Árbók Reykjavíkurbæjar - jul. 1953, Síða 245
227
1 efnahagsreikn. Hafnar er á árunum 1937 og
1938 talið steinker, kr. 39817.75, hvort árið.
Þessi upphæð var lögð á biðreikning til kaupa
á steinkeri, sem ekki var keypt. Var fénu varið
til annarra þarfa. XJpphæðin er ekki talin með
í aukningu stofnkostnaðar.
Stofnkostnaður Hafnar frá byrjun svmdurlið-
ast þannig pr. 31/12—''51:
Hafnargarðar................... kr. 2996577.53
Hafskipabryggjur ................— 6031444.50
Bátabryggjur.....................— 101882.61
Bátahöfn ......................
Dýpkun hafnar .................
Elliðaárvogur, mæl. og áætlanir
Böð og salerni ................
Vitar og sæmerki ..............
Festar, járndufl og keðjur ....
Áhöld og tæki .................
Skrifstofuáhöld ...............
Fasteignir ....................
Gatnagerð .....................
kr. 14202459.36
— 3103474.74
— 131200.00
— 73686.36
— 72774.49
— 31700.00
— 2492579.98
— 37427.71
— 3031083.04
— 1128478.28
Samtals .... kr. 33434768.60
Greinargerð um tekjur og gjöld bæjarsjóðs Reykjavíkur.
1 Árb. 1940 var gert yfirlit yfir tekjur og gjöld
bæjarsjóðs allt frá árinu 1914. Var lögð megin-
áherzla á að samræma tekju- og gjaldliði á
rökréttan hátt eftir skyldleika tekna og gjalda.
Sama flokkun er í öllum höfuðatriðum lögð til
grundvallar í Árb. 1945 og þessari Árb.
Bæði tekjur og gjöld eru sýnd í tvennu lagi:
A. Tekjur af hinum ýmsu tekjustofnum,
nefndar rekstrartekjur.
B. Tekjur, er myndast við skerðingu eigna
og lántökur, nefndar eignaskerðing.
A. Gjöld vegna framkvæmda þeirra mál-
efna, er bæjarfélagið hefir með hönd-
um, nefnd rekstrargjöld.
B. Gjöld til verklegra framkvæmda, eða
eignaaukningar (fjárfestingar) og lán-
veitinga, nefnd eignaaukning.
Niðurröðun teknanna eftir tekjustofnum er ein-
föld og óbrotin: Skattar af tekjum, eignum og
aðrir skattar, arður af eignum bæjarsjóðs og
fyrirtækjum hans, og loks ýmsar tekjur.
Gjöldin eru mun margbrotnari. Þar er leitazt
við að raða gjaldliðunum á sem rökréttastan
hátt eftir innbyrðis samhengi málefnaflokkanna
og þjónustuhlutverki bæjarfélagsins við borg-
arana. Má þannig skipta rekstrargjöldunum í
íjóra meginþætti, er aftur greinast í aðalliði og
vmdirliði:
1. Stjóm bæjarmálanna.
2. öryggisráðstafanir.
3. Ráðstafanir, er varða almannaheiil og for-
sjá fyrir sameiginlegum málefnum al-
mennings.
4. Verklegar framkvæmdir og rekstur eigna.
Skal nú gerð nokkru nánari grein fyrir hverj-
vun þessara þátta:
1. Til þessa þáttar telst einungis gjl. I., stjóm
kaupstaðarins, en undir þann lið er færð yfir-
stjórn og sameiginleg stjóm og framkvæmd
bæjarmálanna. —- Dagleg framkvæmd hinna ein-
stöku málefnaflokka er hins vegar yfirleitt talin
með þeim, að svo miklu leyti, sem bærinn hefir
hana með höndum.
2. Til þess þáttar telst gjl. II, löggæzla, og
gjl. III, brunamál (eld- og brunavarnir og bruna-
tryggingar húsa). — Framkvæmd löggæzlunnar
er að öllu leyti í höndum ríkisins.
3. Sá þáttur er umfangsmestur. Til hans telst
gjl. IV, fræðslumál, gjl. V, listir, íþróttir og úti-
vera, gjl. VI, heilbrigðismál, og gjl. VII, lýðmál.
Gjl. IV er sjálfstæður, en gjl. V, VI og VII
em nátengdir og grípa hver inn í annan þannig,
að takmörkin milli þeirra em nokkuð óljós og
umdeilanleg. Er hér og um ráðstafanir að ræða,
er ætlað er að styðji hver aðra, og flestar stefna
á einn eða annan hátt að sama lokamarki, þ. e.
að koma í veg fyrir, að borgarar bæjarfélagsins
þurfi að leita á náðir þess um framfæri fyrir
sig og sína, en síðasti gjl., gjl. VII, endar á
framfærslumálum.
Eðli sínu samkvæmt miða ráðstafanir vegna
íþrótta og útiveru að því að auka hreysti og
heilbrigði og koma í veg fyrir vanheilsu. Við
taka svo heilbrigðisráðstafanirnar, er m. a. hafa
það hlutverk, að koma i veg fyrir sjúkdóma og
sjá vanheilum fyrir lækningu. Þriðja skrefið er
loks að veita þeim, er þarfnast aðstoðar, hjálp
af einu eða öðu tagi, styrkja borgarana til sjálfs-
bjargar með þátttöku í kostnaði við tryggingar,
og að síðustu veita þeim borgurum framfærslu-
eyri, er slíkrar aðstoðar þarfnast, þrátt fyrir aðrar
hjálpar- og styrktarráðstafanir.
4. Til þess þáttar telst gjl. VHI, umferðar-
mál, gjl. IX, ýmiss konar starfræksla, gjl. X, fast-
eignir, og gjl. XI, vextir og kostnaður við lán. —
Þessir málefnaflokkar gripa einnig á ýmsan hátt
hver inn í annan.
Ráðstafanir vegna umferðarmála hafa þjón-
ustuhlutverki við almenning að gegna á svipað-
an hátt og framangreindir þættir, og er því eðli-
legt að skipa þeim þar hið næsta. Götur (torg