Byggingarlistin - 01.01.1956, Blaðsíða 23

Byggingarlistin - 01.01.1956, Blaðsíða 23
GUNNLAUGUR HALLDÓRSSON: AKADEMIAN 200 ARA Listaháskólinn í Kaupmannahöfn átti 2ja alda afmœli 31. marz 1954. Stofnun akademíunnar átti sér nokkurn aðdraganda. Forustumenn málara og myndhöggvara höfðu snemma á 18. öld stofnað til list- fræðslu, sem aldrei varð þó regluleg- ur skóli, þótt einatt væri nefnd lista- akademia og nyti styrks og verndar konungs. Friðrik V., sem átti um þessar mundir í allmiklum byggingarfram- kvæmdum og hafði safnað að sér er- lendurn listamönnum, greip nú í taumana, er listfræðslan var að þrot- um komin um miðja öldina. Frægasti húsameistari Dana var þá N. Eigtved hirðbyggingarmeistari, og hafði hann með höndum framkvæmd- ir og undirbúning að byggingu Ama- lienborgarballanna, Marmarakirkj- unnar og öðrum meiriháttar fram- kvæmdum konungs. Konungur skipaði nú Eigtved for- stjóra akademíunnar, en hann flutti skólann í vinnustofu embættis sins í Kristjánsborgarhöll. Eigtved undir- bjó síðan stofnun akademíunnar og fékk bætt við þriðju listgreininni, byggingarlistinni, og kom því til leið- ar, að konungur lét Charlottenborgar- höll af hendi við skólann. í þeirri mynd, sem akademían er til þessa dags, var hún stofnuð form- lega með viðhöfn 31. marz 1754, en sá dagur hefur jafnan síðan verið há- tíðisdagur þess og markaður árlega með opnun vorsýningar Charlotten- borgar, með þátttöku hinna þriggja listgreina, málaralistar, myndhöggv- aralistar og byggingarlistar. Akademían hefur frá bernskudög- um sínum og fram á þennan dag átt ríkan þátt í listsköpun Islendinga. Á árunum 1780—1790 voru þrír íslendingar, þeir fyrstu sem mér er kunnugt um, við nám í akademíunni. Sæmundur Magnússon Hólm var þar 1776—1788. Ólafur Ólafsson, síðar prófessor á Kóngsbergi í Noregi, hlaut sína fyrstu viðurkenningu í byggingarlist 1780 hjá Harsdorff, en Ólafur varð fyrstur allra íslendinga til að nema byggingarlist. Ólafur lét sér ekki nægja að ljúka byggingar- listanáminu hjá Harsdorff, en lagði urn leið stund á lögfræðinám og lauk prófi í þeirn fræðum og gerðist síðan lektor við Bergseminaríið í Kóngs- bergi. ísland fékk ekki að njóta þessa mikilhæfa sonar síns, þó að við lægi að hann yrði stiftamtmaður hér. En í Noregi er nafni hans enn á lofti hald- ið sem brautryðjanda í byggingai- list. Þriðji íslendingurinn, yngstur þeirra, var myndhöggvarinn Bertel Thorvaldsen. Um viðkynningu þre- menninganna á þessum árum er ekki vitað, en nokkru síðar gerðu þeir Ólafur og Bertel frumdrög að minnis- merki Jóns Eiríkssonar. Þótt þjóðin nyti ekki innlendra listamanna um þessar mundir, voru áhrif akademíunnar og forgöngu- manna hennar mestu ráðandi í bygg- ingarlist, og nægir að nefna hina kon- unglegu byggingameistara Eigtved, Thura og Anthon, sem gerðu upp- drætti af öllum meiriháttar bygging- um, sem hér voru reistar síðari hluta 18. aldar, svo sem Viðeyjarstofu, Nes- stofu, Bessastaðastofu, stjórnarráðs- húsið sem nú er, og kirkjurnar á Hól- um og í Vestmannaeyjum. Nítjánda öldin er ekki viðburðarík í málum fagurra lista á landi voru og enn hafði þjóðin lítinn skilning á boðskap þeirra, sem gleggst má sjá á örlögum Sigurðar Guðmundssonar málara, en sóknin er þeim mun meiri í upphafi tuttugustu aldarinnar. Með- al þeirra eru margir, sem gerðu garð- inn frægan, því til sönnunar nægir að nefna Ásgrím, Kjarval, Jón Stefáns- son og Einar Jónsson og húsameistar- ana Rögnvald Ólafsson, Guðjón Sam- úelsson og Sigurð Guðmundsson. Allir þessir nrenn numu list sína í akademíunni, en þeir eru alþjóð svo kunnir, að óþarft er að lýsa því, hve rnikinn skerf þeir eiga í íslenzkri menningu tuttugustu aldarinnar. * Charlottenborg er með fegurstu og virðulegustu byggingum í Danmörku, byggð á árunum 1672—83, í hol- lenzkum barokstíl. Vér vitum að það var Ulrik Fredrik Gyldenlpve, sem lét reisa bygginguna, þótt ekki sé vitað með vissu hvort þar voru að verki Hans van Steewinkel yngri og Evert Jansen, hitt skiptir mestu að hún hefur í tvær aldir verið griðastaður fagurra lista. í hugum okkar, sem þar höfum notið fræðslu er byggingin og stofnunin í órofa- tengslum. BYGGINGARLISTIN 21

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.