Árbók Reykjavíkurbæjar - jul. 1953, Side 48
30
Tala baðgesta í Sundlaugum Reykjavíkur.
Full- Jan. Febr. Marz Apríl Maí Júní Júli Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des. Samtals
orðnir:
1936 .... 1320 360 1680
1937 .... 609 490 248 5 — 1385 5323 3852 2498 1074 1402 385 17271
1938 .... 909 818 1191 2395 3095 3248 9115 9131 4640 2602 1785 1612 40541
1939 .... 1304 1746 4264 4668 6469 7584 4451 4799 2966 2772 1961 1312 44296
1940 .... 1783 2035 2690 3140 4915 7003 11176 10111 7399 9317 6158 8417 74144
1941 .... 6733 5339 7145 8437 13460 13326 12346 10939 8262 7126 5756 3342 102211
1942 .... 4221 4001 4713 5602 6597 9361 10061 14715 9702 3619 3308 3228 79128
1943 .... 3065 2240 3545 4414 8382 8149 9618 11481 7184 5253 4198 3835 71364
1944 .... — — — 5265 6035 6796 11755 7931 5475 2773 2265 1955 50250
1945 .... 1582 2460 4343 4487 6186 7808 7436 4327 5341 4349 3891 2572 54762
1946 .... 2111 2990 3963 3553 7574 7111 8903 9508 6115 4887 3242 2595 62552
1947 .... 2841 3131 3907 4827 7349 10983 9360 7385 6255 5089 3516 2723 67366
1948 .... 3526 4392 5145 8074 9446 10521 10563 9124 6454 5724 5060 4657 82686
1949 .... 2606 3610 5008 4727 7989 8430 10702 10652 8386 8665 6293 2537 79605
1950 .... 3822 3183 5583 7279 10129 10891 12119 12172 9850 4236 2422 4156 85842
Börn:
1948 .... — — — 1044 6000 4140 3196 4102 2592 3196 2000 400 26670
1949 .... 520 1042 2012 1902 4331 5128 3987 4051 4243 4261 2260 478 34215
1950 .... 1115 711 2079 3719 5885 5943 6381 6699 5407 2338 727 910 41894
Ath.: Sundlaugar þær, sem nú eru notaðar,
voru byggðar á síðari hluta ársins 1907 og tekn-
ar í notkun á öndverðu árinu 1908. Voru þær
strax afgirtar með bárujámsgirðingu og bað-
klefar byggðir upp að henni innanverðri að norð-
an, en 1911 var bætt við baðklefum að vestan.
Vorið 1910 var steinpípa lögð frá þvottalaugunum
og heitt vatn leitt þaðan í sundlaugina, en áður
var laugalæknum veitt í hana um tréstokk. Vatn-
ið frá þvottalaugunum reyndist of heitt og var
því nauðsynlegt að blanda það köldu vatni, sem
fyrst var leitt frá brunni undir laugaholtinu, en
það gekk illa (vatnið var blandað mýrarrauða og
brunninum hætti við að þorna upp), og var því
brátt lögð æð frá vatnsveitukerfi bæiarins til
lauganna, eða á árinu 1911. — Eftir að heitavatns-
pípan var lögð til lauganna 1910, voru þær opnar
almenningi allt árið, en áður voru þær lokaðar
yfir vetrarmánuðina.
Á árinu 1936 fóru fram gagngerðar endurbæt-
ur á laugunum, og var þá m.a. byggt baðklefa-
og afgreiðsluhús vestan við þær, um 340 m2 að
flatarmáli, og sólskýli fyrir baðgesti að austan,
bæði karla og konur, samtals um 230 m2, en
áður vom sólbaðsskýli litil og ófullkomin. Kostn-
aðurinn við þessar endurbætur var, samkv. bæj-
arreikningi 1936, kr. 19.546,68.
Hið nýja hús var opnað almenningi til afnota
6. nóv. 1936. Var þá farið að innheimta aðgangs-
eyri fyrir fullorðna, kr. 0,20, sem hækkaði í kr.
1,00 þ. 1. apr. 1948, og jafnframt tekið að selja
börnum aðgang, kr. 0,25. Hafa þessi gjöld hald-
izt óbreytt síðan.
Yfir s'undlaugina lá göngubrú úr timbri, sem
var gerð um leið og Iaugin var byggð 1907. Haust-
ið 1950 (okt./nóv.) var brú þessi rifin og steypt-
ur skilveggur í laugina á sama stað ásamt hráka-
rennu, sem áður hafði alveg vantað, svo og göngu-
brú með handriði.
Þeir, sem sækja laugamar vegna sundnáms eða
sundæfinga (nemendur barnaskólanna, íþrótta-
fólk og lögreglumenn), em ekki taldir með i töfl-
unni.
Tala baðgesta í Hafnarbaði Reykjavíkur.
Jan. Febr. Mars Apr. Maí Júní Júlí Ág. Sept. Okt. Nóv. Des. Samtals
Ár 1945 .... 20 748 949 1154 1615 976 921 1293 1403 1266 1112 11457
1946 .... 1198 1204 1439 1386 1946 1645 1403 1655 1818 1881 1777 1720 19072
1947 .... 1677 1602 1839 1952 2248 1740 1573 1478 1855 1856 2011 2314 22145
1948 .... 2011 1944 1657 1456 1450 1751 654 1668 1412 1378 1250 1438 ! 18069
1949 .... 981 1054 1341 1308 1356 1576 1414 1131 1763 1669 1537 1438 16568
1950 .... 1284 1108 1358 1464 1645 1526 1147 840 1508 1457 1511 1339 16187
Aths.: Vorið 1943 (3. maí) samþykkti hafnar-
stjórn að fela hafnarstjóra að koma upp salern-
um til afnota við höfnina, en hafnarstjóm hafði
áður haft mál það til meðferðar og gert sam-
þykktir þar að lútandi. Varð enn allmikill drátt-
ur á framkvæmdum. Loks var ein af gömlu ver-
búðunum, vestan við Grófarbryggjuna, tekin til
þeirra þarfa og þar komið upp fjómm salem-
um, ásamt þremur handlaugum, auk 6 steypi-
baða. Hófst starfsemi þar I febr. 1945, sem rek-
in hefir verið með sama eða svipuðu sniði allt
frá byrjun. — Tvö síðustu árin var tala nót-
enda salemanna um 19 þús. og handlauganna
um 14 þús. hvort árið, en var mun hærri áður,
einkum árið 1947, eins og baðgestanna.