Byggingarlistin - 01.01.1956, Blaðsíða 20

Byggingarlistin - 01.01.1956, Blaðsíða 20
SVANHILDUR ÓLAFSDÓTTIR : HUSBUNAÐUR OG BUSAHÖLD Hér á íslandi hafa á skömmum tíma orðið svo gagngerar breytingar á híbýlaháttum manna, auk þeirrar stórbreytingar í öllum löndum, að vélaiðnaður er að mestu kominn í stað handiðnaðar, að ljóst er, að okk- ur Islendingum er ennþá meiri þörf fræðslu og leiðbeininga um húsbúnað allan en nágrannaþjóðum okkar, sem standa á gömlum merg í þessum efn- um og eiga aldagamlar erfðavenjur borgarmenningar að bakhjarli, en hér eru flest bús, önnur en torfhús, að- eins örfárra áratuga gömul. Nokkrir menn hafa skrifað hinar prýðilegustu hugvekjur um þessi efni á undanförn- um árum. Ég nefni til dæmis bókina „Húsakostur og híbýlaprýði", sem kom út í Reykjavík árið 1939 og í eru leiðbeiningar sérfróðra manna um margt það, er að húsbyggingum og húsbúnaði lýtur, að ógleymdri grein Halldórs Kiljans Laxness: „Sálarfeg- urð í mannabústöðum“. Þessa bók tel ég, að sem flestir ættu að eiga. En eins er vant hjá okkur. Hér er þörf stöð- ugrar fræðslu um þessi efni, líkt og haldið er uppi í nágrannalöndum okk- ar og eflaust í flestum menningarlönd- um. T. d. er jrað svo í Danmörku, að bæjarstjórnir og húsnæðismálaráðu- neyti, margar stofnanir aðrar, blöð og tímarit láta sig þetta mál miklu skipta. Á vegum hins opinbera starfa sérfróðir menn, haldnir eru fyrirlestr- ar, sýningar og námskeið og gefnir út bæklingar með myndum og skýr- ingum í Jdví skyni að mennta smekk almennings og stuðla að því, að fólki verði sem mest úr fjármunum sínum. Árangur þessarar starfsemi kemur fram í vinnusparnaði, bættum holl- ustuháttum, þroskaðri smekk og margs konar lífsþægindum. Það er dýrt að stofna heimili og margs að gæta í því efni. Það væri þjóðarbúskapnum mikill hagur og hefði stórkostleg áhrif á siðmenningu Jjjóðarinnar í daglegu lífi, ef hægt væri að kenna okkur að taka góða muni fram yfir vonda, að velja og hafna af skynsemi, í samræmi við staðhætti og lifnaðarhætti hjá hverj- um og einum, og að kjósa það, sem er, umfram það, sem sýnist vera. T. d. væri mikið fengið, ef það tækist að opna augu sem flestra manna fyrir þeim sannindum, að venjuleg fura er miklu fallegri í sínu náttúrlega ástandi en þegar verið er að reyna að láta hana líta út sem eitthvað annað en hún er. Það er sorglegt að horfa upp á það, að fólk borgi stórfé til þess eins að óprýða umhverfi sitt. Það, sem á fyrst og fremst að miða við þegar keyptir eru húsmunir, er það, að hver hlutur á sér visst ætlun- arverk, lampinn á að bera birtu, svo að þægilegt sé að lesa og vinna við ljós hans, en hann á ekki fyrst og fremst að vera skrautmunur, og Jja sízt af öllu illa gerður og ljótur skraut munur, með svokölluðum ,,útskurði“ og fjólurauðri silkihlíf með blúndum og frunsum. Mjólkurkannan á að vera þannig, að Jjað sé viðlit að hella úr henni án þess að drjúpi á borðdúkinn. Fyrr en því marki er náð, er ékki tíma- bært að hugsa um, hvort kannan á að vera rósótt eða röndótt að utanverðu. Svona má lengi' telja. I reykvískum búðargluggum gefur að líta „útskorna“ hægindastóla, gríðarlega stóra og þunga og óhent- uga og því miður fjarska ljóta. Ofan á hið grófa útflúr bætist, að áklæðið er venjulega skræpótt gervisilki af lé- legustu tegund. Undrast maður oft, hvar í veröldinni sé hægt að fá slíkan varning, hann er a. m. k. ekki á al- mannafæri í öðrum löndum. „Þykj- ast“-franskar kommóður hafa líka verið á boðstólum hér og fleiri undar- legir gervistássmunir. Þessi óskapn- aður á kannski að minna á húsmuni frá tímum hinna ágætustu húsgagna- teiknara, þótt fátt sé ólíkara. Það má ekki gleymast, að til þess að gera fín- an stól þarf mikla menntun, mikið hugvit, mikla vinna og mikla ást á verkefninu. Heimurinn hefur átt marga listamenn í húsgagnagerð, en því miður hefur fáu skolað á land hjá okkur af listasmíði fyrri tíma, blóma- skeiða handverksins í allt öðrum Jjjóðfélagsháttum en við vildum nú húa við. Við það verður að sitja. Að reyna að stæla hina gömlu skreytingu í verksmiðjum eða af handahófi eftir myndum er óhappaverk og kann ekki góðri lukku að stýra. Það verður að leita annarra ráða. Allt ber að sama brunni. Ilér vantar hugmyndir og fyr- irmyndir og allan Jjann margháttaða undirbúning, sem fer á undan sjálfri smíðinni. Við verðum að semja okkur að háttum okkar vélaaldar og reyna að laða fram það, sem bezt á við hinar gjörbreyttu aðstæður. Nú er svo kom- ið, að hámenntaðir listamenn í öðr- um löndum vinna að Jjví af mikilli kostgæfni að skapa góða muni, vél- unna, í stað fvrri tíma handverks, finna form og efni og efnismeðferð o. s. frv., svo að saman fari gagnsemi, fallegt svipmót, hæfilegt verðlag og góð ending. Hugmyndir þeirra eru legíó og fjölhreytni mikil um efnisval: ull og hör og vandaður silkivefnaður, en minna um skræpótt gervisilki. Tág- ar og bambus, leir og járn og silfur, dýrar og ódýrar trjátegundir, er hvað- eina fær þá meðferð, sem því hæfir, 18 BYGGINGARLISTIN

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.