Árbók Reykjavíkurbæjar - dec 1941, Qupperneq 203
189
15705,05. Árið 1919 mun sams konar starfsemi
hafa verið rekin í Sóttvarnahúsinu við Fram-
nesveg-. I byrjun ársins 1920 (þ. 13. febr.) var
starfsemin flutt í hús sjúkrahússjóðsins, Þing-
holtsstr. 25, sem bærinn hefir starfrækt sem far-
sóttaspítala síðan. Húsið var þá aðallega notað
til íbúðar. Fram til 14. maí 1920 hafði bærinn
aðeins til umráða % hæðina niðri (húsnæði ljós-
mæðraskólans áður), en þá keypti bæjarsjóður
húseignina af sjúkrahússjóði fyrir kr. 42550,00.
Á eigninni hvíldi veðdeildarlán að upphæð kr.
2550,00, sem bæjarsj. tók við, en kr. 40000,00
voru greiddar með 6)4 % skuldabréfum bæjar-
sjóðs. — I lögum frá 1932, 23. júní, um breyt-
ingu á lögum nr. 16, 20. júni 1923, um varnir
gegn kynsjúkdómum segir (2. gr.): ,.Semja skai
við sjúkrahús í Reykjavík um, að allt að 10
rúm sé jafnan til taks fyrir sjúklinga með kyn-
sjúkdómum“. Var fyrst í ráði, að koma þeirri
sjúkradeild upp í Farsóttahúsinu, Þingholtsstr.
25. Úr því varð þó ekki. Á árinu 1933 varð að
samkomulagi milli borgarstjóra og stjórnar
Landsspitalans, að bærinn byggði hús fyrir sér-
staka kynsjúkdómadeild á lóð spítalans, sem
yrði hluti af lyflækningadeild hans, og frá upp-
hafi eign spítalans. Var bærinn reiðubúinn til
að leggja fram % kostnaðar gegn y3 framlagi
annars staðar að, sem svaraði til venjulegs rikis-
framlags til sjúkrahúsa i kaupstöðum. Lands-
spítalinn skyldi hins vegar láta í té sjúkrahús-
vist fyrir 10 kynsjúklinga, fyrir daggjald það,
sem ríkissjóði bar að greiða fyrir þessa sjúkl-
inga, samkv. lögunum frá 23. júní 1932. Sam-
komulag náðist og við stjórn Landsspítalasjóðs
Islands um, að sjóðurinn legði fram ys af stofn-
kostnaði við deildina, allt að kr. 15000,00 (sbr.
bréf dóms- og kirkjumálaráðun. til borgarstj.
dags. 5. júlí 1933). Bæjarráð samþykkti svo 28.
júlí 1933 að sjúkrahússjóður leggði fram %
kostnaðar við hið fyrirhugaða kynsjúkdómahús
í sambandi við Landsspítalann, allt að kr.
30000,00. Staðfesti bæjarstj. þá samþykkt fyrir
sitt leyti 3. ágúst s. á. Á árunum 1933—35 lagði
sjóðurinn fram kr. 31045,26 til byggingar húss-
ins, innanstokksmuna og áhalda. Annað fé hefir
sjóðurinn enn ekki lagt fram til sjúkrahúsbygg-
ingar.
2. Blómsveigasjóður Þorbjargar Sveinsdóttur.
Sjóðurinn er stofnaður með skipulagsskrá,
dags. 5. júní 1903. Stofnféð var kr. 1500,00, er
gáfust á leiði Þorbjargar ljósmóður Sveinsdótt-
ur. Tilgangur sjóðsins er, samkv. ósk Þorbjarg-
ar, að styrkja fátækar sængurkonur í Reykjavík,
og skyldi hann taka strax til starfa. Höfuðstóll
sjóðsins skal standa óskertur og leggist á ári
hverju kr. 20,00 af vöxtunum við hann, sem og
það, er sjóðnum kann að gefast. Það, sem er
umfram kr. 20,00 af vöxtunum, sé árlega skipt
meðal fátækra sængurkvenna, og fái hver kona,
er styrks nýtur, minnst kr. 10,00. Bæjarstjórn
hafi stjóm sjóðsins með höndum, en feli nefnd
þriggja kvenna, úthlutun styrksins, og skulu
þær gefa bæjarstjórn skýrslu um úthlutunina.
