Sagnir - 01.04.1988, Síða 79

Sagnir - 01.04.1988, Síða 79
Rjómabú 200 til 1000 kr. hvert sem þótti „all- góður búbætir".18 Meira um starf rjómabúanna Fyrsta búið sem tók til starfa, Sels- búið, hóf starfsemi sína 10. júlí árið 1900 og starfaði þá í 8 vikur. Þetta bú var samvinnusmjörbú og voru stofnendur þess 5 talsins. Þeir voru Guðmundur Jónsson Efra-Seli, Har- aldur Sigurðsson Hrafnkelsstöðum, Jón Jónsson Syðra-Seli, Magnús Jónsson Bryðjuholti og Magnús Magnússon Hvítárholti.19 Þetta fyrsta bú starfaði í stofuhúsi hjá Jóni bónda Jónssyni í Syðra-Seli en árið 1902 var búið flutt að Áslæk í sömu sveit. Búið starfaði að Seli við erfiða kosti og aðstæður. Áhöld voru léleg en ódýr. Framleiðslan þetta fyrsta sumar varð 3000 pund smjörs sem selt var til Englands á 75-78 aura pundið. Rekstrarkostnaður var 16 aurar á pund. Árið 1901 starfaði Selsbúið í 11 vikur, félagsmenn voru þá níu og áttu samtals 53 kýr og 530 ær. Útflutningurinn nam 4125 pundum og fengu bændur 67 aura fyrir pund en rekstrarkostnaður var 15 aurar á pundið. Ljóst má vera að mikil búbót hefur verið fyrir bændur að fá peninga fyrir smjörið. Það rétti hag þeirra mjög, því lítið hafði verið um útflutningsviðskipti frá dögum sauðasölunnar en ullar- vörur og saltkjöt voru einnig seld erlendis auk smjörs. Fyrstu árin störfuðu búin sem mjólkurbú vegna þess að skilvindur voru ekki almennar meðal bænda.20 Framleiðslukostnaður rjómabú- anna var mismunandi mikill. Hann var tiltölulega meiri hjá minni rjóma- búunum miðað við smjörpundið eða 20-30 aurar. Framleiðslukostn- aður hélst tiltölulega stöðugur árin 1902 til 1910, hækkaði úr 11,3 aur- um/pund árið 1902 upp í 12,3 aura/ ound árið 1910 en þó var kostnaður- inn 12,7 aurar árið 1909.21 Hækkun- >n á þessu 8 ára tímabili var því alls 8,85%. Á sama tímabili jókst hlutur bænda úr 64 aurum upp í 75 aura eða um 17,2% á þessu tímabili. Þessu samhliða fór bændum fjölg- andi í rjómabúum (sjá töflur), starfs- tíminn lengdist úr 76 dögum í 100 daga að meðaltali en orsakirnar má rekja til aukins kúabúskapar og að bændur hættu fráfærum. Meðal- fjöldi kúgilda á hvert rjómabú óx úr 138 í 212 kúgildi. Óhætt er því að telja að rekstrarlegur grundvöllur búanna hafi batnað eftir því sem árin liðu og hafi náð hámarki rétt fyrir stríð þótt tölur yfir allt landið frá 1911 til 1915 séu ekki til staðar. Tölur um starfsemi sunnlensku rjómabúanna frá 1911 til 1915 sýna að meðalfjöldi bænda í hverju búi var 49 árið 1913 en þeim fækkaði um fimm á einu ári.22 Árin 1911 til 1913 störfuðu rjómabúin 120-123 daga árins að meðaltali en 1914 aðeins 75 daga og 1915 98 daga. Tæplega 300 kúgildi voru um hvert rjómabú að meðaltali nema að árið 1914 voru þau rúmlega 200. Árin 1911-12 fengu sunnlenskir bændur 85 aura greidda fyrir pundið en árið 1913 féll verðið um 8 aura en hækk- aði á næstu árum. Framleiðslukostn- aðurinn var misjafn milli ára en var að meðaltali 12,5 aurar. Eftirtektarvert er hvernig tölurnar yfir rjómabúin á Suðurlandi skera sig úr og eru hærri en landsmeðaltal Úlflulningur snijörs var undir vörunærkinu „Dariish butter". SAGNIR 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.