Árbók Reykjavíkurbæjar - júl. 1953, Blaðsíða 200
182
Bæjarútgerð Reykjavíkur,
1947 1948 1949 1950 1951
tJthaldsdagar, tala 287 512 1124 931 1970
Lifur, föt 1814 3430 5861 5152 8082
Fiskur tonn: 1. Isvarinn: Landað erlendis 2818 5150 10504 3725 6958
Til frystingar — — 131 1065 2884
— herzlu — — — — 698
1. Samtals .... 2818 5150 10635 4790 10540
2. Fiskur til mjölvinnslu .... — 2849 6114
3. Saltfiskur — — — 1938 2978
Aths.: Togarar. 1 ársbyrjun 1943 skipaði bæj-
arráð, samkv. ályktun bæjarstjómar, nefnd, er
hafa skyldi á hendi rannsókn á því, „hvernig
greitt yrði fyrir vexti útgerðar í bænum". Verk
nefndarinnar — sjávarútvegsnefndar Reykjavík-
urbæjar — var á næstu árum aðallega í því fólgið
að vinna að því, á vegum bæjarstjórnar og bæj-
arráðs, að hingað til bæjarins kæmi tiltölulegur
hluti þeirra fiskiskipa, vélbáta og togara, er þá
voru, fyrir milligöngu ríkisstjórnarinnar, byggð
erlendis. Ríkisstjórnin samdi um smíði á fiski-
skipum erlendis sem hér segir: 1 Svíþjóð 45 vél-
bátum 1944 og 5 vélbátum 1945. 1 Bretlandi 30
togurum 1945, tveimur til viðbótar 1946 og 10
togurum 1948. Af þessum 42 togurum voru 4
dieseltogarar. Tveir af fyrstu 30 og tveir af
seinustu 10.
Samkvæmt tillögu nefndarinnar gerði bæjar-
stjórn þá kröfu til ríkisstjórnarinnar, að hingað
yrði úthlutað 20 þeirra 30 togara, sem samið var
um smíði á í Bretlandi 1945, en það hlutfall
miðaðist við hlutdeild togara í Reykjavík í tog-
araflota alls landsins á ánmum 1919—39. Bæjar-
stjóm lýsti jafnframt yfir, að hún væri reiðu-
búin til að kaupa þá togaranna, sem útgerðar-
fyrirtæki einstaklinga í bænum óskuðu ekki eftir
kaupum á.
Við úthlutun 20 þessara 30 togara til umsækj-
enda, sem fram fór hjá Nýbyggingarráði 30. apríl
1946 eftir hlutkesti, komu 7 eimknúnir togarar
í hlut Reykjavíkurbæjar, auk 5 togara, sem út-
gerðarfélög í bænum hlutu. Bænum var og út-
hlutað einum dieseltogara til viðbótar án hlut-
kestis. Bæjarráð fól sjávarútvegsnefnd að gera
tillögu um ráðstöfun togaranna. Lagði nefndin
til, að útgerðarfyrirtækjum og einstaklingum,
búsettum í bænum, yrði gefinn kostur á að
ganga inn í samninga um smíði togaranna, enda
tækjust væntanlegir kaupendur á herðar þær
skuldbindingar, er samningunum fylgdu, og upp-
fylltu viss skilyrði af hálfu bæjarins. Bærinn
áskildi sér rétt til að halda eftir fyrsta togar-
anum, sem komið hafði í hlut bæjarins og þeg-
ar hafði verið gefið nafnið Ingólfur Amarson,
enda yrði síðasti eimknúni togarinn þá einnig
undanskilinn, ef ekki fengjust kaupendur að
öllum.
Bæjarráð samþykkti 17. maí 1946 að bjóða
togarana út, samkv. tillögum nefndarinnar. Að-
eins 5 umsóknir bárust (ein þeirra mánuði eftir
að umsóknarfrestur var útrunninn), og óskaði
enginn umsækjendanna eftir dieseltogaranum.
Bærinn hafði þannig þrjá þeirra 8 togara, sem
honum hafði verið úthlutað, á hendinni, og lá
því ekki annað fyrir, samkvæmt fyrri yfirlýs-
ingu bæjarstjómar, en stofna til útgerðar um þá.
Við síðari úthlutun Nýbyggingarráðs var bæn-
um úthlutað einum togara í viðbót af fyrstu 30
togurunum, öðrum dieseltogaranum, en hinn hafði
bærinn hlotið áður, eins og að framan greinir. —•
Eftirgrennslan hjá togarafyrirtækjum í bænum
leiddi í Ijós, að ekkert þeirra óskaði eftir að
fá þennan dieseltogara, fremur en þann fyrri,
og kom því í hlut bæjarins að kaupa hann. Urðu
togararnir í eigu bæjarins þannig fjórir.
Öðrum þeirra tveggja togara, sem samið var
um smíði á 1946, var Reykjavíkurbæ úthlutað,
en nokkur útgerðarfélög i bænum óskuðu eftir
að fá hann keyptan, og afsalaði bærinn sér hon-
um til eins þeirra.
Af hinum 32 nýju togurum, sem ríkisstjómin
samdi um smíði á árin 1945 og 1946, komu
þannig alls 15 til Reykjavíkur (þ. a. 10 fyrir
milligöngu bæjarins). Vantaði því allmikið á,
að óskum sjávarútvegsnefndar og bæjarstjórnar,
um, að 2/3 nýju togaranna yrði ráðstafað hing-
að, væri fullnægt.
Er rikisstjórnin samdi um smíði 10 togara til
viðbótar á árinu 1948, sótti bæjarstjórn því um
að fá til bæjarins 7 þeirra. Var bænum út-
hlutað fjórum, þ. a. einum dieseltogara. Engir
kaupendur fengust að þeim togurum, enda urðu
þeir miklu dýrari en hinir fyrri, m. a. vegna
gengisfellingar ísl. krónunnar vorið 1950, en auk
þess voru þeir stærri og búnir fiskimjölsvélum.
Bæjarstjórn varð því, í samræmi við fyrri yfir-
lýsingar sínar, að bæta öllum þessum togurum
við útgerð bæjarins.
Togarar Bæjarútgerðar Reykjavíkur komu til
landsins í þessari röð:
1. Ingólfur Arnarson ...... 17. febr. 1947
2. Skúli Magnússon ........... 8. júlí 1948
3. Hallveig Fróðadóttir ... . 28. febr. 1949
4. Jón Þorláksson ........... 18. apr. 1949
5. Þorsteinn Ingólfsson .... 9. marz 1951
6. Pétur Halldórsson ........ 11. júní 1951
7. Jón Baldvinsson .......... 25. júní 1951
8. Þorkell máni ............. 23. jan. 1952
Svo sem að framan getur, eru þrír togaranna,
nr. 3, 4 og 8, dieseltogarar.
Fiskverkunarstöð og birgðageymsla. Bygging
stöðvarinnar hófst 11. ágúst 1950. Var hún byggð
úr amerískum herskálum og Vibró- og vikursteini-
Hún tók til starfa 10. febr. 1951, og fiskþvottur
hófst þar 16. apríl s. á. Við stöðina var reist
ketilhús, ásamt kaffistofu, er rúmar 100 manns,
salernum, fatageymslu og bækistöð fyrir yfir-
verkstjóra og útborganir til verkafólks. Stærð
framangreindra bygginga er sem hér segir: