Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 58

Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 58
Pétur Már Olafsson Illir verslunarhættir Um aldamótin 1700 var heldut dauft yfir Islendingum. Harðindi og aflabrestur þjökuðu þjóðina. Og ofan á allt annað bœttust svo nöturleg verslunarkjör. Petta varð til þess að ýmsir lögðu til að fyrirkomulagi verslunar yrði breytt. En þá risu einstaka menn upp og vörðu þetta kerfi, þ. á m. Arni Magnússon. Kóngur sendi íslendingum kaupsvæðaverslun árið 1684, en þá hafði einokunarversl- unin verið við lýði í rúma átta ára- tugi. Þá fór hann að bjóða upp tvær til þrjár hafnir saman. í hverju knippi voru slátur- og fiskihafnir. Aðalverslunarvörur á fiskihöfnum voru fiskafurðir, en landbúnaðarvör- ur á sláturhöfnum. Kaupmaðurinn sem bauð liæst gat síðan framleigt eina eða fleiri hafnir til þriðja aðila ef honum sýndist svo. Eina skilyrðið fyrir því að fá höfn var að vera borg- ari í Kaupmannahöfn. Utan síns svæðis máttu hvorki kaupmenn né íslendingar versla. Munurinn var þó sá að refsingar voru vægar fyrir kaupmenn en lýðurinn átti yfir höfði sér eignamissi eða jafnvel vinnu- mennsku í járnum á Brimarhólmi, — ævilangt.1 Loðin skipting kaupsvæða Mörk kaupsvæða voru ákaflega óljós. Oft lék mikill vafi á því hvorumegin bóndi bjó og víða lá beinna við að versla við rangan kaupmann en rétt- an. Þessi óhagstæða svæðaskipting var auðvitað fremur bagaleg vegna refsinganna fyrrnefndu og spruttu oft af þessu miklar deilur. Ekki máttu bændur heldur flytja verð- mæti sem þeir öfluðu á einu svæði yfir á annað. Sem dæmi má nefna að maður sem veiddi fisk í veri mátti ekki flytja hann heim með sér ef hann bjó á öðru kaupsvæði. Hann varð að afhenda kaupmannin um á staðnum aflann og fá innflutt- ar vörur í staðinn. Þær mátti hann síðan flytja heim til sín. Þó var bændum heimilt að éta fiskinn á staðnum og flytja hann í slíku formi heim til konu og barna.2 í kaupsvæðaversluninni átti að vera nokkur samkeppni milli kaup- manna. Einkaleyfisbréf þeirra frá 1684 kvað svo á um að óheimilt væri að versla við kaupmann af öðru svæði nema eigin höndlari kæmi ekki með nógu góðar vörur. Þá máttu íslendingar eiga viðskipti við einhvern annan. En hvenær var varningurinn ekki nógu góður? Sýslumenn áttu að meta gæði hans.3 En það var ekki heiglum hent. Þeir áttu óhægt um vik þar sem kaupmenn höfðu tekið jarða- bókartekjur konungs á leigu en sýslumenn sáu um að rukka lands- menn fyrir þá. Þeir voru því undir- sátar kaupmanna í þessu tilliti, — manna sem þeir áttu að veita aðhald."1 Samkeppnin var þess vegna meira í orði en á borði. Fræðimenn virðast sammála um að þetta fyrirkomulag verslunar hafi ekki verið það albesta sem völ var á. Lúðvík Kristjánsson talar um „óbær- lega verslunaráþján" en úr henni hefði mátt bæta „ef skilning og vilja skorti ekki“. Gísli Gunnarsson er ekki ánægðari en Lúðvík og segir: „Þessir hörðu verslunarhættir hafa sennilega verið meðal orsaka þess mikla harðæris, sem yfir íslendinga dundi á síðasta áratug 17. aldar.“r’ Kaupmenn greiddu háa leigu fyrir hafnirnar og þurftu því töluverðar tekjur svo þeir gætu staðið í skilum við Danakonung. Afli var hins vegar lítill við landið og hann var að mestu leyti fluttur út. Þetta ásamt öðru hafði þær afleiðingar að fólk 54 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.