Sagnir - 01.04.1988, Side 72

Sagnir - 01.04.1988, Side 72
,Þeir sem guðirnir elska ... Af hverju er brjóstamjólk betri kostur fyrir kornabörn en kúamjólk? Spendýramjólk er breytileg eftir tegundum því hún er miðuð við þarfir afkvæmanna. Til dæmis er sú mjólk auðug af eggjahvítuefnum, kalki og fosfati, sem er ætluð afkvæmum sem vaxa hratt. Þetta er einmitt eitt af einkennum kúamjólkur. Brjóstamjólk er aftur á móti ætluð bömum sem ekki stækka jafn fljótt og kálfar og er hvítuinnihald henn- ar því mun lægra en kúamjólkur. Innbyrðis hlutfall eggjahvítuefna í móðurmjólk og kúamjólk er ólíkt og eru eggjahvítuefni brjóstamjólkur auðmeltari fyrir ungbörn en kasein sem er meirihluti eggjahvítuefnis í kúamjólk. Auk þess hindra eggjahvítuefni brjóstamjólkur vöxt skaðlegra baktería í þörmum barn- anna. Barni sem nærist á kúamjólk er því hættara við að fá maga- kveisu en brjóstmylkingi. Brjóstamjólk er auðugri en kúamjólk af kolvetninu laktósa sem stuðlar að eðlilegum bakteríugróðri í þörmunum og er einnig talinn auka uppsog kalks. Móðurmjólk er fitumeiri og inniheldur meira af ómettuðum fitusýr- um en kúamjólk. Ef barn fær ekki brjóstamjólk getur það farið á mis við mótefni sem berst með mjólkinni frá móður til barns og verja það ýmsum smitsjúk- dómum. Brjóstamjólk hefur það fram yfir kúamjólk að breytast eftir næring- arþörfum barnsins á mismunandi aldursskeiðum. Barnið nýtir öll næringarefni brjóstamjólkurinnar til fulls og er óþekkt að brjóstabörn þjáist af hörgulsjúkdómum.4- bilinu 1750-1850 fengu yfirleitt ekki brjóstamjólk hefur án efa átt stærst- an þátt í því hve mörg börn dóu hér á fyrsta æviárinu. Börnin fóru á mis við móðurmjólkina sem er sniðin að næringarþörf þeirra og lætur þeim í té mótefni frá móðurinni gegn smit- sjúkdómum. En hinn mikli ungbarna- dauði stafaði einnig af þeirri fæðu sem börnin fengu í staðinn fyrir brjóstamjólkina. Almenningur virð- ist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu óþroskuð og viðkvæm melt- ingarfæri ungbarna eru og gaf þeim því sama mat og fullorðnir neyttu og helst sem mest af honum. Foreldrar vildu gera börnunum vel, líkt og góðum gesti, en í raun leiddi þessi greiðasemi börnin oft til dauða. Klæði Ungbarn og reifabarn eru samheiti, en reifun kornabarna er aldagamall siður sem tíðkast hefur meðal flestra þjóða og er sums staðar enn við lýði. Jónas Jónasson lýsir því hvernig íslensk börn voru vafin reif- um á eftirfarandi hátt: Lúðoík 13. sem reifabarn. Þó að myridin sé af frönskum koriungi á 16. öld gefur hún hug mynd um huernig börn voru reifuð og hversu óþœgilegl það hefur verið fyrir þau. Þegar þau komu úr laugartroginu, voru þau klædd í skyrtu og síðan vafin innan í vaðmálsreifa, sem náðu upp undir höku, og voru handleggirnir reifaðir með. Utan yfir var svo látinn annar dúkur og síðan vafið bandi, helzt flötu, utan um þennan ströngul (reifa- lindi). Að neðan voru reifarnir teknir saman og bundið síðan um klút eða þríhyrnu og hornið brot- ið fyrir að neðan. Svo var kappi eða húfa sett á barnið...20 Það tók oft langan tíma að setja börn í reifa, jafnvel tvær klukku- stundir,21 börnin voru því oft tímum og jafnvel dögum saman innpökkuð í sömu rýjurnar sem gat haft mjög slæm áhrif á húðina. Reifabarn var mjög þægilegt í meðförum því foreldrar gátu lagt strangann frá sér hvar sem var. Aðr- ar ástæður voru þó nefndar til að sýna fram á nauðsyn reifa, einkum sú að reifar komu í veg fyrir að barn- ið gæti misþyrmt sjálfu sér með því að rífa af sér eyrun, klóra úr sér aug- un eða brjóta útlimi. Auk þess gátu reifabörn ekki farið á fjóra fætur líkt og dýr.22 Á íslandi þekktist að reifa börn fyrstu vikur ævinnar fram á s. hl. 19. aldar.2,i Erlendis tíðkaðist að hafa börn í reifum mun lengur, jafnvel í níu mánuði, en þá voru handlegg irnir losaðir fyrr. Likt og á ís- landi tíðkuðust reifar á 19. öldinni í Frakklandi og Þýskalandi en í Eng- landi var hætt að reifa börn við lok 18. aldar.2,1 í bók sinni Barníóstran, sem kom út 1888, segir Jónas Jónassen land- læknir frá því að þegar börn komi úr reifum séu þau alls ekki nógu vel klædd. Hann bendir mæðrum á að nauðsynlegt sé að hafa börnin í buxum því að ekki sé nægilegt skjól af sokkum, klukku og kjól. Jónas telur engan vafa á því að mörg börn deyi „af því að almenningur er svo hirðulaus um klæðnað þeirra."25 Klæðalítil börn hafa þó verið í fleiri löndum en á íslandi og bendir Lloyd deMause á að líklega hafi það tíðkast í öllum löndum allt frá forn- öld að hafa börn of lítið klædd til þess að „herða" þau.26 Á íslandi voru ungbörn ekki eins 68 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.