Árbók Reykjavíkurbæjar - Jul 1953, Page 21
L.ögsagnarumdæmi Reykjavíkur
o
O
A-ths.: Yfirlitsmynd þessi sýnir, í stórum dráttum, lögsagnarumdæmi Keykjavíkur og stækk-
Un þess (sbr. aths. við töflu bls. 2). Lóðaskrárritari (Árni Árnason) gerði kortið, sem myndin
er tekin eftir, fyrir Reykjavíkursýninguna 1949.
tiltekið, hvaða land bæjarbúar skyldu hafa
afnota til beitar.
Saerinn varð hins vegar ekki sérstakt lögsagn-
arumdæmi, fyrr en hér var skipaður bæjarfógeti
^úeð konungsúrskurði 15. apríl 1803. Þar er ekki
úiinnzt á stærð lögsagnarumdæmisins. Lögsagn-
arumdæmið mun fyrst hafa verið skýrt afmark-
að með konungsúrskurði 24. febrúar 1835. Um
ieið var bæjarlandið stækkað. Jörðin Hlíðarhús
',eign prestsetursins Helgafells í Snæfellsnessýslu),
asamt hjáleigunni Ánanaustum, var þá lögð
undir lögsagnarumdæmið, sem og jarðirnar Sel,
■^fnarhóll og Rauðará, ásamt meðfylgjandi kot-
Ulu. ennfremur Örfirisey. Takmörk lögsagnar-
unidæmisins voru samkvæmt því: Vestan jarð-
irnar Eiði og Lambastaðir, sunnan Skildinganes-
land og austan Laugarnesland.
Lögsagnarumdæmið hefir verið stækkað fimm
sinnum síðan 1835:
1894 með lögum nr. 5, 23. febr. s. á.
1923 — — — 46, 20. júní s. á.
1929 — — — 49, 14. júní s. á.
1932 — — — 69, 8. sept. 1931
1943 — — — 52, 14. apríl s. á.
Eftirtaldar jarðir hafa verið lagðar undir lög-
sagnarumdæmið, ásamt lóðum og löndum, sem
úr þeim höfðu verið seld:
Framhald á bls. 4.