Árbók Reykjavíkurbæjar - des. 1941, Síða 7

Árbók Reykjavíkurbæjar - des. 1941, Síða 7
V Verklegar framkvæmdir bæjarins hófust fyrst til verulegra muna eftir 1907, er farið var að leggja holræsi í götur, vatns- og gasveitu var komið upp, sem og síðar höfn og rafmagnsveitu. Fram til þess tíma hafði mikil kyrrstaða ríkt í framkvæmd bæjarmálanna. Hinar stórfenglegu breytingar i atvinnulífinu, fólksfjölgunin í bænum og kröfur hins nýja tíma tækninnar höfðu í för með sér, að hefjast varð handa. Stofnun borgarstjóraembættisins mun ekki hafa verið frum- orsökin til þeirra miklu framkvæmda, er nú hófust. En stofnun þess var nauðsynlegt skref, til að hægt væri að hrinda hinum verklegu framkvæmdum áfram. Gangur flestra þeirra mála hef- ir verið rakinn í stórum dráttum í þessari bók, og skal hér látið nægja að vísa til þess. Eins og að líkindum lætur, hefir rekstur bæjarins lengst af verið fáþættur og bæjarlífið í heild sinni fábreytt. Hefir því verið auðvelt að fylgjast með gangi málanna og hafa yfirlit yfir þau. Á því hefir orðið mikil breyting á siðari árum. Eins og nú er komið er ógerlegt að fá heild- aryfirlit yfir bæjarmálin, án þess að leita margháttaðra upplýsinga um þau. Þær upplýsing- ar hafa hvergi verið fyrir hendi á einum stað. Hingað til hafa ekki aðrar upplýsingar verið birtar um hin eiginlegu bæjarmálefni, en bæj- arreikningamir, prentaðir siðan 1915 (í útdrætti nokkur ár þar á undan), skýrslur um barna- skólana 1923—’27 og skrá yfir styrkþega 1911—’25, sem og útsvarsskrá um alllangt skeið. Þá gaf bæjarstjómin út sérstaka skýrslu um húsnæðismál árið 1928. Aftur á móti hafa ýmsar skýrslur verið gefnar út varðandi Reykjavík að tilhlutun ríkisins, t. d. manntalsskýrslur, heilbrigðisskýrsl- ur, skýrslur um verðlag, atvinnuleysi, veðráttufar o. s. frv.. Bæjarreikningurinn, aðalheimildin um fjármálastjórn bæjarins, hefir haft inni að halda reikn- inga yfir tekjur og gjöld bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja, og yfirlit yfir eignir og skuldir síðan 1921. Eins og vænta má hefir mikil breyting orðið á færslu reikninganna á þessu tímabili, niður- röðun efnis, flokkun mála o. s. frv. Er því mjög erfitt að fylgjast með þróun fjármála bæjar- ins, þótt þessi gögn liggi fyrir. Um aðrar nærtækar heimildir fyrir gangi bæjarmálanna, hefir ekki verið að ræða. 1 riti því, er hér birtist, hefir verið leitazt við að sýna gang ýmsra helztu mála bæjarins með tölum eða í töflum. Hefir verið stuðzt bæði við prentaðar og óprentaðar heimildir. Þeirri reglu hefir yfirleitt verið fylgt, að rekja heimildimar eins langt aftur í tímann og kostur er á, og sleppa ekki úr árum né draga árin saman í lengri tímabil. Þótti rétt að viðhafa þessa aðferð hér, þar sem um byrjunarverk er að ræða. Þá hefir og allmikið af skýrslum, sem birzt hafa annars staðar, verið teknar hér með. Er hvorttveggja, að margt af þessum skýrslum er dreift, og viða nokkuð erfitt um aðgang að þeim fyrir almenning. Tír flestum þessum skýrslum hefir verið unnið allmikið hér, bæði til að sýna sem bezt afstöðu Reykjavíkur til alls landsins, þar sem svo hagar til, og afstöðubreytingu, sem tíminn, hin líðandi stund, veldur. Með flestum töflunum, sem þarfnast skýringa, hafa verið birtar athugasemdir. Er því óþarfi, enda ógerlegt rúmsins vegna, að ræða þær frekar hér. Þess má þó geta, að niðurröðun efnisins eftir málefnaflokkum er nokkum veginn heilsteypt. Hins vegar hefir víða orðið að víkja nokkuð frá rökréttri niðurröðun efnisins innan hinna einstöku málefnaflokka, vegna takmörkun- ar rúmsins. Sundurliðun eða framsetning efnisins yfirleitt er og sömu takmörkum háð. Það, sem enn vantar tilfinnanlega fyrir Reykjavík og raunar landið í heild, eru sundurlið- aðar (eftir atvinnustéttum, atvinnugreinum o. s. frv.) hagfræðilegar upplýsingar (statistik) um atvinnuvegi, eignir, tekjur, skatta, húsnæðismál o. þ. h. Áður langt um líður er nauðsynlegt að hefjast handa um öflun áframhaldandi heimilda um öll þessi mál. Öll hagskoðun á hinum þjóð- félags- og efnahagslegu viðfangsefnum vorum er mjög erfið og viða óframkvæmanleg, vegna skorts á heimildum. Glöggar og itarlegar hagfræðilegar heimildir eru eitt af frumskilyrðunum fyrir því, að hægt sé að stjórna hinum opinberu málum, svo að vel fari. Reykjavik í desember 1941. BJÖRN BJÖRNSSON.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222

x

Árbók Reykjavíkurbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Reykjavíkurbæjar
https://timarit.is/publication/1047

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.