Sagnir - 01.04.1988, Síða 86

Sagnir - 01.04.1988, Síða 86
s s Lára Agústa Olafsdóttir Margur er smjörs voðinn að er kunnara en frá þurfi að segja að mjaltir og búverk voru allt fram á þessa öld talin til kvenmannsverka. Því skýtur það nokkuð skökku við að karlmenn hafi tekið upp á því um aldamótin síðustu að stofna mjólkurskóla til þess að stúlkur gætu lært að búa til smjör. Og þvert á það sem búast hefði mátt við voru karlar á sama tíma að skrifa um illa verkað smjör og vandamál við smjörgerð, rétt eins og þeir þættust geta gert betur. Það verður þó að segjast eins og er að þeir sem létu sig smjörgerðina helst varða voru „kunnáttumenn" í faginu, þeir Grönfeldt skólastjóri mjólkurskólans og Sigurður Sig- urðsson ráðunautur. Pistill þessi er hluti af stærra verki, þ.e. BA-ritgerð minni Mjótkur- skólinn á Hvítárvöllum og rjóma- bústýrur. Hér er aðeins staldrað stuttlega við fáein atriði og vísa ég til ritgerðarinnar sjálfrar með ná- kvæmari tilvísanir og önnur efnis- atriði. Mjólkurskólirtn. Hlutuerk og ski/yrði Megintilgangurinn með stofnun skólans var að gera stúlkur hæfar til þess að veita rjómabúum forstöðu. Auk þess átti að veita tilsögn í mjölt- um í skólanum, mennta aðstoðar- stúlkur á rjómabúin o.fl. Stúlkur sem vildu „nema almenna kunnáttu í mjólkurmeðferð til þess að verða góðar húsmæður"1 áttu einnig að fá þar inni. Frumskilyrði þess að komast í skólann var að vera kona. Þótt pilt arnir í Bændaskólanum á Hvanneyri hafi átt kost á leiðsögn verður ekki annað séð en það hafi aðeins átt við um mjaltir og mjólkurreikninga. Sennilega hefur rótgróin venja boð- ið mönnum það að stúlkur skyldu sjá um smjörgerðina en það eru aðr- ar skýringar til: Þessi bú [mjólkurbú og rjómabú] verða framan af hvorki stærri né umfangsmeiri en það, að kven- fólki er treystandi til að annast störfin á þeim, enda eru stúlkur að flestu leyti vel til þess fallnar, að hafa þau á hendi. Mjólkurbús- störfin eru því sjálfsögð atvinna fyrir þær. Karlmenn hafa nóg ann- að að stunda, enda hygg eg þá standa eigi stúlkunum fremur í því, sem mest er um vert, en það er þrifnaðurinn, til þess að leysa smjörgerðina vel af hendi. En til stærri átaka og allra stórræða eru þeir sjálfkjörnir.2 Af fleiri skilyrðum sem sett voru fyrir inntöku í skólann má nefna þroska, þ.e. að stúlkurnar væru fullþroskað- ar.! Sennilega hafa stúlkur verið taldar fullþroskaðar um átján ára aldur því aðrar heimildir tala um þann lágmarksaldur. Stúlkurnar þurftu auk þess að vera læsar, sæmilega skrifandi og þekkja a.m.k. fjórar höfuðgreinar í reikningi, vera þrifnar, samviskusamar, dyggar og við góða heilsu. Námsgreinar Talsverðar breytingar urðu á skóla- starfinu þau átján ár sem skólinn starfaði. Nýjar námsgreinar tóku við af öðrum en megináhersla var alltaf lögð á að nemendur lærðu mjólk- urreikninga, mjaltir og verklega vinnslu mjólkurinnar. Fyrsta skóla- árið fengu þær einnig tilsögn í þvottum og ræstingum, fræðslu í mjólkurmeðferð, bæði skriflega og munnlega og lærðu að mæla fitu í mjólk. Árið eftir bættust við tvær kennslustundir á viku í búpenings- rækt og prófmjöltun. Þegar skólinn Magnea Ósk Halldórsdóttir (t.u.) og Þurtður ? (t.h.). Þœr uoru i Mjólkurskólanum ueturinn 1916-17 og standa fyrir framan rjómauiklina sem uar í skólanum. Meðal þess sem stúlk- urnar þurftu að hafa með sér í skólann uar falnaður, með stuttum ermum, til þess að uera í uið mjaltir. Einnig þurftu þœr klœðnað til þess að uera í uið mjólkuruinnsluna, margar huítar suuntur, mjólkurbúshúfu og tréskó. 82 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.