Árbók Reykjavíkurbæjar - júl. 1953, Blaðsíða 171
153
Kennarar og kennslustundir í framhaldsskólum í Rvík.
Tala fastra kennara Tala kennslustunda alls á viku
1946 1947 1948 1949 1950 1951 1946 1947 1948 1949 1950 1951
Skólar: -’47 -’48 -’49 -’50 —’51 -’52 -’47 -’48 -’49 -’50 -’51 -’52
Unglingadeildir barnask. 15 8 11 14 _ _ 780 455 526 478
Unglingask. v/ Hringbr. — — — 4 7 9 — — — 213 291 304
— v/ Lindarg. — — — 4 7 7 — — — 260 272 286
Gagnfr.sk. Austurbæjar 12 17 21 21 24 25 544 630 671 857 857 862
— Vesturbæjar 7 11 12 13 12 13 406 474 433 376 363 340
Kvennaskólinn 1 1 2 5 6 6 222 221 244 286 282 286
Menntaskólinn 12 14 14 14 14 15 598 674 670 672 650 725
Kennaraskólinn 6 7 7 7 7 8 116 118 118 118 138 138
Húsmæðrakennarask. .. 2 2 3 3 3 3 86 86 102 102 102 102
Húsmæðraskólinn 7 7 7 7 7 7 267 270 200 270 270 270
Handíða- og myndlistask. 3 5 5 5 5 2 75 135 135 120 120 40
Verzlunarskólinn 5 5 5 5 5 5 380 400 400 380 380 420
Samvinnuskólinn 3 3 3 2 2 2 107 73 68 73 66 63
Iðnskólinn 4 6 6 7 7 7 479 525 533 441 517 436
Stýrimannaskólinn .... 4 3 5 5 5 5 321 289 291 323 289 289
Vélskólinn 4 4 4 4 4 4 114 152 190 255 255 255
Samtals .... 70 85 109 114 126 132 3715 4047 4835 5201 5378 5294
skólanna, hafa ekki nákvæmlega fylgt ákvæð-
um laganna frá 1946 um bóknámsdeild. Þeim
hefir ekki verið beinlínis skipt í bóknáms- og
verknámsdeildir, enda ekki skilyrði til þess. Hins
vegar hefir verið reynt að sveigja námið fyrir
suma nemendur nokkuð i verknámsátt. Þeim nem-
endum, sem lokið hafa unglingaprófi frá öllum
þessum tveggja vetra skólum, hefir verið veitt
viðtaka í 3. bekk beggja fjögurra vetra skól-
anna (Gagnfræðask. Austur- og Vesturbæjar),
svo og í 3. bekk verknámsdeildar s.l. haust, sem
vikið verður að hér á eftir.
1 Arb. 1940, bls. 95, er gerð nokkur grein fyrir
stofnun og starfstilhögun Gagnfræðaskóla
Reykjavíkur og Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, en
hún hélzt í aðalatriðum óbreytt, þar til lögin
frá 1946 tóku að koma til framkvæmda haustið
1948. Þó var árlegur starfstími hins fyrrnefnda
lengdur i 8 mánuði árið 1944, og 4. bekkur hins
síðartalda starfaði síðast skólaárið 1946—47.
Næsta skólaár starfaði hann sem þriggja ára
skóli. Nöfnum skólanna var breytt, samkvæmt
samþykkt fræðsluráðs, úr Gagnfræðaskólinn í
Reykjavík í Gagnfræðaskóli Austurbæjar (haust-
ið 1949) og Gagnfræðaskóli Keykvíkinga í Gagn-
fræðaskóli Vesturbæjar (haustið 1948).
Eftir að farið var að reka þessa skóla sam-
kvæmt hinum nýju lögum um gagnfræðanám,
hafa þeir báðir starfað í samræmi við þau ákvæði
laganna, er fjalla um bóknámsdeild. Námstilhög-
tm hefir ekki verið nákvæmlega sú sama í skól-
unum, meðan breyting þeirra til samræmis við
hýja fræðslukerfið var að fara fram. Gagnfræða-
próf samkvæmt eldri lögunum var síðast háð við
Þá báða vorið 1951. Skólaárið 1951—52 störfuðu
Þeir svo algerlega eftir ákvæðum nýju laganna
um bóknámsdeild.
