Byggingarlistin - 01.01.1956, Blaðsíða 22

Byggingarlistin - 01.01.1956, Blaðsíða 22
HANNES K R. DAVÍÐSSON: STÖNG í ÞJÓRSÁRDAL Fáar þjóðir munu okkur fátækari að minjum og vitneskju um lifnaðar- hætti forfeðranna. Mætti því ætla að við værum öðrum þjóðum hirðusam- ari um þá hluti, sem auka þekkingu okkarar á þeim efnum, vil ég þó ekki fullyrða að svo sé. Enn víst er þó nokkuð gert. Hvergi mun þó þekkingu vorri eins ábótavant og á sviði byggingarlistar fyrri tíma. Víst er ekki hægt að geyma í söfnum, nema að litlu leyti þær bygg- ingamenjar, sem finnast kunna og krefjast þær því í ýmsu annarrar um- gengni en þeir smærri munir, sem hægt er að bjarga í hús. Veit ég ekki hvort við erum færir um að með- höndla slíka hluti sem skyldi, en vissu- lega vaknar sú spurning í huga manns þegar maður kemur í heimsókn að Stöng í Þjórsárdal. Að Stöng liggja þær bezt varðveittu bæjarrústir frá söguöld, sem fundizt hafa, fyrir hunda og manna fótum, í orðsins fyllstu merkingu. f um það bil 600 ár hafði jörðin varðveitt þessar bæjarrústir í slíku ástandi að eindæmi má telja. Illeðsla öll óhrunin og þegar lokið var útgreftrinum var gólfskánin eins og konur staðarins hefðu þá ný- sópað gólfið. Ég dreg í efa að margar fornleifar hafi komið í okkar hendur jafn vel varðveittar. Síðan eru liðin sem næst 14 ár, en á þessum stutta tíma hefur okkur tek- izt að hálfeyðileggja þennan dýrgrip með illum aðbúnaði og umgengni. Þegar greftrinum var lokið var byggt yfir rústirnar, en víst er um það að betur hafa þeir Stangarbændur kunn- að til húsagerðar en þeir menn, sem fyrir 14 árum reftu yfir bæjarhúsin að nýju. Gólfið í aðalhúsinu, sem síðasti bóndinn að Stöng afhenti þeim, sem landið erfðu hreint og fágað, ber nú orðið mörg sár eftir vatnsdropa frá hripleku þaki, og veggir, sem í sex aldir höfðu staðið sléttir og felldir, hrynja nú á vetrum vegna frosta. Vandi fylgir vegsemd hverri og svo er hér einnig. Vissulega er ekki nóg fyrir vísindamenn okkar, þá sem við fornleifafræði fást, að taka sér þá fræðslu og ánægju sem uppgröfturinn veitir. Á þeim hvílir fyrst og fremst skyldan til að tryggja varðveizlu þeirra verðmæta, sem finnast kunna. Því miður verða mistökin að Stöng aldrei bætt að fullu, en við ættum að reyna að láta staðar numið með eyði- legginguna, svo óbætanlegar sakir okkar við eftirkomendurna verði ekki of miklar. Flestum er víst kunn saga gullhornanna dönsku, þar sem auð- virðileg fégræðgi glapti einu lítil- menni svo sýn, að hann eyðilagði einn af dýrgripum þjóðar sinnar. En nú eru húin sömu örlög ekki ómerkari minjum að sínu leyti, þó að verðmæti þeirra verði ekki metið jafnhátt að krónutölu. Beini ég þeirri áskorun til hlutaðeigandi vísindamanna og liátt- virtrar ríkisstjórnar, að komið verði í veg fyrir frekari eyðileggingar að Stöng í Þjórsárdal. Svo hryggilegt sem það er að sjá merkilegar fornmenjar okkar að Stöng grotna niður, þá verður það þó enn tilfinnanlegra þegar svo óheppi- lega vill til, að telja verður vafasamt, að athuganir þær, sem gerðar voru meðan á uppgreftrinum stóð, séu ó- yggjandi og eins hitt, hvort allar þær athuganir hafi verið gerðar, sem hægt hefði verið að gera, til þess að afla upplýsinga um byggingarháttu og af- not húsanna. En af skýrslu dr. Rous- sel í bókinni Forntida Gárdar i Island virðist mér sem farið hafi verið nokk- uð fljótt yfir sögu við öflun gagna, er talizt geti grundvöllur vísindalegrar niðurstöðu. Vona ég að mér vinnist tími til að víkja nánar að því síðar. 20 BYGGINGARLISTIN

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.