Árbók Reykjavíkurbæjar - dec. 1941, Side 122
Bæjargjöld í Reykjavík (til innheimtu) kr.
Fasteignaskattur: Útsvör Fasteignaskattur: Útsvör
Ár Húsa- gjöld Lóða- gjöld Samtals Ár Húsa- gjöld Lóða- gjöld Samtals
1875 3745 3745 8941 1895 938 5167 6105 20963
1876 — 4755 4755 11180 1896 973 5332 6305 21709
1877 — 4455 4455 11077 1897 1044 5670 6714 22623
1878 — 4312 | 4312 9185 1898 1146 6122 7268 | 25195
1879 — 3592 3592 11542 1899 1274 6484 7758 I 28174
1880 — 3207 3207 11499 1900 1340 6760 8100 i 31106
1881 — 3358 3358 13218 1901 1403 6942 8345 33237
1882 — 3431 3431 13836 1902 1566 7678 9244 38128
1883 — 3589 3589 16112 1903 1784 8416 10200 i 42291
1884 — 3768 i 3768 16888 1904 1942 9197 11139 | 45293
1885 — 3964 3964 17523 1905 2123 9276 11399 i 48455
1886 — 4064 4064 17648 1906 2307 10198 12505 | 54651
1887 — 4101 4101 21044 1907 ,, 10964 „
1888 — 4127 4127 21106 1908 2629 12031 14660 | 77209
1889 — 4356 4356 23460 1909 2773 12282 15055 í 90633
1890 — 4486 4486 21771 1910 3012 12400 15412 í 94114
1891 585 4699 5284 20778 1911 3060 12310 15370 1 102478
1892 862 4878 5740 19379 1912 7156 12796 19952 115251
1893 896 4943 5839 19759 1913 12083 13056 25139 j 129182
1894 929 5041 5970 20990 1914 8735 13467 22202 j 152930
Aths.: Árið 1877 voru sett lög (1. nr. 18, 19. okt.) um bæjargjökl í Reykjavíkurkaupstað, er
gengu í gildi 1. jan. 1878. Með þeirn lögum var innleitt lóðagjald af byggðri og óbyggðri lóð. Um
leið var afnuminn skattur af timbur- og múrhúsum, samkv. reglugjörð frá 27. nóv. 1846, og
skattur af tómthúsum og óbyggðum lóðum, samkv. opnu bréfi frá 26. sept. 1860 (sbr. aths. við
bamask.). — Samkv. lögunum frá 1877 skyldi greiða lóðagjald til bæjarsjóðs: a. Af öllum húsum
í lögsagnarumd., 3 au. af hverri ferh. al. af flatarmáli grunnfl. húsa. b. Af hverri ferh. al. óbyggðr-
ar lóðar í landareign kaupst., % eyr. — Með lögum nr. 16, 19. sept. 1879 um breyt. á 1. frá 1877,
var 3 au. gjaldið fært niður í 2 au. fyrir torfbyggingar, sem voru til 1. jan. 1878. — Árið 1924
voru sett ný lög (1. nr. 36, 4. júní) um bæjargjöld í Reykjavík. Með þeim lögum var lagt fast-
eignagjald á allar fasteignir í bænum. Um leið var afnumið lóðagj. samkv. ofann. lög. frá 1877,
en það hafði haldizt alveg óbreytt allt tímabilið frá 1879. — Ennfremur voru úr gildi numin
ákvæði varðandi sóthreinsun í lögum nr. 20, 15. okt. 1875 um brunamál í Rvík. Þar segir: „Sót-
urum þeim, sem bæjarstj. ræður til þess, ber að sjá um hreinsunina fyrir það kaup, sem bæjar-
stj. ákveður með gjaldskrá.“ Sótaragjöld var fyrst farið að innheimta sem tekjur bæjarsj. frá
1. júlí 1891, enda kom kostn. við sóthr. fyrst til útgj. í bæjarr. árið 1892. Samkv. gjaldskr. frá
1882 og 1884 var sóthr. gjaldið 66 au. fyrir reykh. og 50 au. fyrir eldstæði í einlyftu húsi, en helm-
