Árbók Reykjavíkurbæjar - des. 1941, Síða 202
188
vík til útlanda, með því skilyrði, að 3% af
söluverði þeirra „yrði afhent landsstjóminni til
ráðstöfunar, ásamt bæjarstjóm Reykjavíkur,
til dýrtíðarhjálþar handa fólki, sem atvinnu
hefir haft af fiskveiðum á sjó og landi.“ (Sbr.
bréf stjórnarr. til bæjarstj., dags. 22. okt. 1917).
Hundraðsgjald þetta nam kr. 135600,00. I febr.
1919 kaus bæjarstj. þriggja manna nefnd „til
þess í samvinnu við fulltrúa frá félögunum
„Dagsbrún“, ,,Hásetafélaginu“ og „Framsókn“
að gera tillögur til bæjarstjómarinnar um ráð-
stöfun á fé því,“ sem að ofan greinir. Nefndin
gekk frá tillögum til bæjarstj. á fundi, sem
haldinn var 31. marz 1919. Tillögur nefndarinn-
ar voru samþykktar af bæjarstjóm 3. april s. á.
Fénu skyldi verja þannig: 1. Kt'. 100000,00 „til
að mynda styrktarsjóð fyrir sjómanna- og
verkamannafélög (karla og kvenna) í Reykja-
vík, þau sem nú eru eða síðar kunna að verða
stofnuð, og sem eru í Alþýðusambandi lslands“.
2. Kr. 25000,00 „skal varið til styrktar „Sjúkra-
samlagi Reykjavíkur“.“ — 3. „Afganginum af
ofannefndu fé skal varið til að stofna alþýðu-
bókasafn i Reykjavík, undir stjóm bæjarstjórn-
ar.“ Stjórnarráðið féllst á þessa ráðstöfun fjár-
ins. Bæjarstjórn kaus fjögra manna nefnd þ.
4. marz 1920 „til að gera tiliögur um stofnun
alþýðubókasafns". Nefndín gekk frá tillögum
sínum þ. 12. nóv. 1920, og vom þær samþ. af
bæjarstjórn 18. s. m. Þar segír m. a.: „Bæjar-
stjórnin samþykkir að stofna alþýðubókasafn
.... Til þess að standa straum af kostnaði við
stofnun safnsins, ákveður bæjarstjóm að nota
það fé, sem ætlað er til alþýðubókasafns af
botnvörpungafénu frá 1917.“ Fé þetta nam kr.
10600,00, auk vaxta af kr. 135600,00 í nálega
iy2 ár, eða til 3. apr. 1919, að talið var, að
„fjárskipti" hefðu farið fram, með ofannefndri
samþykkt bæjarstjórnar. Bæjarstjórn kaus
fyrstu stjórn Alþýðubókasafns Reykjavíkur 18.
nóv. 1920, en safnið tók fyrst til starfa 19.
apríl 1923.
III. Gjafasjóðir.
1. Sjúkrahússjóður Reykjavíkurbæjar.
Stjórn sjúkrasjóðs Reykjavíkur samþykkti á
fundi sínum 13. júlí 1910, að stofna sjóð, er
nefndist „Sjúkrahússjóður Reykjavíkurbæjar",
af eignum félagsins. Stofnféð var kr. 21324,06
(þ. a. húseignin Þingholtsstræti 25, kr. 17308,00
en hinn hlutinn verðbréf og bankainnstæða).
Skipulagsskrá fyrir sjóðinn var sett á ofan-
nefndum fundi félagsstjórnarinnar, en staðfest
af ráðherra, eftir konungsboði, 7. okt. s. á.
