Árbók Reykjavíkurbæjar - jul. 1953, Side 128
110
Fastir starfsmeiin bæjarsjóðs eftir iaunaflokkum
Launafl.:
I......
II.....
III ....
IV ....
V......
VI......
VII.......
VIII......
IX......
X......
XI......
XII.......
XIII ....
XIV ....
XV........
XVI.......
Samtals ..
Aðrir ....
Alls . . .
í>. a. barnak
Grunnlaun pr. mánuð Tala karla Tala kvenna
Á 1. ári Eftir 6 ár 1946 1947 1948 1949 1950 1946 1947 1948 1949 1950
1250,00 1250,00 1 1 1 1 1
1166,66 1166,66 2 2 2 2 2 — — — —
1083,33 1083,33 —
1000,00 1000,00 2 2 3 3 3 — — — —
925,00 925,00 11 11 10 13 15 — — — —
850,00 850,00 14 13 12 14 17 — — — —
600,00 800,00 13 16 18 18 19 — — — —
550,00 750,00 23 24 23 24 28 . — 1 1 1
500,00 700.00 19 19 20 27 33 2 2 2 1 1
500,00 650,00 180 206 222 220 224 59 69 64 71 67
450,00 600,00 38 38 36 43 45 4 4 7 7 9
400,00 550,00 31 33 35 43 49 8 16 11 13 15
400,00 500,00 16 18 15 16 16 22 20 20 23 20
350,00 450,00 1 1 1 1 1 5 5 9 9 12
275,00 400,00 — — — — — — 1 6 7 6
300,00 300,00 —
— — 351 384 398 425 454 100 117 120 132 131
— — 30 15 21 9 14 18 7 5 8 9
— — 381 399 419 434 468 118 124 125 140 140
— — 77 89 94 94 95 47 52 52 52 53
Aths.: Árið 1945, 1. apr., tóku gildi lög (nr.
60) um laun starfsmanna ríkisins. Af því tilefni
var sett ný samþykkt um laim fastra starfs-
manna Reykjavíkurbæjar, er einnig gekk í gildi
1. apr. s. á. Tala launaflokka og upphæð launa
í hverjum flokki er sú sama í launasamþykkt
bæjarins og lögunum, en í samþykktinni eru sett-
ar sérstakar reglur um skipun bæjarstarfsmanna
í launaflokka.
1 töflunni hér að ofan eru byrjimar- og há-
marks (grunn)laun sýnd í hverjum launaflokki.
Auk hinna almennu verðlagsuppbóta samkv. vísi-
tölu, sem sýnd er í töflu bls. 91 og nánar er gerð
grein fyrir í aths. við hana, hafa verið greiddar
aukauppbætur á grunnlaun ríkis- og bæjarstarfs-
manna síðan 1. júli 1949.
Árið 1949, 18. maí, samþykkti Alþingi þings-
ályktunartillögu, þar sem ríkisstjórninni var
falið að láta rannsaka, hvort kaup og kjör starfs-
manna ríkisins eftir launalögunum væru lak-
ari en annarra starfsstétta vegna kauphækkana
þeirra og kjarabóta, er þær höfðu orðið aðnjót-
andi eftir setningu laimalaganna 1945. Ef svo
reyndist, heimilaði Alþingi ríkisstjórninni að
verja allt að 4 millj. kr. úr ríkissjóði til greiðslu
uppbóta á laun starfsmanna ríkisins á árinu
1949. Skyldi ríkisstjórnin, í samráði við Banda-
lag starfsmanna ríkis og bæja, ákveða upp-
bæturnar og eftir hvaða reglum þær yrðu greidd-
ar. Varð niðurstaðan sú, að frá 1. júlí til 31. des.
1949 var greidd 20% uppbót á laun allra fastra
ríkisstarfsmanna, er svaraði til 10% að meðal-
tali yfir árið.
Veturinn 1949—50 starfaði stjórnskipuð nefnd
að athugun á þessum málum. Fyrstu tvo mán-
uði ársins (jan.—febr.) var greidd áfram 20%
uppbót, en næstu þrjá mánuði (marz—maí) naffl
hún 15%. Var uppbótin því 17% að meðaltali
yfir þessa fimm fyrstu mánuði ársins, er svarar
til hámarks þeirra uppbóta, er síðan hafa verið
greiddar. 1 fjárlögum fyrir árið 1950 (19. gr.)
var ákveðið, að greiða skyldi uppbætur á laun
starfsmanna rikisins til ársloka 1950. Skyldu
þær vera fyrir jan.—des. sem hér segir (og
var þar farið eftir tillögum framangreindrar
nefndar):
Á laun samkv. I.—III. fl. launal. 10%
— — — IV. — — 12%
— —- — V,—IX. — — 15%
— — — X,—XV. — — 17%
Launabætur þessar hafa haldizt óbreyttar síð-
an (sbr. fjárlög fyrir 1951 og 1952, 23. gr.).
Hjá Reykjavíkurbæ hefir að mestu verið fylgt
sömu reglu um greiðslu þessara uppbóta. Bæj-
arstjórn samþykkti 19. maí 1949 að greiða föst-
um starfsmönnum bæjarsjóðs og bæjarstofnana
uppbót á laun 1949 á sama hátt og starfsmenn
ríkisins fengju, samkv. framangreindri þings-
ályktun. Uppbótagreiðslumar hófust hjá bænum
1. ág. 1949, og voru þá greiddar 40% uppbætur
í einu lagi fyrir júlí og ágúst. Frá 1. sept. 1949
til 1. maí 1950 voru greiddar 20% uppbætur, eða
tveimur mánuðum lengur en hjá ríkinu. Fyrir
maímánuð voru þær 15%. Siðan 1. júní 1950
hefir verið fylgt sömu reglum hjá bænum og
gilt hafa hjá ríkinu um greiðslu launauppbótanna.
(í 1000 kr.): 2799, 3368, 3407, 3655, 4361. Hjá
kennurum Húsmæðrask. voru launagreiðslur þess-
ar (í 1000 kr.): 128, 157, 141.
Um óbeinar launagreiðslur bæjarins (ákvæðis-
vinnu, framlög til stofnana o. fl.), greiðslur í
fríðu, endurgreiðslu á launakostnaði frá öðrum
aðilum o. s. frv., gildir það sama hér og um
getur í aths. Árb. 1945, bls. 80—81.
Kaupgreiðslur vegna aukavinnu eru greiðslur
til fastra starfsmanna fyrir vinnu utan venju-
legs starfstíma í viðkomandi greinum. Greiðslur
fyrir önnur störf, t. d. nefndarstörf, em ekki tald-
ar með, enda eru þær yfirleitt færðar á aðra lið>
hjá bæjarsjóði t. d. meðferð bæjarmálanna (sjá
gjöld bæjarsjóðs).
Framh. á bls. 111-