ingi lægra í torfbæ og tvöfalt hærra í tvílyftu húsi. Samkv. gjaldskrá frá 21. jan. 1915 var sót-
aragj. kr. 2 fyrir einnar og kr. 4 fyrir tveggja hæða reykháf. Frá 1. jan. 1920 var sótaragj. mið-
að við brunabótamat húsanna, og nam Víc af virðingarverðinu. —- Með lögum um bæjargj. frá
1924 voru einnig úr gildi felld ákvæði varðandi sorp- og salernahr. i lögum nr. 42, 11. júlí 1911 um
gjöld til holræsa og gangstétta í Rvík o. fl. Þar segir á þessa leið: Bæjarstj. getur tekið að sér
sorp- og salernahreinsun í öllum bænum eða nokkrum hluta hans, og má fela einstökum mönn-
um eða fél. að framkvæma það. -— Fyrir kostnaði við hreinsun má leggja gjald á hús þau, sem
hreinsað er hjá, eftir gjaldskrá, sem bæjarstj. semur en stjómarráðið staðf. Húseigandi greiðir
gjaldið. — Fram til ársins 1919 var salernahreinsunargjaldið miðað við tölu fólks, og reiknað-
ist þannig: Af 3 manna kr. 2,30, af 4—10 manna kr. 3,30 og af 6—10 manna salernum kr. 5,00.
Frá 1919 til 1924 miðaðist hreinsunargj, við brunabótamat húsanna og nam 3% af virðingar-
verðinu. — Með lögum um bæjargj. fr. 1924 var innleitt almennt húsagjald í stað sót-, sorp-
og salemahreinsunargjaldanna, enda tekið fram, að bærinn annaðist alla hreinsunina (og rottu-
eyðingu) húseigendum að kostnaðarlausu. Samkv. þeim lögum skyldi greiða fasteignagjald: a. Af
öllum húsum 8'/cc. b. Af öllum byggingarlóðum 6%c. c. Af öllum öðrum lóðum 1%C af fasteigna-
matsverði. — Árið 1937 voru sett ný „lög um tekjur bæjar- og sveitarfélaga“ o. fí. (1. nr. 69, 31-
des.) og 1. um bæjargj. frá 1924 úr gildi numin. Samkv. hinum nýju lögum var kaupst. heimilt að
leggja á fasteignaskatt, er næmi: 1. Af byggingarlóðum, byggðum og óbyggðum, allt að 2%-
2. Af húseignum, og öðrum mannvirkjum, allt að 1%. 3. Af túnum, görðum, reitum og öðrum
lóðum og lendum allt af 0,5%. Undanþegnar skatti skyldu vera allar fasteignir bæjarsj., nema
leigulóðir og jarðir í leiguábúð. Áður höfðu allar fasteignir bæjarsj. verið undanþegnar skattinum-
Nú urðu leigjendur byggingarlóða og erfðafestul. o. s. frv. að greiða þennan fasteignaskatt til
bæjarsj., auk leigugjaldsins, en það hefir alltaf verið 5% af virðingarverði fyrir byggingarlóðir.
Fasteignaskatturinn skyldi miðast við fasteignamat, og bæjarstj. ákveða upphæð hans til 5 ára
með reglugj. Reglug. bæjarstj. um fasteignask., samkv. lög. frá 1937, var staðf. af ráðuneyt. 22. nóv.
1938 og öðlaðist gildi 1. jan. 1939. Skatturinn var ákveðinn í reglug.: Af byggingarl. 1%. Af hús-
eignum 1%. Af túnum o. s. frv. 0,5%. —• 1 lögum um bæjargj. í Reykjavíkurkaupstað, nr. 18,
19. okt. 1877, er gert ráð fyrir að jafnað sé niður útsvörum eftir efnum og ástæðum, samkv.
tilskip. um bæjarstj. í kaupst. Rvk., 20. apríl 1872 (22. gr.), „til að standast útgjöld bæjarins,