.v. átti 45 lembdar ær og 40 sauði að vori, þurfti að greiða landeigandanum tíu sauði, eða 7,5% bústofns síns í 36 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.