Haustið 1951 var stofnuð verknámsdeild gagn-
fræðastigsins, er starfar í samræmi við ákvæði
Hganna frá 1946 um verknám gagnfræðask'öla.
Henni er ætlað, fyrst um sinn a.m.k., að vera
tveggja vetra skóli, er svari til 3. og 4. bekkjar
Sagnfræðaskóla. Próf eftir fyrri veturinn jafn-
g'ildir því 3. bekkjar-, en próf eftir siðari vet-
úrmn 4. bekkjarprófi gagnfræðaskóla. Allir nem-
endur, er lokið hafa unglingaprófi, hafa rétt til
uintöku í verknámsdeildina.
Fyrsta skólaárið (1951—52) starfaði verknáms-
deild á tveimur stöðum, í þakhæð Austurbæjar-
skólans og leiguhúsnæði Hringbraut 121. Stund-
uðu þar alls 109 nemendur nám (41 piltur og
68 stúlkur), er skiptust þannig í deildir:
Piltar: Jámsmíði 21, trésmiði 15, sjóvinna 5.
Stúlkur: Saumur og vefnaður 48, hússtjórn 20.
1 frjálsri vinnu var þátttakan sem hér segir:
Vélritun 74, bókfærsla 32, bastvinna 16 og bók-
band 15. (Sjá ennfr. Menntamál apríl—maí
1952, bls. 46—52).
Samkvæmt lögum nr. 94/1936, um fræðslu
barna, skyldi vera fræðsluráð í hverju skólahér-
aði, skipað 5 mönnum, auk þriggja manna skóla-
nefndar í hverju skólahverfi. 1 lögunum frá 1946
um fræðslu barna eru þessi ákvæði samhljóða,
en kaupstöðum veitt heimild til að fela fræðslu-
ráði störf skólanefndar, ef fræðslumálastjórn mæl-
ir svo fyrir og hlutaðeigandi bæjarstjórn sam-
þykkir. Samsvarandi ákvæði eru í lögunum um
gagnfræðanám.
Fræðsluráð Reykjavikur hélt fyrsta fund sinn
31. ágúst 1936. Lá starfsemi þess svo að mestu
leyti niðri fram til ársins 1947, en frá öndverðu
því ári hefir það starfað reglulega. Á fundi ráðs-
ins 15. apríl 1947 var lagt fram bréf frá mennta-
málaráðuneytinu, þar sem það tilkynnir þá á-
kvörðun sína, að fræðsluráð taki við störfum skóla-
nefnda barnaskóla og gagnfræðaskóla í Rvík, sem
reknir væru samkvæmt fræðslulögunum. Á þeim
sama fundi var samþykkt að fela fræðslufull-
trúa bæjarins, sem tók við þvi starfi 1. sept. 1943,
samkvæmt samþykkt bæjarráðs, að vera fram-
kvæmdastjóri fræðsluráðs og fundarritari þess.
Haustið 1950 féllst menntamálaráðuneytið á, sam-
kvæmt tillögu fræðsluráðs, að ráðinn yrði sér-
stakur uppeldisfróður maður til að annast náms-
eftirlit í skólum gagnfræðastigsins í Reykjavík
frá 1. des. s. á. að telja.
Reikningshald skóla gagnfræðastigsins var I
þrennu lagi fram til áramóta 1951/52. Reiknings-
hald Gagnfræðaskóla Austurbæjar annaðist skóla-
stjóri þess skóla, reikningshald Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar, Gagnfræðaskólanna við Lindargötu
og Hringbr. og Kvennaskólans sérstakur gjald-
keri, en reikningshald fyrir deildir bamaskólanna
Framh. á bls. 154