Árbók Reykjavíkurbæjar - júl. 1953, Blaðsíða 112
94
Grunnkaup í daglaunavinnu í Bvík eftir kaupgjaldsflokkum.
Verkamenn Verkakonur
I II III IV V VI VII VIII I II III
1942 2,10 2,23 2,40 2,75 3,60 1,40
1944 2,45 2,75 2,75 2,75 2,90 3,00 — 3,60 1,64 — —
1946 2,65 2,80 2,80 2,90 2,90 3,00 3,30 3,60 1,77 — —
1947 2,80 2,95 2,95 3,05 3,05 3,15 3,40 3,75 1,85 1,90 2,00
1949 3,08 3,15 3,20 3,25 3,30 3,40 3,60 4,00 2,00 2,05 2,20
. — — — — — — — — 2,20 — 2,30
1950 9,24 9,45 9,60 9,75 9,90 10,20 10,80 12,00 6,60 — 6,90
— hækk. % - 2,27 3,90 5,52 7,14 10,39 16,88 29,87 — — 4,55
Aths.: Tímakaupstaxtar þeir, sem tilfærðir eru
í töflunni, eru samkvæmt samningfum Vinnuveit-
endafélags Islands (Vinnuveitendasambands Is-
lands frá 1949) og bæjarstjórnar Reykjavíkur við
Verkamannafélagið Dagsbrún og Verkakvennafé-
lagið Framsókn, Reykjavík. Samningarnir hafa
verið undirritaðir sem hér segir:
Vinnuv. Bæjarstj. Vinnuv.
Dagsbr. Dagsbr. Frams.
1942 . . 22. ág. 16. okt. 14. sept.
1944 .. 22. febr. 29. febr. 10. maí
1946 .. 1. marz 1. marz 7. marz
1947 . 5. júlí 5. júlí 28. marz
1949 .. 20. júní 20. júní 23. marz
— — — 7. júlí
Samningstímabilið hefir verið, samkv. ofangr.
samn. Vinnuv.fél. og Dagsbr.: 1942 og 1944 6
mán., 1946 eitt ár, 1947 frá 5. júlí til 15. okt
og 1949 frá 20. júní til 15. des. — Uppsagnar-
frestur hefir verið einn mánuður eftir öllum
samn., og skyldu þeir allir framlengjast um 6
mán. í senn, væri þeim ekki sagt upp á til-
skildum tíma, nema samn. 1949, en með honum
var framlengingartímabilið stytt í 3 mán. —
1 samningi Verkakv.fél. Frams. frá 1942 giltu
sömu skilmálar um samningstímann og hjá Dags-
brún s. á. — Sá samn. Frams. var framlengdur
1944 og 1946 með breytingum, er tóku ekki til
samn.tímabilsins. 1 samn. 1947 giltu sömu skil-
málar og áður, að öðru leyti en því, að fram-
lengingartímabilið var lengt í eitt ár. Samn. 1949
skyldi gilda frá 23. marz 1949 til 14. marz 1950,
en skilm. annars þeir sömu og 1947. — Sum-
arið 1949 varð þó samkomulag milli aðila um
breytingar á þeim samn., bæði á timakaupi, sbr.
töflu hér að ofan, og ákvæðisvinnukaupi við fisk-
þvott (hækk. 7%), sbr. töflu bls. 97. Samkomu-
lag um þetta var undirritað 7. júlí, en gekk í
gildi 11. s. m.
Með lögum nr. 22/1950, 19. marz, um gengis-
skráningu, launabreytingar o. fl., var ákveðið,
að hætt skyldi að greina á milli þágildandi grunn-
kaups og þeirrar kaupgjaldsvisitölu — 300 —,
sem verðlagsuppbót hafði verið reiknuð eftir frá
ársbyrjun 1948, og allt grunnkaup þrefaldað.
Breytingar hafa ekki orðið á grunnkaupinu frá
því á árinu 1949 til ársloka 1951, en á því ári
var samið um breytingu á þeim reglum, sem
settar voru með gengisskráningarlögunum 1950
um greiðslu verðlagsuppbótar á hin rýru grunn-
laun.
1 lögum nr. 10/1939, um gengisskráningu og
ráðstafanir í því sambandi, var svo fyrir mælt,
að allt kaup, sem greitt var við gildistöku lag-
anna 4. apr. s. á., skyldi óbreytt standa til 1. apr.
1940, að öðru leyti en þvi, er tæki til verðlags-
uppbótar.
Bann þetta var, með lögum nr. 2/1940 um br.
á ofangreindum lögum, framlengt fyrir allt árið
1940. Á árinu 1941 gilti engin lögbinding kaup-
Framh. á bls. 95.
Framh. af bls. 93.
eftir þann tíma. Ákvæðið um verðlagsuppbót á
laim opinberra starfsmanna hélzt óbreytt.
1 maí 1951 gerðu vinnuveitendur og verkalýðs-
félög með sér samning (dags. 21. maí), þar sem
þágildandi samningar þessara aðila um kaup og
kjör framlengdust til 1. júní 1952 með nýjum
ákvæðum um verðlagsuppbætur.
Samkvæmt þeim ákvæðum skyldi greiða verð-
lagsuppbót, er breyttist ársfjórðungslega frá 1.
júni 1951 að telja, miðað við kaupgjaldsvísitölu
næsta mánaðar á undan, reiknaðri eftir sömu regl-
um og vísitalan 123 var reiknuð fyrir des. 1950
(sbr. hér að framan). Slík full verðlagsuppbót
skyldi þó aðeins koma á laun, sem eigi væru
hærri en kaup í almennri verkamannavinnu, sam-
kv. þágildandi samningum, þ. e. kr. 9,24 á klst.,
kr. 423,— á viku eða kr. 1830,— á mánuði. —
Sá hluti launanna, sem þar væri umfram, skyldi
aðeins bættur með 23%, eða verðlagsuppbót þess
hluta launa miðast áfram við visitölu 123. Hlut-
fallið milli dagvinnukaups og kaups fyrir eftir-,
nætur- og helgidagavinnu, að viðbættum verð-
lagsuppbótum, skyldi þó haldast óbreytt.
Fyrir verðlagsuppbætur á ákvæðisvinnu voru
settar hliðstæðar reglur.
Með brb.lögum nr. 75/1951, 30. júní, voru á-
kveðnar samsvarandi verðlagsuppbætur til handa
opinberum starfsmönnum. — Á tímabilinu 1. júni
1951 — 1. júni 1952 skyldi verðlagsuppbót á grunn-
laun, eða hluta af grunnlaunum, allt að kr. 1830,—
á mánuði, breytast samkv. kaupgjaldsvísitölu
næsta mánaðar á undan, en á þann hluta launa,
sem þar væri umfram, greiðast áfram 23%
uppbót.
Framfærsluvísitalan reyndist í mai 136, ág-
144 og í nóv. 151. Samsvarandi kaupgjaldsvísitöl-
ur urðu því, með tilskildum frádrætti (sbr. að
framan), 132, 139 og 144, sem hver fyrir sig
gilti við ákvörðun verðlagsuppbóta í þrjá mán-
uði, júní —ág., sept.—nóv. og des. 1951—febr.
1952. — Sú aukaverðlagsuppbót, sem kom á
mánaðarlaun (kr. 1830,—), samsvarandi dag-
kaupi í almennri verkamannavinnu, var því á
hverju þessara þriggja tímabila, kr. 165,—, kr.
293,— og kr. 384,— á mánuði, auk hinnar al-
mennu uppbótar, 23%, sem gilti fyrir öll laun.