Byggingarlistin - 01.01.1956, Blaðsíða 6

Byggingarlistin - 01.01.1956, Blaðsíða 6
F R É T 1 I R Framh. aj bls. 2. ig geta jivottamiSstöðvar ríkisspítalanna, fávitahœlis og hœlis jyrir drykkjusjúkl- inga, sjúkrahús á Seyðisfirði og Siglujirði, vinnuskála að Vífilsstöðum, lögreglustöðv- ar í Reykjavík, kirkju og biskupssetur fyr- ir endurreistan Skálholtsstað, þingmanna- heimilis í Reykjavík og fleira eins og skóla, sundlauga, prestsetra og kirkna víða um landið. Hjá húsameistara Reykjavíkurbæjar lief- ur að undanförnu verið unnið að Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur og er sú bygging fullgerð að mestu, enda þegar tekin í notkun. Þar er einnig tinnið að húsinu Skúlatún 2 fyrir ýmsar skrifstofur bæjar- félagsins (ráðhús?). Einnig er Bœjar- sjúkrahúsið teiknað þar og er nú hafin bygging þess. Þar liafa einnig verið gerðir uppdrættir að sundhöll og sundlaug í Laugardalnum. Utan þessara stofnana hafa verið teikn- aðar ýmsar byggingar af arkitektum í Húsameistarafélagi Islands og skulu hér nefndar nokkrar og höfundar þeirra. Neskirkja, sem er teiknuð af Agústi Pálssyni, arkitekt, er fokheld og er nú unnið að hitalögn og innréttingu hennar. Agúst hefur einnig teiknað Félagsheimili stúdenta. Iíallgrímskirkja í Saurbœ er teiknuð af félögunum Sigurði Guðmundssyni og Ei- ríki Einarssyni, arktektum, og er sú kirkja langt komin. Þeir hafa einnig gert upp- drætti að stóru vörugeymsluhúsi fyrir Eim- skipafélag Islands. Náttúrugripasafnið hefur nú í nokkur ár legið fyrir fullteiknað af Giinnlaugi Hall- dórssyni, arkitekt, og verður vonandi hrátt hygging þess. Einnig hefur Gunnlaugur unnið að uppdráttum að byggingum Ajengisverzlunar ríkisins og Lyfjaverzlun- ar ríkisins og er bygging þeirra hafin. Einnig hefur liann teiknað og annazt hygg- ingarframkvæmdir að Reykjalundi. Byggingarframkvæmdir við Menntaskól- ann í Reykjavík, sem teiknaður er af Skarðhéðni Jóhannssyni, arkitekt, hafa verið stöðvaðar, eftir að hafinn var gröft- ur grunnsins. Skarphéðinn hefur einnig haft með höndum breytingar á Mjólkurbúi Flóamanna. Einnig hefur hann teiknað skrifstofubyggingu fyrir útibú Landsbank- ans í Reykjavík. Að Varmalandi í Borgarfirði var í fyrra- iiaust tekinn í notkun heimavistarskóli teiknaður af Sigvalda Thordarsyni, arki- tekt. lfann vinnur nú að uppdráttuni að sjúkrahúsi á Sauðárkróki, Hallveigarstöð- um, byggingu kvennasamtakanan í Revkja- vík, Félagslieimili Neskaupstaðar og stöðv- arhúsi við Grímsárvirkjunina. Verið er að ljúka við sendistöðvarhús á Rjúpnahœð og hefur Gíslii Halldórsson, 4 arkitekt, teiknað það. Gísli vinnur nú að teikningu flugstöðvar í Reykjavík og fé- lagsheimilum viða um land, sömuleiðis ýmsum byggingum fyrir póst og síma, menntaskólahúsi að Laugarvatni, íþrótta- húsi í Hafnarfirði og liann hefur einnig teiknað íþrótlasvœðið í Laugardalnum og sér um framkvæmdir þess. Þórir Baldvinsson, arkitekt, liefur teikn- að félagsheimili í Ljósavatnshreppi. Gunnlaugur Pálsson, arkitekt, hefur teiknað fyrir Hnifsdal hús, sem er í senn barnaskóli, kapella, bókasafn og iþrótta- hús. Auk þess sem hér er nefnt er verið að teikna og byggja verzlunarhús, skrifstofu- byggingar og iðnaðarhús af ýmsum stærð- um, auk alls þess fjölda af íbúðarhúsum, sem svo mjög er umtalað. Ilin meiriháttar verkefni, sem vitað er um, að eru á döfinni, væri ástæða til að gera hér að sérstöku imitalsefni, vegna þýðingar þeirra og sérstöðu. Til dæmis má nefna Stjórnarráðsbyggingu íslenzka ríkis- ins og Ráðltús Reykjavíkurbæjar. Slíkar byggingar hafa þá sérstöðu, listrænt og byggingartekniskt, að