Sagnir - 01.04.1988, Síða 73

Sagnir - 01.04.1988, Síða 73
,Þeir sem guðirnir elska ... Það uoru bœði ríkir og fátœkir sem misstu börn sín ung. A þessari mynd afPétri Þorsteinssyni sýslumanni og fjölskyldu hans sem máluð var 1769 sjáum við hjónin ásamt þeim 10 börnum sem þau eignuðust. Aðeins fjögur barnanna náðu fullorðinsaldri en strönglarnir sex fremst á myndinni sýna þau börn sem hjónin misstu. lengi í reifum og víðast' í Evrópu. Lömun eða afmyndun útlima sem þéttar reifar í langan tíma geta or- sakað voru því fátíðar hér. Hins veg- ar tryggðu reifar að börnum var hlýtt. Oft voru reifarnar þó hland- blautar sem gat haft slæm áhrif á húðina og leitt til sýkingar. „Fúið er þetta“ Munnmælasaga hermir að kerling ein sem var að þvo barni hafi fengið eyra barnsins í lófann. Þá varð henni aðeins að orði: „Fúið er þetta“.27 Þó að skinnleysi og húð- veiki hafi þjáð mörg börn vegna lé- legrar umhirðu skulum við vona að þessi saga eigi ekki við nein rök að styðjast. Hitt er þó víst að ekki var miklu hreinlæti fyrir að fara á 18. öld og allt fram til loka 19. aldar. Fyrsta baðið fengu íslendingar nýfæddir og voru síðan þvegnir nokkrum sinnum fyrstu vikurnar, „en svo kom sjaldan eða aldrei vatn á líkama manna að sjálfráðu upp frá því.“ Líkt og mannslíkaminn var fatnaður þveginn eins sjaldan og komist var af með og rúmföt og rekkjuvoðir ekki oftar en einu sinni eða tvisvar á ári.28 Þegar svo lítið er hirt um líkama og fatnað eins og á íslandi á 18. og 19. öld er engin furða að ósjálf- bjarga reifabörn þjáist af húðkvillum eins og raunin var. Húð þeirra komst jú sjaldan í snertingu við hreint vatn eða loft þar sem þau voru yfirleitt innpökkuð í reifa sem voru oftar en ekki rakar af hlandi og saur. Léleg hirðing hefur vafalaust valdið börnunum miklum kvölum og e.t.v. getað leitt þau til dauða þar sem sóðaskapurinn var mestur. Það voru ekki aðeins útvortis sýk- ingar sem sóðaskapur gat valdið heldur einnig innvortis kvillar. Dús- urnar sem stungið var upp í börnin > tíma og ótíma voru útbúnar úr misjafniega óhreinum dulum og það sem í þeim var kom úr ýmsum munnum svo þær gátu borið alls konar smit og sýkingar í börnin. Og eins og annað voru matarílát barn- anna sjaldan þrifin svo mjólkin súrnaði oft í þeim og gat orsakað niagakveisu.29 Erfitt er að meta þau áhrif sem lít- ið hreinlæti hefur á ungbarnadauða en víst er að aukið hreinlæti og bætt þekking á ýmsum sóttkveikjum við lok 19. aldar átti drjúgan þátt í því að fækka þeim börnum sem dóu á fyrsta aldursári. Húsaskjól íslenskir bæir voru um aldir byggðir úr þeim efnivið sem landið bauð upp á. Lágreist hús úr torfi og grjóti hafa skýlt landsmönnum fyrir kulda og vindi en því miður ekki regni nema að litlu leyti. Af lýsingum erlendra ferðamanna á 18. og 19. öld er greinilegt að raki og fúi hefurverið mikill í bæjarhús- um þrátt fyrir tilraunir til að verjast hvoru tveggja. Ekki var þó aðeins um að kenna lekum efnivið því húsaskipan var oft afleit einkum norðanlands þar sem vatn gat safn- ast í ótal sund sem voru á milli bæjarhúsa. Einnig gat verið að bæjarstæðið væri á rökum grunni og bærinn mikið niðurgrafinn.30 Raki og fúaloft í húsum var ekki það besta fyrir kornabörn sem voru mikið inni einkum fyrstu vikurnar eftir fæðingu. Og ekki bætti úr skák að baðstofurnar voru fullar af reyk vegna lélegs eldsneytis sem bland- aðist „óþef af öllum búnaði manna, að ógleymdum mannslíkamanum sjálfum."31 Ekki bætti það loftið inni í bæjunum að oft voru kýr hafðar inni á veturna til að fá af þeim hita. Voru þær þá undir palli eða þiljaðar af í baðstofunni.32 Munur á híbýlum eftir efnahag var nokkur á íslandi en þó ekki eins mikill og víðast hvar í Evrópu þar sem fjölbreyttara framboð var á byggingarefni. Munurinn hér fólst einkum í frágangi innandyra en þeir SAGNIR 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.