Þegar ársvextir sjóðsins nema kr. 1000,00, getur
bæjarstjóm tekið aðra ákvörðun um ráðstöfun
þeirra en skipulagsskráin ákveður. Þeim skal þó
varið til styrktar fátækum sængurkonum i Rvik.
3. Sjóðurinn „Hallveig".
Sjóðurinn er stofnaður með skipulagsskrá,.
dags. 2. marz 1918. Stofnféð var kr. 600,00,
gefnar af Eiríki Briem. Sjóðurinn skal ávaxtað-
ur óbreyttur á milli aldamóta, í aðaldeild Söfn-
unarsjóðs Islands, þannig, að vextimir leggist
árlega allir við höfuðstólinn. Um tilgang sjóðs-
ins segir skipulagsskráin:....Á hverjum alda-
mótum má fiytja helming innstæðunnar inn í
deild hínnar æfinlegu erfingjarentu ... Bæjar-
stjórn Reykjavíkur skiptir þeim hluta af in’ni-
stæðu sjóðsins í hluti, er séu 1000 kr. hver.
Þessir hlutir „ganga til manna, er á aldamót-
unum hafa kosningarétt til bæjarstjórnar í
Reykjavík", og ræður hlutkesti, hverjir hlutina
fá. Sér bæjarst. um hlutkestið. Þegar sjóðurinn
er orðinn svo stór, að hver kjósandi getur fengið
1000 kr. í hlut, þarf ekkert hlutkesti, og skiptast
upphæðir þá jafnt milli þeirra allra. 1 skipu-
lagsskránni segír ennfremur: „Bæjarstjórn
Reykjavíkur gefur, áður en ár er liðið frá alda-
mótunum, stjóm Söfnunarsjóðsins skýrslu um,
hvað hverjum manni hefir hlotnazt ..., og flyst
það þá með vöxtum frá aldamótum inn í deild
hinnar æfinlegu erfingjarentu undir nafni hans
sem vaxtaeiganda". Sjóðurinn er kenndur við
Hallveigu, fyrstu húsmóðurina í Reykjavík.
Hann var afhentur borgarstjóra, ásamt skipu-
lagsskrá, með bréfi gefanda, dags. 11. sept. 1920.
4. Gjafasjóður Sighvatar Bjarnasonar frá 1890.
Sjóðurinn er stofnaður með skipulagsskrá eða
gjafarbréfi, dags. 6. marz 1890. Stofnféð var
kr. 100,00 gefnar af Sighvati Bjamasyni, síðar
bankastjóra. Sjóðurinn skal ávaxtast óhreyfður
í Söfnunarsjóði Islands, eða annarri jafntryggri
stofnun. Leggist vextirnir árlega allir við höfuð-
stólinn, þangað til sjóðurinn er orðinn kr. 200000
eða kr. 500000, ef bæjarstjórn sýnist svo. „En
þegar sjóðurinn hefir náð þeirri upphæð, skal
það á valdi þáverandi bæjarstjórnar að ákveða,
með samþykki æðsta valdsmanns landsins —
hafi hann þá nokkur afskipti af bæjarmálefnum
—- hvort fénu skuli öllu varið til einhvers stór-
kostlegs fyrirtækis í þarfir Reykjavíkurkaup-
staðar eður hvort aðeins skuli verja vöxtunum
.... til að styrkja eitthvert það framfarafyrir-
tæki, er bænum eða bæjarbúum mætti að gagr.i
koma.“ Tilefni sjóðstofnunarinnar var það, að
gefandi vildi „endurgjalda bænum á eirhvern