eðlilegasl er að láta fara fram samkeppni til að fá ]iá heztu úr- lausn, sem arkitektar þjóðarinnar eru fær- ir um að skapa. Hugmyndaauðgi, þekking, áræði og list- rænir hæfileikar arkitektsins munu aldrei reyndir jafnrækilega sem í slíkri prófraun. Einnig er vitað að flestar framfarir húsa- gerðar tæknilegar og listrænar, eiga rætur sínar að rekja til samkeppni. Formnýjung- ar og tækninýjungar liafa að vísu stiindum verið sniðgengnar við dóm á samkeppni, en þær hafa alltaf orðið spor til framfara og liafl áhrif þar í hópi, sem víðsýni og framfarahugur ríkir. 011 rök hníga að því, að þessar bygging- ar beri að hjóða út til samkeppni, það hef- ur ómetanlegt gildi fyrir þróun og þroska íslenzkrar byggingarlistar. ★ Sigurður Guðmundsson liefur verið kjör- inn fyrsti heiðursfélagi Húsameistarafélags Islands. * Verkfræðingafélag Islands hefur sent út hréf um hlutafjársöfnun til húsbygging- ar handa félaginu. * Danskur húsameistari, Helge Finsen, dvaldi hér í fyrrahaust við mælingar gam- alla húsa, sem gerð hafa verið eftir upp- dráttum danskra húsameistara. Til jieirra teljast Landakirkja í Vestmannaeyjum, Bessastaðir, Nesstofa í Reykjavík, dóm- kirkjan í Reykjavík, Stjórnarráðshúsið, Viðeyjarstofa og Hólakirkja í Hjaltadal í Skagafirði. Fyrir mörgum árum hafði Arne Finsen, hróðir Helge Finsen byrjað á þessum mæl- ingum. En Arne Finsen er nú látinn. Nú ætlar Helge Finsen að gera upp- drætti af þessum húsuni, og skrifa sögu þeirra og gefa út á kostnað Carlsberg- sjóðsins. * Hafin er bygging sementsverksmiðjunn- ar á Akranesi og mun nú hafa tekizt, að tryggja þessu mikla fyrirtæki nægilegt fé. * Bæjarfulltrúar Reykjavíkur kvöddu árið 1955 með þeirri ákvörðun — ýmist nauð- ugir eða viljugir — að koma ráðhúsinu fyrir í Tjörninni. Fyrir nokkrum árum var skipuð nefnd — einn maður úr hverjum stjórnmála- flokki og einn eða tveir að auki (enginn húsameistari) — til þess að velja ráðhúsi Reykjavíkur stað. Arangurinn af því nefndarstarfi varð eins og til var stofnað. Nú hefur þessari nefnd orðið að ósk sinni. Væri nú ekki vel til fallið, að fá einn eða tvo valinkunna menn úr hverjum flokki til þess að teikna ráðhúsið? * Milli Sundlaugavegar og Kleppsvegar er nú að rísa nýtt bæjarhverfi, sem mun vera nefnt Rauðalækjarhverfi. Húsin eru flest þrjár til fjórar hæðir. Þar kvað þó liafa verið gert ráð fyrir tvílyftum húsum upp- haflega. Þau hafa einhvern veginn stækkað í meðförunum, án þess að verulegar breyt- ingar yrðu á skipulaginu, að öðru leyti. Slíkar stökkbreytingar eru ekki hættulaus- ar, enda ber hverfið þess greinilega merki. Hér eru myndarleg hús og hreinleg og hér eru ldægileg hús, sem bera utan á sér hégómaskapinn og hóflausa tilgerð. Sýni- lega hefur lítið verið skeytt um, að sam- ræma útlit þessara húsa, eða velja þeim staði eftir gerð, þó að allt þetla sé hyggt hér um hil samtímis. Svipur gatnanna og hverfisins í heild her það með sér, að hér hefur verið látið skeika að sköpuðu um útlitið. ★ Hér hefur þótt nýlunda á sviði tækninn- ar, að nú er farið að nota „skriðmót" (hydraulic moving forms), er hafa þann búnað, að þau færast upp, smám saman, jafnótt sem veggirnir eru steyptir. Teinar, sem ganga upp úr iindirstöðunum, halda mótunum uppi. Þegar öllum áhöldum hef- ur verið komið fyrir, gengur fljótt að steypa. Þessi mót notast þó varla með góð- um árangri, nema húsin séu nokkuð há. Ef vandlega er steypt úr hentugu efni, verða veggirnir vel sléttir og þarf lítið við þá að gera á eftir og húðun sparast. BYGGINGARLISTIK

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.