Árbók Reykjavíkurbæjar - jul 1953, Qupperneq 82
64
Bústaðavegshús
Tala húsa Tala íbúða Flatarm. m2 Rúmmál m3 Áætl. (4 bygg.kostn.
2 herb. 3 herb. 4 herb. Samt. Pr. m3 kr. 1000 kr.
Gerð I 27 54 54 108 4181,8 24791 7128 288
Gerð II 26 — 52 52 104 5023,2 29911 8008 268
Samtals .... 53 54 106 52 212 9205,0 54702 15136 277
Aths.: I ág. 1949 hóf bærinn byggingu 25
íbúðarhúsa við Bústaðaveg og þar í grennd, með
100 íbúðum, og jafnmargra húsa og íbúða í apr.
1950. — Útvegaði bærinn byggingarleyfi fyrir
ö,llum þessum húsum, en auk þess lögðu ein-
staklingar fram fjárfestingarleyfi fyrir nokkr-
um íbúðum, svo að alls verða byggð þarna 53
hús, að tilstuðlan bæjarins, með samtals 212
íbúðum, sem seldar verða einstaklingum.
Húsin eru af tveim gerðum, hvert með fjór-
um íbúðum, tveim í hvorum enda. Flatarmál
og áætlaður hálfur byggingarkostnaður ibúð-
anna er, sem hér segir:
Gerð I 2 herb. niðri 64,11 ms 55 þús. kr.
— 13 — uppi 79,64 — 77 — —
— II 3 — niðri 83,47 — 66 — —
— II 4 — uppi 99,00 — 88 — —
Auk þess sem íbúðimar á efri hæð eru um
16 m! stærri en íbúðir neðri hæðar, fylgir íbúð-
unum uppi þakrýmið. — Em þær íbúðir verð-
lagðar 22 þús. kr. hærra til kaupenda en íbúð-
imar niðri, miðað við áætlaðan hálfan bygg-
ingarkostnað. — Hverri íbúð fylgir eldhús, steypi-
bað og geymsla. — Auk þess er á neðri hæð
þvotta- og þurrkherbergi (11,11 m2), sameigin-
legt fyrir hinar tvær íbúðir í hvomm húsenda,
og er þar einnig komið fyrir tveim miðstöðvar-
kötlum, hvorum fyrir sína íbúð.
Sá háttur hefir verið á hafður við byggingu
þessara húsa, að bærinn lætur steypa húsin, múr-
húða og mála að utan með steinmálningu („snow-
cem“), gera þau fokheld með jámklæddum þök-
um (ómáluðum), fullgildum útihurðum og gleri
í gluggum (grunnmáluðum). Bærinn lætur og
ganga frá þakrennum og sérstöku hitunarkerfi
fyrir hverja ibúð. — Er áætlað, að kostnaðurinn
við þessar framkvæmdir nemi helming endanlegs
byggingarkostnaðar húsanna, og er það sú upp-
hæð, sem tilfærð er í töflunni hér að ofan. —
Þá fjárhæð lánar bæjarsjóður kaupendunum til
50 ára með 3% ársvöxtum gegn 1. veðrétti í
íbúðunum. — Afborganir og vextir greiðast með
jöfnum mánaðargreiðslum.
Kaupendum er skylt að hafa fullgert íbúðir
sínar innan tveggja ára frá því, að framkvæmd-
inn bæjarins við húsin er lokið, en bærinn læt-
ur einnig ganga frá raflögnum I húsunum, og
er kostnaðurinn við það ekki innifalinn í láninu.
— Ef kaupendur óska þess, fullgera verktakar
íbúðirnar að öðru leyti, samkvæmt fyrirfram
ákveðnum reglum, annars er kaupendunum heim-
ilt að gera það sjálfir, undir umsjón verktak-
anna eða annarra byggingarmeistara, sem bera
þá ábyrgð á framkvæmdinni gagnvart byggingar-
nefnd. Við undirskrift kaupsamnings greiða kaup-
endur tryggingarfé — 15, 20 og 25 þús. kr.
eftir stærð íbúða, tveggja, þriggja og fjögurra
herbergja, og gengur það til greiðslu á kostnaði
við raflagnimar, en mismuninn fá kaupendurnir
endurgreiddan til að fullgera íbúðirnar, eftir
nánara samkomulagi. — Bærinn áskilur sér for-
kaupsrétt og forleigurétt að íbúðunum, eftir nán-
ar settum reglum, þannig að komið er í veg
fyrir, að hægt sé að ráðstafa þeim í gróðaskyni.