Bæjarstjórn samþykkti, 18. ágúst 1910, að veita
sjóðnum viðtöku og skuldbatt sig jafnframt til
að halda skipulagsskrá hans. -— Tilgangur sjóðs-
ins var, samkv. skipulagsskránni, „að koma upp
sjúkrahúsi fyrir bæinn, er geti bætt úr þörf
hans á hentugu sjúkrahæli fyrir þá, sem af
sveit þiggja, og jafnframt gert öðrum bæjarbú-
um, sérstaklega fátæklingum, kost á ódýrri
sjúkrahúsvist.“ Bæjarstjórn er í sjálfsvald sett,
hvenær hún reisir sjúkrahús þetta, og ver hún
þá eignum sjóðsins til húsbyggingarinnar og
áhaldakaupa." Verði afgangur af fénu, skal
verja % ársvaxta hans til sjúkrahalds, m. a.
vegna fátækra sjúklinga, en % þeirra skal
leggja við höfuðstólinn. Breyting á skipulags-
skránni er „því að eins lögleg, að % allra bæjar-
fulltrúa greiði atkvæði með henni á lögmætum
bæjarstjórnarfundi og landsstjórnin staðfesti
hana.“ — Sjúkrahúsfélag Reykjavíkur var
stofnað af nokkmm embættismönnum og kaup-
mönnum á afmælisdegi konungs, Friðriks VII,
þ. 6. okt. 1863. Tilgangur félagsins var að koma
upp sjúkrahúsi i bænum. Aflaði félagið fjár í því
skyni með beinum framlögum félagsmanna,
samskotum, hlutaveltum o. s. frv. Árið 1865 gaf
kaupm. Carl H. Siemsen félaginu hús, sem stóð
á horni Kirkjustrætis og Suðurgötu, þar sem
Hjálpræðisherinn er nú, til minningar um föður
sinn, er lézt þá um veturinn. Félagið tók svo
að starfrækja þar sjúkrahús haustið 1866. Gaf
maður nokkur í Edinborg 12 járnrúm til spítal-
ans. Félagið aflaði sér og aðstoðar frá því opin-
bera. T. d. fékk það lán úr svon. læknasj. til
húsbyggingarinnar, 1000 rd., og síðar naut það
um skeið styrks úr þeim sjóði, 400 rd. á ári, sbr.
bréf dómsmálaráðun. til stiftsyfirvaldanna dags.
13. jan. 1872. Reykjavíkurbær mun ekki hafa
lagt neitt að mörkum til starfseminnar. Árið
1884 flutti félagið starfsemina í nýtt hús, er það
hafði látið reisa í Þingholtsstræti 25. Þar var
sjúkrahúsið rekið, þangað til það var lagt niður
1902, um leið og St. Josefsspítali tók til starfa.
Læknaskólinn hafði þar aðsetur þangað til Há-
skóli Islands var settur á stofn 1911 eða nokkru
lengur, sem og Ljósmæðraskólinn, fram til þess
tíma, að húsið var gert að farsóttaspítala. —
Vegna taugaveiki, sem gekk í bænum 1917, var
nauðsynlegt að einangra sjúklinga, sem ekki var
mögulegt að fá rúm fyrir á sjúkrahúsinu í
Landakoti. Fyrir velvild frakkneska konsúlsins
fengust lánaðar sjúkrastofur í frakkneska spítal-
anum. Starfrækti bærinn þar farsóttaspítala frá
24. apríl til 2. ágúst. Legudagar sjúklinganna
voru samtals 539. Kostnaður við þessa ráðstöfun
var kr. 4207,38. Af þeirri upphæð endurgreiddu
sjúklingar kr. 2166,00. Kostnaður bæjarsjóðs af
starfrækslunni var því kr. 2041,38. — Árið 1918
hélt bærinn uppi sams konar starfsemi og árið
áður, einnig á sama stað, sömuleiðis vegna
taugaveiki. 1 influenzunni var spítalinn og not-
aður fyrir sjúklinga með þeirri veiki. Alls komu
á spítalann þ. á. 60 sjúklingar og legudagar
voru samt. 1504. Kostnaðurinn varð kr. 21501,45.
Sjúklingar endurgreiddu kr. 5796,40. Hrein út-
gjöld bæjarsjóðs vegna spítalahaldsins voru kr.