Árbók Reykjavíkurbæjar - jul 1953, Qupperneq 119
Kaup skipverja á togurum í Keykjavík,
101
Grunnkaup á mánuði, kr.: U cö ■+J 0) w 'CÖ X Bátsmenn 1. netamenn Aðrir netamenn Matsveinar Aðstoðar- matsveinar Kyndarar æfðir Kyndarar óæfðir 1 Mjöl- vinnslu- menn Lifrar- bræðslu- menn
1941 14/1 14/1 14/1 14/1 14/1 14/1 14/1 14/1 14/1 14/1
Saltfiskveiðar .... 224,00 317,15 305,00 256,00 295,00 131,00 224,00 190,00 224,00 224,00
Isfiskveiðar 232,00 321,00 305,00 263,00 300,00 125,00 232,00 200,00 232,00 232,00
1942 1/9 1/9 1/9 1/9 1/9 1/9 1/9 1/9 1/9 1/9
Salt- og ísf.veiðar 359,60 497,55 472,75 407,65 465,00 193,75 359,60 310,00 359,60 359,60
1949 15/3 15/3 15/3 15/3 15/3 15/3 15/3 15/3 15/3 15/3
Salt- og ísf.veiðar 360,00 500,00 — 410,00 500,00 360,00 360,00 310,00 360,00 360,00
1950 6/11 6/11 6/11 6/11 6/11 6/11 6/11 6/11 6/11 6/11
Salt- og isf.veiðar 1080,00 1500,00 1230,00 1500,00 H-1 O oo © © o 1080,00 930,00 1080,00 1080,00
Aths.: 1 Árta. 1945, bls. 82, er sýnt mánaðar-
kaup skipverja á togurum, annarra en yfir-
hianna, eins og það var á árunum 1937—45.
Þar er hins vegar aðeins lítillega gerð grein fyr-
ir kaupgreiðslum til skipverja að öðru leyti, en
þær greiðslur hafa nú orðið mjög mikla þýð-
ingu í heildarkjörunum.
1 töflunni hér að ofan er mánaðarkaupið sýnt
á sama hátt yfir tímabilið frá 1941 til 1950 (bæði
árin meðtalin). — Skal í höfuðdráttum gerð grein
fyrir öðrum kaupkjörum skipverjanna, samkvæmt
eftirtöldum samningum frá 1942, 1949 og 1950:
Samningur milli F.l.B. og:
1942.
L Sjómannafélags Reykjavíkur, dags. 1. sept.
2- Vélstjórafélags Islands, dags. 16. okt.
Félags ísl. loftskeytamanna, dags. s. d.
1949.
Stéttarfélaga sjómanna, dags. 15. marz.
1950.
1- Sjómannafélags Reykjavíkur, dags. 6. nóv.
2- Stéttarfélaga yfirmanna á botnvörpusk., dags.
9. nóv.
3. Skipstjóra- og stýrimannafél. „Aldan“, dags.
22. des.
Verkfall var á mestum hluta togaraflotans frá
20. jan. til 15. marz 1949 og frá 1. júlí til 7.
nóv. 1950.
Auk mánaðarkaups hafa skipverjar á togur-
hm fengið eftirtalin hlunnindi og greiðslur, með-
þeir eru skráðir á skip:
V Frítt fæði, þegar þeir eru um borð.
2- Eriendan gjaldeyri til eigin ráðstöfunar, er
þeir sigla til útlanda.
Fæðispeninga, þegar þeir njóta ekki fæðis
um borð.
Lifrar- og karfahlut til 1950.
7' Lýsishlut frá 1950.
Aflahlut.
Orlofsfé.
• Ahættuþóknun.
, Verðlagsuppbætur hafa verið greiddar sam-
®mt gildandi reglum á hverjum tíma, bæði á
anaðarkaup og fæðispeninga, en ekki aðra liði
Kaupkjaranna.
1 ^ Vrsti liðurinn þarfnast ekki skýringar að öðru
- L en því, að fæðishlunnindi sjómanna eru
ndanþegin skattgreiðslu, sbr. lög nr. 128/1947,
14- gr. ~
Um 2. liðinn er það að segja, að fram til
þess tíma, að samningar frá 1950 gengu í gildi,
voru greiðslur til skipverja i erlendum gjaldeyri
á reiki, enda eru þær greiðslur háðar samþykki
gjaldeyrisyfirvaldanna. Síðan hefir þeirri reglu
verið fylgt, að hver skipverji fái £ 30-0-0 í ferð,
nema skipstjóri, sem fær £ 45-0-0, eða jafnvirði
þess, sé siglt til annarra landa en Bretlands.
Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir lið-
um 3—7, en um lið 8 er rætt sérstaklega, sbr.
töflu bls. 99.
3. Fæðispeningar.
Eftir að sú regla var upp tekin á isfiskveið-
um, í byrjun heimsstyrjaldarinnar siðari, að skilja
nokkurn hluta áhafnarinnar eftir i heimahöfn,
meðan siglt er utan með afla, hafa þeim skipverj-
um verið greiddir fæðispeningar. Námu þær
greiðslur kr. 3,75 í grunn á dag, samkv. samn-
ingunum frá 1942, en hækkuðu með samningnum
1949 í kr. 5,00 eða um 33,3%. Þessir dagpening-
ar þrefölduðust svo á árinu 1950, á sama hátt og
kaupgreiðslur.
4. Ufrar- og karfahlutur.
Allir skipverjar, aðrir en aðstoðarmatsveinar,
fengu greiddan lifrarhlut. Samkv. samn. nr. 1
frá 1942 nam hann kr. 6,64 á mann fyrir hvert
lifrarfat (165,9 ltr.). Með samningnum frá 1949
lækkaði lifrarhluturinn í kr. 6,09, en nú fengu
aðstoðarmatsveinar hann einnig greiddan. Lifrar-
bræðslumaður fékk greidd lýsisverðlaun, miðað
við 100 kg., kr. 11,81 af lýsi I. fl., samkv. báð-
um framangreindum samningum, og kr. 7,38 fyr-
ir lýsi II.—IV. fl. eftir samn. 1942, en aðeins
fyrir II. fl. lýsi eftir samn. 1949. — Lýsisverð-
laun hans skyldu þó, samkv. þeim samningi, aidrei
vera lægri í neinni veiðiför en lifrar- og karfa-
hlutur háseta á sama tíma.
1 samn. frá 1949 voru sett ákvæði um sér-
staka þóknun til allra skipverja, af karfa. Sama
þóknun og fyrir eitt lifrarfat, kr. 6,09, var greidd
fyrir karfa þannig:
1. Af hverjum 80 körfum af hausuðum og kvið-
skomum karfa.
2. Af hverjum 100 körfum af hausuðum og slægð-
um karfa, og slægðum karfa, óhausuðum.
3. Af hverjum 240 körfum af óhausuðum óg
óslægðum karfa.
5. Lýsishlutur.
Með samningunum frá 1950 er tekinn upp lýsis-
Framh. á bls. 102