Frh. af bls. 63.
En með framangreindum lögum nr. 14/1952 er
ríkisstjórninni heimilað að lána sveitarfélögum
4 millj. kr. til útrýmingar á heilsuspillandi íbúð-
um, samkv. III. kafla laganna frá 1946. Með
breytingu á þeim lögum, sem um getur hér á
eftir, var ákveðið, að lánskjör á fé því, sem
ríkissjóður leggur fram á árinu 1952, samkv. III.
kafla laganna, skuli vera þau, að ársvextir séu
5(4 % og lánstiminn 20 ár.
Með lögum nr. 27/1952, 22. jan., um breyting
á 1. nr. 44/1946, er bætt við þau lög nýjum
kafla, er nefnist: Lánadeild smáíbúðarhúsa. Þar
segir: „Stofna skal lánadeild, sem veitir einstakl-
ingum í kaupstöðum og kauptúnum lán til bygg-
inga smárra íbúðarhúsa, er þeir hyggjast koma
upp að nokkru eða verulegu leyti með eigin vinnu
sinni og fjölskyldu sinnar. — Ríkissjóður legg-
ur fram 4 milljónir króna sem stofnfé lána-
deildarinnar." Er það framlag veitt samkv. fram-
angreindum lögum um ráðstöfun á tekjuafgangi
ríkissjóðs 1951. Lánadeildin tók til starfa í lok
febr. 1952, sbr. auglýsingu félagsmálaráðim. 29.
febr. — Fyrir lánum til smáibúðabygginga,
samkv. lögunum, skulu sitja barnafjölskyldur,
ungt fólk, sem stofnar til hjúskapar, og fólk,
sem býr í heilsuspillandi húsnæði, er ekki verð-
ur útrýmt með íbúðarbyggingum sveitarfélaga,
samkv. III. kafla laganna. Lán til hverrar smá-
íbúðar má eigi vera hærra en 30 þús. kr„ láns-
tími allt að 15 ár, ársvextir 5(4%. Skal það
tryggt með 2. veðrétti í húseigninni, en á 1. veð-
rétti má eigi hvíla hærri upphæð en 60 þús. kr.
Smáíbúðarhús við Sogaveg/Grensásveg: Sum-
arið 1950 efndi bæjarráð til athugunar á mögu-
leikum á því að gera einstaklingum i bænum
kleift að koma sér upp smáíbúðarhúsum. I apríl
1951 stofnaði bæjarráð svo til samkeppni um
tillöguuppdrætti að gerð smáhúsa á svæði (aust-
an Grensásvegar milli Sogavegar og Bústaða-
hverfis), sem valið hafði verið fyrirhuguðu smá-
húsahverfi. Samkvæmt ályktun Alþingis frá 6.
marz 1951 hafði bygging smáíbúðarhúsa, allt
að 80 m1 að grunnfleti og 260 ms að rúmmáli,
verið gefin frjáls. Skyldu uppdrættimir miðað-
ir við þá stærð húsa, þó þannig, að hægt væri
að byggja þau í tveim áföngum, 55 m2 og 80 m1,
sem og að síðar væri hægt að stækka þau í
nálega 100 mJ.
1 júlí/ág. 1951 var úthlutað 112 lóðum á áður-
nefndu svæði undir smáhús. Var umsækjendun-
um, gegn vægu gjaldi (kr. 200,—), gefinn kost-
ur á að byggja eftir þrem þeirra uppdrátta, sem
borizt höfðu, og að áliti sérstakrar dómnefnd-
ar reyndust beztir, en dómsniðurstöður hennar
vom birtar síðari hluta júlímánaðar. Hafa um
100 umsækjendanna valið aðra hvora teikning-
anna, sem fengu 1. og 2. verðlaun, og byggt
húsin á hinu leyfða hámarki (80 m3 og 260 m’)-
Annars var mönnum frjálst að byggja eftir öðr-
um teikningum, og hafa nokkrir umsækjendanna
notað sér það.